Pages Navigation Menu

Stráka- & pókerklúbbur

Most Recent Articles

Nýr varningur fyrir “afganginn”

Posted by on 1. Jul 2016 in Búnaður | 0 comments

Til að tryggja að við ættum góð spil fyrir næstkomandi tímabil nýtti ég ferð hjá bróður mínum frá BNA og verslaði nokkra stokka.

Auk þess fjárfesti ég í gúmmídúk þannig að það er til ennþá léttari lausn á borði 😉

Bókhaldið er uppfært með tilliti til þessa og opið eins og alltaf og hægt að skoða yfirlitið á Árgjaldið og bókhald.

Read More

Timbrið í pott’num

Posted by on 29. Jun 2016 in Bústaður, Myndir | 0 comments

bjolfur_2016
Bústaðurinn var svo góður í ár að það hefur þurft að taka góðan tíma í að hvíla sig eftir þetta 😉

Föstudagur
Allir sem mættu komu á föstudeginum. Nokkrir voru vant við látnir í ár og skáluðum við fyrir þeim. Um kvöldið var svo tekið High-Low spil þar sem eina reglan var að hæðsta og lægsta hönd vann…það er hægt að segja að þetta hafi verið hin mesta skemmtun þó svo að öllum hafi ekki verið skemmt 😉

Matur
IMG_0061
Síðdegisbrunch var að vanda og aldrei neitt til sparað þegar Bjólfur hittist í bústað.
Nóg var að bíta og brenna og fengum við auglýsingavarning frá Corny og snakk sem hjálpaði “maulurum” mikið og náðum við því að halda sunnudagssamlokunum frá því að verða étnar of snemma…(en auk þess voru þær faldar vel 😉
Aðalrétturinn var fullkominn í alla staði og kokkarnir stóðu sig fullkomlega.

Varningur
Í ár fengu menn að vanda nýjan bol en aðal atriðið var þó merkt bjórglas. Auk þeirra fengu menn skotglös og held ég að allir hafi drukkið sáttir um helgina =)

Spil
Spilað var á 2 borðum og hægt er að sjá “hálfleikstölur” á mynd hérna í albúminu fyrir neðan þar sem að annað borðið var með mun fleiri re-buy og nokkrir sem voru með mun meira af chippum en aðrir.
Ekki voru þó þeir sem náðu alla leið því leikar enduðu þannig að Timbrið tók bústaðameistarann með sigri og Bótarinn, Nágranninn og Mikkalingurinn náðu sér í verðlaun.
Mikkalingurinn tók síðustu stjörnu ársins með sigri í síðustu mótaröðinni.

Bjórmeistarar
Aftur eru það þrír sem eru jafnir í Bjórkeppninni Bótarinn og Timbrið eru annað árið í röð en Lucky kemur aftur inn í staðin fyrir Bósa.
Við munum einfalda uppgjörið þannig að menn geta mætt og gert upp bjórinn sinn (kippuna) og þeir Bjórmeistarar sem eru á staðnum fá hann og sjá sjálfir um að gera upp sín á milli…ég nenni ekki að skrá hver á eftir að gera upp við hvern þegar það eru fleiri en einn 😉

Bjólfsmeistarinn
Lucky fékk enn einn meistaratitilinn og rauðan bol og verða menn (jafnvel aðrir en Bótarinn) að fara að skila góðu tímabili og gera tilkall í meistaratitilinn.

Frábær helgi…smá sumarfrí og síðan hittumst við aftur í september, takk fyrir tímabilið og góða helgi…frábæra helgi, þið eru frábærir strákar…hlakka til að detta í pott’num með ykkur að ári =)

Read More

Búst’r

Posted by on 25. May 2016 in Bústaður | 0 comments

IMG_0135-ANIMATION3
Góð helgi að baki…meira um það síðar þegar ég hef tíma til að skrá það helsta en þangað til fær þessi mynd að rúlla hérna frá myndatökunni 😉

Read More

BÚSTAÐUR !!!!

Posted by on 20. May 2016 in Fréttir | 0 comments

Það er komið að því…

Bílar eru nokkrun vegin…
1200 Massinn, Heimsi, Timbrið (sjá um innkaup líka)
1500 Gummi nágranni, Lucky Luke (koma með varninginn & borðið)
1800 Eiki Bót, Mikkalingurinn (koma með Lommann 😉
XXXX Kári Killer (kemur með Hobbitann um kvöldið)
???? Bósi (bílar með fjölskyldunni, kemur með kjötið)
???? Iðnaðarmaðurinn kemur líklega sjálfur…
LAUG
???? Robocop (eða komiinn í bíl með öðrum í dag?)

Hvað þarf með?

 • Bjór
 • Cash
 • Bjólfshandklæðið
 • *morgunmat (ef þú vilt hafa eitthvað sérstakt annað en bjór er vissara að hafa það meðferðis)

  Matarplan
  -Föstudagskvöld
  –Borgarar
  -Laugardagur
  –Morgunmatur/Brunch og hádegismatur skellt saman (beikon, egg og meðlæti)
  –Nautalund um kvöldið
  -Sunnudagsmorgun
  –Það verða samlokur á sunnudagsmorgni áður en við förum, þannig að það þarf ekki að gera ráð fyrir neinu þá.
  Fyrir maul milli mála þá erum við með góðar gjafir sem ég lofaði að við myndum mynda okkur með 😉

  …sjáumst í dag =)

  Read More
 • 1 dagur í bústað – #bjolfur

  Posted by on 19. May 2016 in Fréttir | 0 comments

  Einn dagur í bústað og nú fara menn að taka allt sem þarf og gera sig klára. Fyrir þá sem eru duglegir að mynda þá notið endilega #bjolfur til að merkja. Ef þið póstið á instagram þá fara þær myndir sjálkrafa hérna hægra megin á síðuna…ekki erum við enn að lesa upp frá öðrum miðlum en þeir dreifast á milli þeirrra sem fylgjast með þar.

  Þannig að: merkið allar færslur sem fara frá ykkur með #bjolfur

  Read More

  2 dagar í bústað – Sjötta tímabilið senn á enda

  Posted by on 18. May 2016 in Fréttir | 0 comments

  Það er við hæfi að taka smá yfirferð á tímabilinu, en það virðist alltaf vera jafn stutt síðan tímabilið byrjaði og nýjir menn voru teknir inn. Annar þeirra byrjaði með látum þrátt fyrir að síðan hafi ekki sést mikið af þeim 😉

  Búnaður uppfærður

 • Fyrir tímabilið var nýtt Massaborð tekið í notkun en það hefur verið í öryggri “gíslingu” hjá Iðnaðarmanninum 😉
 • Neyðarbúnaðar er kominn í töskuna í töskuna ef þarf að hressa uppá einhvern við borðið 😉
 • Lokaborðið var einnig endurbætt eftir að hafa rétt komist heim í heilu lagi eftir síðustu bústaðarferð 😉
 • Einnig voru nýjir 50þ kr. chippar teknir í notkun…aðallega hugsaðir fyrir OPEN mótin þegar við erum oft farnir að nota allt sem til er í töskunni.
 • Ný tölva var tekin í notkun og var það Iðnaðarmaðurinn sem lánði okkur gamla tölvu þar sem hin var engan vegin að ráða við að halda utan um svona “stóran” og krefjandi klúbb.

  Pókerstaðir
  Það voru ekki bara nýjungar í búnaði heldur voru líka nýjir heimavellir.

 • Mikkalingurinn bauð heima á nýjan stað.
 • Við lékum í síðasta skiptið á Hjallabrautinni hjá Lucky og síðan á nýjum stað hjá honum stuttu síðar.
 • Einnig sögðum við skilið við Casa de Mass þar sem við eigum margar og góðar minningar í gegnum árum og má segja að hafi verið vagga klúbbsins á fyrstu árum hans…en við vorum orðnir vanir því þar sem það var langt síðan spilað var í skúrnum áður en hann fór í endurbætur og útleigu.
 • Iðnaðarmaðurinn er alltaf greifi heim að sækja og tókum við að vanda fyrsta spil/afmælismót hjá honum
  og hann kallar yfirleitt amk í eitt annað mót hjá sér og er hann löngu búinn að festa sér nafnbótina Besti Gestgjafinn.

  Bjólfur OPEN
  OPEN mótið í ár var styrktarmót og gekk vel og gaman að geta nýtt klúbbinn til góðs. Bóndinn og fjölskylda fá enn og aftur kveðjur og þökkum við fyrir að fá að geta hjálpað.

  Reglur
  Reglur varðandi 7-2 voru aðeins skýraðar eftir “vafamál”…ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, þá er þetta nokkuð skýrt fyrir bústaðinn (þar sem oftar en ekki koma nokkur stig).

  Afmæli
  Lomminn mætti á afmælismótið sitt og klúbbsins sem lenti einmitt á afmælisdegi beggja og átti hann gott mót.

  Read More
 • 3 dagar í bústað – 5 merki þessi að þú sért sannur Bjólfsmaður

  Posted by on 17. May 2016 in Fréttir, Húmor | 0 comments

  1. Í hvert skipti sem þú sérð bílnúmer hugsarðu um hversu góð pókerhönd stafirnir mynda.
  2. Þegar þú ert að telja og dettur í 7,8,9,10,Gosi,Drotting,Kóngur…
  2. Þegar þú biður um launahækkun og færð mótboð þá endurhækkarðu til að reyna að fá hann til að gefast upp.
  3. Þegar talað er um Hvali, bændur timbur eða Hobbita þá hugsarðu um félagana.
  4. Þegar þú ert að spila annars staðar og færð 7-2 og ferð allur inn til að ná í bjórstig.

  Read More