Pages Navigation Menu

Stráka- & pókerklúbbur

Lomminn mætir með látum

Posted by on 11. Sep 2017 in Mót | 0 comments

Það var fríður hópur sem mætti til Iðnaðarmannsins í fyrsta kvöldið á 2017-2018 tímabilinu. Við skelltum í nýjan hægindastól í tilefni stórafmælis hjá Gestgjafanum og hittumst fyrr og fórum í mat.

Read More

3 dagar í lokamótið – Reglubreytingar til umræðu í bústaðnum

Posted by on 10. May 2017 in Fréttir, Reglubreytingartillaga | 1 comment

Í bústaðnum verða tekin fyrir nokkur mál sem þarf að ákveða fyrir næsta tímabil:

 • Föst stigagjöf – hefur oft verið rætt hvort eigi að vera föst stig alltaf fyrir fyrsta sætið, óháð því hversu margir mæta.
 • Mótshaldari borgar sig ekki inn – til að hvetja menn til að halda mót.
 • Bjórgjaldið inní ársgjaldið – þannig að ekki þurfi að rukka það sérstaklega (c.a. kostnaður uppá ca 20þ)
 • OPEN mótið telur sem aukamót – þannig að aðeins 9 mót telja til Bjólfsmeistara en OPEN mótið getur komið í staðin fyrir lægstu stig og híft menn upp.
 • Annað?
  Read More
 • Bótarinn 1

  Posted by on 30. Apr 2017 in Mót | 0 comments

  Átta vaskir Bjólfsmenn mættu til Robocop á síðasta heimamótið á þessu tímabili. Timbrið nýtti það vel að búið er að leyfa ótakmörkuð endurinnkaup fyrsta klukkutímann og var það að skila sér fyrir hann á endanum…

  Röð manna sem duttu út:

  • Bósi var ekki jafn farsæll og þrátt fyrir góða byrjun þá endaði hann fyrsti maður út.
  • Iðnaðarmaðurinn fór næstur út og því ljóst að opið var fyrir aðra að taka forystuna í Bjólfsmeistarakeppninni.
  • Heimavöllurinn var ekki að gera sig nógu vel fyrir Robocop sem átti góða spretti en endaði þriðji út.
  • Stuttu síðan fór Mikkalingurinn frá borðinu sem hafði byrjað á að taka fyrsta pott kvöldsins sem var nokkuð stór en eftir það hafði lítið gerst og aðeins nokkrar hendur sem hann tók yfir kvöldið.
  • Lucky Luke fylgdi fljótlega á eftir þrátt fyrir að hafa sýnt gamla heppnistakta þá dugðu þeir ekki til þegar hann hafði níu par á móti tíu pari hjá Timbrinu.
  • Killerinn tók bubble sætið þetta skiptið og var að sjá eftir verðlaunum.
  • Bótarinn fór stuttu seinna og því aðeins einn maður sem datt ekki út í kvöld.
  • Timbrið tók sigurinn þrátt fyrir að hafa keypt sig oftast inn og verið kominn niður í upphafsupphæð á tímabili eftir að innkaup voru lokuð.

  Bjólfsmeistarakeppnin

  Spennan er nú í hámarki í Bjólfsmeistarakeppninni og er Bótarinn (47 stig) kominn með eins stigs forystu á Iðnaðarmanninn (46 stig). Mikkalingurinn (44 stig) 3 stigum á eftir efsta manni og Timbrið (43) rétt á eftir. Lucky er síðan með 39 stig og gæti átt möguleika ef menn detta snemma út í bústaðnum en næsti maður þar á eftir Bósi með 29 stig og nánast ómögulegt að það muni duga til að landa efsta sætinu eftir bústaðinn. Þannig að baráttan um meistaratitilinn í ár er ein sú mest spennandi og spurning hvort að það verði nýr meistari krýndur þar sem Bótarinn og Lucky hafa einokað þennan titil.

  Hérna er yfirlit yfir þróun stiga:

  Bjórmeistarakeppnin

  Killerinn náði sér í eitt stig en Iðnaðarmaðurinn er efstur með 6 og með það góða forystu að menn þurfa að raða inn bjórstigum í bústaðnum til að ná honum.
  Allaf er hægt að sjá stöðuna á bjórstigum á stigatöflunni og ef að einhver frétt er opnuð á síðunni þá eru upplýsingar um hliðarkeppnir hægra megin.

  Síðasta mótaröðin

  Bótarinn og Mikkalingurinn eru með forystu með 16 stig og Lucky og Timbrið með 15 stig en það á eftir að breytast mikið í bústaðnum þar sem lítil er á milli manna. Hægt að sjá stöðuna yfir þriðju mótaröðina með að raða niðurstöðun á stigatöflunni eftir “Mótaröð 3” (með því að smella á þá fyrirsögn í töflunni).

  Robocop takk fyrir heimboðið, þú færð heiðurinn af því að taka töskuna og dúkinn með í bústaðinn 😉

  2 vikur í bústað…nú þarf að skella öllu á fullt í undirbúning!!!

  Read More

  Iðanaðarmaðurinn 2

  Posted by on 1. Apr 2017 in Mót | 0 comments


  8 Bjófslmenn sóttu Iðanaðarmanninn heim sem hreinlega átti kvöldið…heimavöllurinn var heldur betur að gefa, hann tók sigurinn, þúsarann, eina bjórstigið og var bara með þetta allan tímann…enda með Bjólfshúfu á hausnum og í Liverpool bol =)

  Með þessu eina bjórstigi sem kom þetta kvöldið er Iðnaðarmaðurinn með góða 6 stiga forystu í Bjórkeppninni. Það er helmingi meira en Mikkalingurinn sem er í öðru sæti með 3 og síðan koma aðrir með 2 eða 1 og verður erfitt fyrir menn að ná að hífa sig upp með aðeins 2 kvöld eftir.

  Timbrið mætti eftir langa fjarveru og endaði á því að taka annað sætið og ná í verðlaun. Massinn sást líka aftur en þurfti að láta sér 3ja (bubble) sætið duga eftir að hafa sýnt góða frammistöðu og hangi lengi á litli. Mikkalingurinn og Bótarinn eru nú í öðru sætinu í Bjólfsmeistarakeppninni, 4 stigum á eftir Iðnaðarmanninum sem virðist ekki ætlar að láta neitt stoppa sig þetta árið.

  Read More

  Reglubreyting: Ótakmarkað re-buy fyrsta klukkutímann

  Posted by on 5. Mar 2017 in Reglubreytingartillaga, Reglur | 1 comment

  Upp kom umræða á föstudaginn að leyfa að kaupa sig inn ótakmarkað fyrsta klukkutímann. Helsta ástæðan er að ef einhver lendir illa fyrir hlé og er búinn að kaupa sig tvisvar inn þá getur hann ekkert gert af hættu við að detta út.

  Eins og staðan er í dag er mest hægt að eyða 5þ kalli á kvöldi en með þessu getur sú upphæð hækkað óendanlega. En í ljósi hvernig menn spila orðið þá held ég að það verði ekki vandamál og eru menn að meðaltali að fara með 2.5þ – 3þ á kvöldi.

  Þeir sem vilja passa sig geta alltaf tekið sér pásu fram að hléi og keypt sig þá inn ef þeir vilja hafa þak á sjálfum sér og ekki eyða meira en einhver tiltekin upphæð.

  Read More

  Bósi 1

  Posted by on 5. Mar 2017 in Fréttir, Mót | 0 comments


  10 Bjólfsmenn lögðu leið sína upp til fjalla til Bósa en hittu þar fyrir vel upphitaðan Bósa sem var sjóðheitur yfir Leeds leik…sá leikur endaði með sigri og við það tvíelfdist húsráðandinn…meira að segja svo mikið að hann gekk berserksgang og tók út fína stofuljósið sitt sem hafði verið sérvalið og síðasta eintakið á landinu þegar það var verslað fyrir ekki löngu.

  Bjórstig

  Það var rakað inn bjórstigum og 4 sem komu í hús, Iðnaðarmaðurinn heldur enn öruggri forystu og er vel settur eins og staðan er þegar 3 kvöld eru eftir.

  Kóngar og þristar
  Það var mikið af kóngum og þristum í spilunum og hérna sjáum við dæmi um tvær hendur:

  Pusi hélt að hann væri í góðum málum með 3 kónga og Robocop næstum henti frá sér fjörkunum þegar mönnum var síðan bent á að þeir mynduðu hús og tækju þannig kóngana.


  Pusi var á ferðinni með K8 á móti K6 hjá Lucky þegar að sexa á river færði spilið yfir til Lucky…dæmigerður.

  Barnastóllinn var ekki að gefa Robocop neina lukku:

  Iðnaðarmaðurinn datt snemma út og gaf því öðrum kost á að nálgast sig á stigatöflunni og Mikkalingurinn nýtti sér það og jafnaði hann í Bjólfsmeistarakeppninni…þrátt fyrir að vera hafa ekki mætt á 2 mót tímabilsins…þannig að það er hörku spenna fyrir síðustu 3 kvöldin.

  Enginn annar en Bósi stóð uppi sem sigurvegari…enda á heimavellinum og þurfti aðeins að safna í púkk fyrir nýju ljósi í stofuna 😉 Nágranninn tók annað sætið og er hægt að sjá tölfræði yfir stöðuna á stigatöflunni.

  Takk fyrir heimboðið Bósi og það eru 2 heimamót eftir, 31. mars og 28. apríl…þið sem hafið ekki haldið mót endilega bjóðið ykkur fram og takið þátt í þessu með okkur.

  Read More