Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Most Recent Articles

Boðsmótið 2023

Posted by on 14. Jan 2023 in Boðsmót, Fréttir, Mót | 4 comments

Þátttakendur á Boðsmótinu 2023

Góður hópur sem mætti til leiks á Boðsmótinu í ár, margir mættu snemma í mat og drykk sem var vel þegið að næra sig á líkama og sál fyrir spil.

Það er bara ein regla í Bjólfi….formaðurinn ræður!

(Bjólfsbróðir að útskýra klúbbinn fyrir gesti)

Byrjað var að stilla upp fyrir spilið um hálftíma fyrir áætlaða byrjun. Aðeins lengri tíma tók að kaupa alla inn og stilla upp, tengja sjónvarpið og hreinsa út þá sem duttu út á seinustu stundu og breyta viðurnefnum á þeim sem óskuðu þess ekki fyrirfram…en spil hófst líklega rétt fyrir átta (um hálftíma seinna en áætlað var).

Spilið, og blindralotur

Spilað var á fjórum borðum og blindralotur hækkuðu hraðar þegar leið á spilið til að reyna að tryggja að við myndum ná þessu innan 4 tíma og stefnt að klára spil fyrir miðnætti (svona þar sem Ljónið er bara opið til 23:00…en hafa leyfi til að vera með gesti lengur þannig að það þarf ekki að henda okkur út strax á slaginu ellefu 😉

HVAÐ ÆTLIÐI AÐ VERA HÉRNA Í ALLT KVÖLD?

(Iðnaðarmaðurinn dottinn út)

Menn voru eitthvað litlir í sér sem komust á lokaborðið og blindir komnir uppí 10þ/20þ…en þetta var bara uppsetningin og allir sátu við sama borð.

En tímalega tókst okkur að enda í kringum miðnætti þannig að þessar hækkanir í blindralotum voru að skila sér í betri tíma á mótinu (auk þess sem við tókum hópmyndina bara inní sal til að spara tíma og pissupásur voru varla til staðar 🙂

Umhugsunartími

Það má líka taka inní umræðuna um blindraloturinar að engin takmörk voru á því hvað mátti hugsa sig lengi um sem gat leitt til þess að spilarar tóku sér það tíma sem þeim hentaði.

Spurning með timer?

(ekki allir sáttir með hvað menn tóku sér langan tíma að gera)

Kom reyndar mjög góð (fleyg) setning sem útskýrir í raun núverandi reglu varðandi umhugsunartíma:

Spurt. “Hvað má hugsa lengi”…
Svarað: “Bara þangað til einhver lemur þig”

Gott veganesti fyrir næsta boðsmót að vera með einhverja reglu á umhugsunartímanum og koma því í fastara form til að láta spilið ganga hraðar.

“Ég vil bara benda þér á að þú er óvinsæl gæjinn við borðið”…viðkomandi svarar: “Nei það er reyndar ekki rétt”

(skotið fast þegar menn tóku sér góðan tíma að gera)

Regnbogar

Bjólfur notar orið regnboga fyrir veðmál uppá 1600 því þá er settur út einn grænn, einn rauður og einn hvítur og voru gestir fljótir að tileinka sér þetta þó það hafi ábyggilega einhverjir rekið upp stór augu þegar farið var að tala um regnboga við borðið.

Fokkaðirðu regnboganum?

Síðan er líka talað um stóran regnboga fyrir 6600 þegar að svartur bætist við, en það er sjaldnar sem svo há veðmál eru mikið í gangi (sérstaklega í byrjun kvölds þegar allir litir (spilapeninga) eru enn í umferð).

Hann tók tvo regnboga…svo tók hann stóran regnboga

Nafngiftir á litla og stóra blindum?

“Lítill, stór” heyrist reglulega til að minna litla blindan og stóra blindan að setja út skylduveðmálin sín. Enda er það hluti af siðareglum Bjólfs, nr. 8: “Vertu vakandi og settu blindan tímalega út” og hjálpar alltaf þegar þeir eru komnir áður en spilið byrjar og þarf að byrja á að hjálpa blindu að gera skyldur sínar.

Þú ert lítill…þú ert stór..Jón Valur þú ert bara eins og þú ert

Eitthvað var verið að leika sér með með að breyta “Lítill, stór” og gæti líka verið skemmtileg hugmynd að prófa að breyta til.

Lítill…myndarlegur

(Byrjað að breyta nöfnum á blindum)

Held meira að segja að Spaða Ásinn hafi verið farið að segja “Myndalegur, Fallegur”…en var ekki með það staðfest svo ég ætla ekki að leggja honum orð í munn hérna.

Þátttakendur í úrslitaröð:

Sigurvegarar kvöldsins
 1. Timbrið (~50þ)
 2. Rúnar Freyr (~30þ)
 3. Bjarki (~15þ)
 4. Kapteininn (~10þ)
 5. Bóndinn
 6. Trommuþrællinn
 7. Kári Killer
 8. Hr. Huginn
 9. Jón B
 10. Hjartaknúsarinn
 11. Spaða Ásinn
 12. Drottningin
 13. Spaðinn
 14. Strider
 15. Hobbitinn
 16. Mikael
 17. Eiki Bót
 18. Massinn
 19. Mikkalingurinn
 20. Alex
 21. Sleggjan
 22. Iðnaðarmaðurinn
 23. Gauti
 24. Ljósmóðirin
 25. Lucky Luke

Aðrar fleygar setningar

Þér fannst þetta skemmtilegt…ég heyrði það

(verið að segja Hobbitanum að hann sé lítill (litli blindi))

Viljiði aðeins róa ykkur

(Pressa á Hobbitanum eftir að hann hækkaði)

“Jæja nú ætla ég bara að vera rólegur öllum spilum”…”Þú sagðir það áðan”…”Já ég bara ræð ekki við mig”

(Massinn um mitt spil)

Viltu vinna þína vinnu vinur

Svo erum við Lucky hérna bara ef vantar aðstoð

(Iðnaðarmaðurinn og Lucky báðir dottnir út og að labba um)

Ég er allur inn með áttatíu og fimm

(hei og þetta rímaði)

Styrktarsöfnunin

Þáttakendur voru duglegir að styrkja Minningarsjóð Jennýjar Lilju og söfnuðust 143þ þegar búið var að telja seðlana úr styrktarbikarnum og bæta við því sem aðrir sem komumst ekki höfðu millifært á sjóðinn. Virkilega vel gert og fallegt af öllum og ég veit að foreldrarnir senda innilegar þakkir ❤️

Fyrir þá sem vilja styrkja sjóðinn þá eru upplýsingar um framlög hægra megin á https://minningjennyjarlilju.is/

Takk allir

Kærar þakkir til allra sem mættu, frábær samverstund með æðislegu fólki…sjáusmt aftur að ári.

Myndir

Nokkrar myndir frá kvöldinu

Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. “You fool me once…” svo bara man ég ekki rest

Read More

Bjólfur XIII – fjórða kvöld

Posted by on 10. Dec 2022 in Fréttir, Mót | 0 comments

Bjólfsbræður í desember 2022

Tíu Bjólfsbræður mættu til Lucky á fjórða kvöldið og sumir létu sjá sig vel fyrir mót til að fá pizzu í tilefni afmælisdagsins…enginn pottur heldur kominn hérna…en gaman að fá menn aftur í hús eftir langt hlé og aðeins að hjálpa til við að drekka af krananum =)

Ég læt ekki saka mig um að svindla…hef aldrei gert það

Ónefndur Bjólfari

Það var ákveðin spenna fyrir titilbaráttunni þar sem ljós var að Massinn myndi ekki mæta og 5 stiga forystan hans myndi þá hverfa og þeir sem hafa mætt á öll mótin myndu taka frammúr honum.

Bjór

Það var 400% aukning í bjórstigum og eftir að aðeins eitt stig hafði skilað sér í hús þá komu þrjú stig í hús. Eru þá Bótarinn, Lucky, Ásinn og Robocop allir jafnir í forystunni um Bjórmeistaratitilinn.

Sjöa-tvistur heldur reyndar ítrekað áfram að koma eftir fyrstu 4 loturnar (fyrstu 2 tímana) og ef menn spiluðu ekki á það endaði það bara með að menn hentu frá sér húsi 😀

Þú hefur alltaf verið fífl

Ónefndur Bjólfari

Sögustund

Lomminn á góðri stund í sögunni

Það var ákveðin eftirvænting eftir sögustundum og nýjar sögur prufukeyrðar…allar verða svo sagðar síðar (og sérstklega í bústaðnum) þannig að það er gott að æfa þær 🙂

Vitiði hver var hjá Gísla Marteini í kvöld?…nei ekki segja…ætla að láta það koma mér að óvart 

Ónefndur Bjólfari
Sögustund í gangi

Spilið

Það var spilað á tvemur borðum og eitthvað af endurinnkaupum fyrir hlé…en eftir hlé hófst alvara spilsins og menn fóru að detta út.

Lomminn hafði safnað nokkrum spilapeningum og meðal annars fengið Lucky til að henda frá sér drottningum á hendi…en þessi langferð í póker endaði á því að hann varð fyrstu frá borðinu.

Mikkalingurinn var næsti maður til að standa upp frá borði og ákvað að hleypa enn meiri spennu í Bjólfsmeistarakeppnina þar sem hann var efstur af þeim sem mættu í kvöld.

Þá voru eftir átta og sameinað á lokaborð.

Lokaborðið + Lucky á bakvið myndavélina 😀

Robocop byrjaði svakalega þar sem enginn réð við hann og leit út fyrir að hann ætlaði að fara að endurtaka annað kvöldið í mótaröðinni en endaði svo þriðji út.

Spaða Ásinn var annar út á lokaborðinu en hann er einn fjögurra sem hefur mætt á öll kvöldin og er nú í fjórða sæti þar (aðeins tvemur stigum for toppsætinu).

Iðnaðarmaðurinn var búinn að leika á alls oddi en ná ekki lengra en 6. sætið og náði ekki að halda áfram á verðlaunabrautinni frá síðasta móti.

Hobbitinn varð að láta sér lynda 5. sætið og náði ekki að sýna sinn innri hobbita og hanga lengra.

Timbrið náði að sjá í gegnum Lucky þegar fjórir tíglar voru í boði og sjá með 8 í þeirra von að Lucky væri með lægri tígul…sem reyndist rétt því hann var ekki með neitt. Um það leiti var Timbrið kominn með stæðsta staflann fyrir framan sig en nokkrum spilum seinna hafði það breyst og steig frá borði í 4. sæti.

Kapteinninn heldur áfram að daðra við verlaunasæti og tók bubble sætið í kvöld. En hann hefur mætt á öll mót og tók forystuna í titilslagnum.

Þá var lokarimman á milli Lucky og Bótarans.

Sigurvegarar kvöldsins

Lucky var búinn að vera að spila vel á heimavellinum og leit út fyrir að “húsið vinnur alltaf” gæti staðist. Nældi sér í bjórstig, tapaði góðum stafla til Timbursins en vann hann svo aftur…fékk afmælishöndina sína ítrekað.

Bótarinn hafði spilað gott mót…gosar höfðu verið að sýna sig í kvöld og eftirminnileg hönd var þegar Bótarinn var með fjóra gosa á mótu fullu húsi hjá Robocop fyrr um kvöldið.

Lokarimman var með blinda í 5þ/10þ þannig og spiluðu þeir hratt og nokkuð margar hendur. Lucky var mun stærri þegar rimman byrjaði en það breyttist fljótt og Bótarinn fór að vinna á.

Tvisvar kom það fyrir að þeir voru báðir allir inn, báðir með Ás-Fjarka og split.

Lucky varð á endanum að játa sig sigraðan og tók annað sætið sem og annað sætið í titilbaráttunni ásamt Bótaranum.

Bótarinn tók sigurinn sem átti það vel skilið eftir að hafa hitt á 44 fyrr um kvöldið (afmælisárafjöldann hjá Lucky sem hann hafði lofað að fara allur inn á).

Vel bolaðir á kantinum

Titilbaráttan

Massinn setti spennu í titilslaginn og Mikkalingurinn líka með að hleypa öðrum að…af þeim sem hafa mætt á öll mót (og eru enn líklegri en aðrir til að taka titilinn) er staðan hnífjöfn og aðeins 3 stig sem skilur að fyrstu 5 sætin:

 • 65 stig – Kapteinninn
 • 64 stig – Eiki Bót
 • 64 stig – Lucky Luke
 • 63 stig – Spaða Ásinn
 • 62 stig – Mikkalingurinn

Frekari upplýsingar á stigatöflunni.

Yndislegt kvöld eins og alltaf og sjáumst næst á Boðsmóti Bjólfs í janúar.

Hann er svartsjúkur

Ónefndur Bjólfari
Read More

Bjólfur XIII – þriðja kvöld

Posted by on 5. Nov 2022 in Fréttir, Mót | 0 comments

Bjólfsbræður í nóvember 2022

Það var flottur hópur sem mætti til Hr. Hugins í gær á þriðja kvöldið í 2022-23 tímabilinu…betur þekkt sem Bjólfur XIII. Það fór rosalega vel um að vanda og þó ekki væri kominn pottnum þetta árið þá kom það ekkert að sök og gott að eiga það inni til að toppa 🙂

Bjór

Fullt af mönnum sem gerðir upp þakkir sínar við bjórguðinn og það voru jólin hjá Kapteininum…sem mátti nú bara þakka fyrir að komast með allar byrgðirnar heim 🙂

Fyrsta bjórtsig tímabilsins


Bjórstig

Þegar að loksins var búið að gefa nóg til bjórguðsins hlaut að koma að því að bjórstig kæmi í hús og var það Bótarinn sem tók fyrsta stigið á tímabilinu.

Hann leiðir því alla með einu stigi meira en allir aðrir 😀 og með þessu áframahaldi gæti verið að það verði bara þrjú stig sem skila sér…eitt í hverri mótaröð 🙂

Sögustund

Sögustund í hléi

Það var mikil eftirvænting fyrir hléi þ.s. þurfti að fara yfir nýjar sögur og alltaf gott þegar þeim er haldið til haga og byrjað að fínpússa þær fyrir framtíðina 🙂

Spilið

Eftir hlé, sögustundir og hlátrasköll hélt spilið áfram og alvar tók við þegar menn byrjuðu að detta út.

Bennsi var fyrstur til að standa upp…kannski ekki vanur að spila svona mikið þ.s hann mætti líka á síðasta mót 😉

Hr. Huginn var ekki að fá heimavöllinn með sér og næstur frá borði á fyrsta kvöldinu sínu í ár en fékk nýjan bjólfsbol.

Bótarinn var þriðji maður út, eftir gott gengi á síðasta kvöldi náði hann ekki að fylgja því eftir.

Þá voru átta eftir og sameiðan á lokaborðið.

Killerinn sem ákvað að mæta á síðustu stundu varð að láta sér nægja að fá nýjan bjólfsbol, en kominn með eitt kvöld.

Kapteinninn náði ekki að halda áfram að vinna sig upp um sæti og 7. sætið raunin í kvöld eftir að hafa byrjað á 4. sæti á fyrsta kvöldi og 3. sæti síðast.

Lucky hélt hann fengi að hirða blinda þegar hann fór allir inn með snjókalla (áttupar) en Massinn hugsaði sig vel og lengi um og sá hann með tíur og Lucky út í 6. sæti.

Sigurvegarar kvöldsins

Spaða Ásinn hélt áfram góðu gengi og þó það væri bara 5. sætið í kvöld þá landaði hann 3. sætinu í fyrstu mótaröðinni og kom því út í plús á kvöldinu.

Massinn mætti ákveðinn til leiks og var ekkert að gefa afslátt þó að Robocop væri fjarverandi og þeir í mestu keppninni um meistaratitilinn. Massinn endaði í 4. sæti í kvöld en langhæðstur í mótaröðinni og þar sem meistarakeppninni.

Hobbitinn varð að láta sér nægja að taka bubble sætið, þrátt fyrir að hafa verið seigur með 6-2…og fagnaði grimmt og öskraði “…og lægsta spilið” þear tvistur á river bjargaði honum stuttu áður frá því að detta út.

Iðnaðarmaðurinn landaði 2. sætinu og

Mikkalingurinn heldur áfram að bæta sig, fyrsta kvöld 7. sæti, annað kvöld 5. sæti og nú sigur og náði í annað sætið í mótaröðinni og bjólfsmeistarakeppninni.

Staðan

Massinn er með gott forskot eftir fyrstu mótaröðina með 55 stig og fimm stigum á undan Mikkalingnum. Bótarinn er eini maðurinn með bjórstig. En það er nóg eftir af tímabilinu og enn sex sem hafa mætt á öll kvöldin, erfiðara fyrir aðra að vinna upp það forskot.

Allar nánar um stöðuna á Bjólfsmeistarinn 2023 (og staðan hérna fyrir ofan).

Frábært kvöld á frábærum stað <3

Read More

Bjólfur XIII – annað kvöld

Posted by on 8. Oct 2022 in Fréttir, Mót | 0 comments


Bjólfsbræður í október 2022
Bjórfórn

Bjór

Timbrið færði sínar fórnir til Bjórguðsins og tók hann á móti þeim…þó svo að það væri ekki það sem hann hafið óskað sér þá var hann ekkert opinberlega með neinar yfirlýsingar um bölvun eða vont gengi.

Annað kvöldið í röð komu engin bjórstig í hús og eru því allir jafnir með engin stig.

Spilið

Það var spilað á tvemur borðum og máttu menn sitja þröngt á “nýja” hliðarborðinu sem Iðnaðarmaðurinn var búinn að redda (eftir síðustu uppákomu á hliðarboðinu 😉

“Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað margar gamlar konur hafa spilað við þetta borð”

-umsögn um “nýja” boðið hjá Iðnaðarmanninum

Á hinu borðinu var spilað grimmt og byrjaði Robocop að stafla sig vel upp og búinn að margafalda sig eftir nokkur spil og menn duglegir að kaupa sig aftur inn.

Menn höfðu nú ekki miklar áhyggjur af því hvað gerðist fyrir hlé þ.s. það snýst oft eftir hlé.

Timbrið var fyrsti maður til að yfirgefa spilið…spurning hvort Bjórguðinn hafi eitthvað átt þátt í því þar sem hann fékk ekki það sem hann óskaði sér (kannski öruggara að færa honum það sem hann biður um 😉

Næsti maður úr spilinu var Lucky sem hafði lítið gert eftir að hafa farið allur inn í fyrsta spilin á móti Robocop sem tók hann á river…sem var eitthvað sem Robocop gerði oftar um kvöldið.

Bennsi náði inná lokaborðið en tók lítið að chippum með sér þangað og endaði fljótt allur inn án þess að skoða spilin og endaði með alls ekki neitt. Á þessum punkti voru LANG flestir chippar hjá Robocop sem var búinn að halda sínu striki frá fyrsta spili.

Lokaborðið séð frá Spaða Ásnum (sem vantar á myndina)

Spaða Ásinn náði ekki jafn langt í þetta skiptið og endaði fjórði maður út.

Heimavöllurinn dugði ekki lengra fyrir Iðnaðarmanninn sem var fimmti út…endaði á að vera tekinn af Robocop á river.

“Af hverju er ég með þúsarann?”…”Það eru svaka læti þér…var rosa rólegt hérna áður en þú komst”

-Iðanarmaðurinn og Massinn að spjalla við upphaf sameiningar á lokaborð

Mikkalingurinn játaði sig sigraðan næstan og Kapteininn fylgdi honum stuttu eftir.

Þegar hér var komið sögu voru Massinn og Bótarinn með örfáa spilapeninga…Massinn þó stærri…en nánast allir chippar voru enn hjá Robocop.

Sigurvegarar kvöldsins

Massinn fór allur inn og var séður af Robocop (enda minnkaði ekkert í staflanum hans) sem sendi Massann í bubble sætið.

Bótarinn gerði heiðarlega baráttu og náði eitthvað að stækka sig en tók svo fljótlega annað sætið.

Robocop byrjaði fyrstu hönd kvöldins á að hreinsa upp Lucky og tók allnokkra á river…það átti enginn roð í hann og hélt hann forystunni frá fyrsta til síðasta spils. Án þess að glugga í bókhaldið þá telur greinahöfunur líklegt að Robocop hafi ekki tekið sigur síðan hann náði sínum fyrsta sigri í bústanum 2013…þá þurfti hann reynar að hafa meira fyrir honum…þurfti engan dramaleik í kvöld ;). Sannfærandi sigur frá upphafi til enda og augljóst að Robocop er mættur.

Bjólfsmeistarakeppnin

Massinn leiðir nú með 38 stig, Robocop í öðru með 37 og Kapteininn og Spaða Ásinn með 33 stig þegar að eitt kvöld er eftir í fyrstu mótaröðinni.

Allar frekar upplýsignar í STAÐAN (hérna fyrir ofan) eða á Bjólfsmeistarinn 2023

Verðlaunafé var breytt fyrir þetta tímabil og fer nú meira í mótaraðirnar (bústaðapotturinn færður inní mótin) og áætlað að fyrstu þrjú sætin fyrir þessa mótaröð verði 14 þúsund fyrir fyrsta sæti, 8 þúsund fyrir annað sæti og 5 þúsund fyrir þriðja sæti…þannig að það er spennandi keppnin í mótaröðinni sem klárast á næsta kvöldi og verður þá greitt út.

Skemmtilegt að sjá að nýja menn vera að skáka fyrrum Bjólfsmeisturum og verður spennandi að fygljast með hvernig tímabilið þróast og menn ná að halda þetta út eða gömlu meistararnir taki þetta á þrautsegjunni.

Read More

Breytingar á verðlaunafé

Posted by on 1. Oct 2022 in Reglur | 0 comments

Breyting var gerð fyrir XIII tímabilið að ekki er lengur verið að leggja 500 kall af buy-in í bústaðapott. Hann hefur verið færður alfarið yfir í verðlaunafé fyrir mótaröðina og ætti því að koma þeim sem sem mæta vel í mótaröð en ná kannski ekki í verðlaunasæti en ná í eitt af efstu sætunum í mótaröð (3 kvöld telja í mótaröð).

Þannig að engin breyting er á buy-in, aðeins verið að leggja niður bústaðapottinn sem var settur á til að auðvelda með kostnað við bústaðaferðir (og hugsanlega auka verðlaunþar)…en með hækkunum á árgjöldum hefur það verið mun minna mál síðustu ár og því óþarfi í dag.

Verðlaunafé fyrir mótaraðir mun því tvöfaldast frá því var, og verða c.a. 12/7/5 þúsnd (en var áður 6/3/2) og því verið að gera meira fyrir þá sem standa sig vel í þremur kvöldum sem telja í mótaröð.

Þetta gæti orðið til þess að færri 500 kallar koma inn og gæti breytt hvernig verðlaunum er skipt og verður jafnvel meira nálgað uppí þúsund héðan í frá.

Read More
 1. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. "you fool me once..." svo bara veit ég ekk rest. en…

 2. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju. Ást og friður. þið eruð…

 3. Boðsmót Bjólfs verður haldið föstudaginn 13. janúar á Rauða Ljóninu. Spilið mun hefjast klukkan 19:30 en spilarar eru hvattir til…