Pages Navigation Menu

Stráka- & pókerklúbbur

Most Recent Articles

Bústaðurinn 2021

Posted by on 4. Jul 2021 in Fréttir | 0 comments

Bjólfsbræður í bústað 2021

Það var nokkuð ljóst að það var komin mjög mikil bústaðargredda í menn og sumir gátu ekki einu sinni beðið eftir föstudeginum og þurftu að taka út mesta spenninginn á fimmtudeginum…og þurftu jafnvel virkilega á því að halda 😉

En það var næstum fullt hús sem mætti til leiks í 2021 bústaðinn…bara einn Bjólfsbróðir fjarverandi í þetta skiptið og var hans sárt saknað.

Sögustund

Það sást vel á mönnum á föstudeginum að það var mikið uppsöfnuð spenna eftir að hafa misst af 10 ára ferðalaginu til Prag sem átti að vera bústaðurinn í fyrra…held að enginn hafi drekkt sorgum sínum en mennn fögnuðu því að geta hist á ný í bústað. Sögur segja að það hafi ekki verið jafn mikil drykkja síðan á Flúðum 2014 og sumir sem slógu jafnvel ný met í þessari ferð =). Hér mætti taka dæmi eins og Sjúgum Rass Prinsessan, leiktækin og litlu börnin…en það eru sögur sem við leyfum bara þeim sem voru á staðnum að eiga =) En menn eiga að bara við sig hvernig þeir nýta þennan tíma og hvað þeir gera til að skemmta sér og um að gera að allir hjálpist að við að gera það sem best þarna eins og öll önnur kvöld sem við hittumst.

Spilið

Lucky plataði einhverja sem kunnu ekki reglurnar og fór með rangt mál og ekki voru allir á eitt sáttir. Lucky fletti upp reglunum í hléi og leiðrétti sig og menn urðu bara að taka því…það geta allir flett upp reglunum og uppfært sjálfa sig hvenær sem þeir vilja 😉

Tímaþröng og drama settu aðeins strik í reikninginn þegar menn þurftu að fara að gera upp einhver atriði sem tengdust spilinu ekki neitt og eitt borðið var í háflgerðum lamasessi um stund og settu stjórn í smá bobba í sínum fyrsta bústað…en á endanum náðu allir að setjast niður og klára spilið.

Fyrstu menn út voru: Lomminn, Pusi, Iðnaðarmaðurinn, Timbrið og á eftir þeim yfirgaf Mikkalingurinn spilið og því nokkuð ljóst að hann væri ekki að fara að taka meistaratitilinn þar sem Lukcy var bara einu stigi á eftir og engin merki á þessum tímapunkti að hann væri að fara og þurfti bara að lifa af nokkur sæti í viðbót til að vera öryggur frá Kapteininum sem var 9 stigum á eftir.

Hobbitin var næstur út og þrátt fyrir að ná ekki langt í bústaðnum þá var hann í góðri stöðu í síðustu mótaröðinni eftir gott gengi í fyrstu tvemur mótunum og endaði í 2. í síðustu mótaröðinni.

Robocop, Nágranninn, Killerinn, Bensi, Bótarinn fylgdu á eftir og næstur var Kapteininn sem náði ekki að stela Meistaratitilinum en náði að smella sér uppí 3. sætið í mótaröðinni sem og að næla sér í Bjórmeistarann 2021 með 5 stigum.

Hr. Huginn tók bubble sætið og rétt missti af verðlaunasæti í fyrsta bústaðnum sínum og 4 eftir.

Verðlaunahafar

Massinn tók 4. sætið og ekki hægt að segja annað en það fór rosalega vel um hann í þessu sæti og sló enn eitt nýtt met:…”fyrstur til að sofna í miðju spili og vinna samt til verðlauna” 😀

Spaða Ásinn nældi sér í 3. sætið annað mótið í röð og skildi Heimsa og Lucky eftir í lokarimmunni.

Heimsi endaði á að landa Bústaðameistaratitlinum 2021 og Lukcy tók Bjólfsmeistarann og sigur í síðustu mótaröðinni.

Pottnum

Pottnum

Það var pínu þema í ár: EKKI SVETTA POTTNUM og það má með sanni segja að það hafi átt við…eða ekki…þar sem stærsti skandallinn var pottnum! Það var skvett aðeins í honum á föstudeginum þannig að hann var varla nothæfur eftir það þar sem þetta var upphitaður og ekkert hægt að bæta í hann eða eiga við hann…þó að sumir hafi látið sig hafa það 😉

Stjórnin

Varningur kynntur

Stjórnin stóð sig með príði á tímabilinu og í bústaðnum og ánægjulegt að fá ferska menn inn og verður gaman að sjá hvernig þetta þróast hjá okkur komandi tímabili/árum.

Margt sem menn gætu viljað ræða og spá í eftir bústaðinn. Dagskrá á bústaðahelgi og aðrir hittingar eru bara eitthvað sem að allir geta komið með uppástungur til stjórnar og aðstoðað hana við að halda utan um klúbbinn.

“Heilt yfir, geggjaður hópur og geggjaður tími…”

Nokkrar myndir

Read More

Varningurinn 2021 – Bjólfur/Baywatch sundbuxur

Posted by on 10. May 2021 in Varningur | 0 comments

Langþráður draumur rættist hjá Bósa þegar að LOKSINS! fengum við merktar sundbuxur…hann er búinn að óska eftir þessu í mörg ár og loksins ný stjórn sem lætur verða af þessu…enda eru þetta með eindæmum geggjaðar buxur sem voru kynntar með mögnuðu myndbandi.

Read More

Ekki skvetta pottnum

Posted by on 9. May 2021 in video | 0 comments

Þar sem sjö ár eru liðin síðan Bjólfsmenn spila var gefið út var ákveðið að smella í nýjan slagara í tilefni þess að við komumst aftur í bústað eftir að hafa neiðst til að taka frí frá þeirri hefð í fyrra.

Read More

Heimamót hjá Lucky

Posted by on 17. Apr 2021 in Fréttir, Mót, Myndir | 0 comments

Vaðandi í góðum félagsskap á föstudagskvöldi

Það var föngulegur sem hittist hjá Lucky í gærkvöldi eftir að mótinu hafði verið frestað um viku til að tryggja að samkomutakmarkanir myndu leyfa fleiri en tíu ef það yrði góð mæting…og líka allir meira til í að hittast ef hægt er 😉

Logabjór var með opinn bar sem rann vel ofan í þá sem voru í ölinu og tókst að fara í gegnum einn kút og byrja á næsta þegar farið var að líða fram á nótt með gítarspili og tilheyrandi fjöldasögn =)

Bjórkeppnin

Aðeins eitt bjórstig kom í hús og var það gestgjafinn sem nældi sér í stigið í fyrsta spili. Staðan er þá fyrir síðasta kvöldið að Kapteininn er með forystu en aðrir eru að læðast uppað honum:

 • 5 stig – Kapteininn
 • 4 stig – Bósi & Lucky
 • 3 stig – Mikkalingurinn & Hr. Huginn
 • 2 stig – Spaða Ásinn
 • 1 stig – Nágranninn, Bensi, Lomminn, Massinn, Heimsi & Bóndinn

Spilið

Leikar hófust á tvemur borðum og fyrir utan bjórstig á fyrstu hönd hjá Lucky þá bar hæðst þegar Bótarinn var kominn með lítinn stafla og sagðist bara þurfa þrjú all in til að ná sér upp sem hann og gerði…og endaði í 11 all in sigrum hjá honum.

Nýliðinn og yngstur við borðið var fyrstu til að detta út og með því var komið að sameiningu.

Hr. Huginn fyrstur út og sameinað á Lokaborðið

Það virsti sem að ætti að taka menn út í aldursröð þegar Bensi var tekinn út og Kapteininn svo á eftir honum…Lucky því að svitna þar sem hann var næstur í aldursröðinni en það endaði svo að kóngapar hjá Bósa varð að játa sig sigrað af ásapari og álögum á aldursröðinni þannig létt.

Bótarinn datt næstur út og Hobbitinn leit niður á 44 og fór allur inn þegar 973 var í borði á móti Mikkalingnum sem sýndi 77 og eini möguleikinn var að fá tvö fjarka sem létu ekki sjá sig.

Þá voru Mikkalingurinn, Spaða Ásinn og Lucky eftir og allir komnir í verðlaunasæti þar sem það var skellt í 3 sæti í tilefni þess að vera að hittast í raunheimum =)

Stofupartý og síðustu þrír við borðið…og Kapteininn að halda utan um mótið

Spaða Ásinn vs. spaða ásinn

Spaða Ásinn leit niður á ÁQ og ýtti öllum chippunum inn á móti Lucky sem tilkynnti að hann gæti ekki annað en séð fyrsta hann væri með spaða ásinn á móti Spaða Ásnum og sýndi Á6.

Lucky var ekki jafn ánægður að sjá drolluna hjá Spaða Ásnum þar sem kellingarnar voru búnar að vera mikið á ferðinni allt kvöldið…en fyrsta spil upp var 6 með 5K og spaða ásinn kominn með hjálp var sexunni. Nú þurfti Spaða Ásinn bara að fá drottningu til að bjarga…en það fór svo allt til helvítis fyrir Spaða Ásinn þegar 6 mætti á turn og lítil sárabót að Q lét sjá sig á river.

Spaða ásinn dugði þá til að taka út Spaða Ásinn og Lucky með ágætis forystu á Mikkalinginn þegar komið var að lokarimmunni.

Lokarimman

Mikkalingurinn byrja að berjast við að minnka staflann hjá Lucky og fór allur inn og Lucky sagðist ekki vilja sjá ás á móti sér og sýndi KQ og þá sýnir Mikkalingurinn Á7…fyrsta spil í borð og er svo 7 og ásinn kominn með enn meiri hjálp en á eftir komu 2K og kóngarnir góðir og bara ás eða sjöa til að bjara Mikkalingnum…turn var 10 og river 3 og Lucky tók sigurinn á heimavelli með kóngum yfir sjöur.

Bjólfsmeistarinn 2021

Lucky náði að saxa eitt stig á Mikkalinginn og munar nú aðeins einu stigi á þeim fyrir lokamótið. Kapteininn er orðinn 9 stigum á eftir og þarf að treysta á að hinir detti snemma og út næst og hann komist langt til að eiga möguleika á sigri. Allar nánari upplýsingar um stöðuna er hægt að skoða á Bjólfsmeistarinn 2021.

Þetta kvöld er bara eins og í bústað

-Bjólfsbróðir (í gær)

Myndir

Read More

Enn eitt rafmótið

Posted by on 27. Mar 2021 in Mót | 2 comments

Það var skellt í samkomubann í vikunnig þannig að við skelltum okkur aftur í rafmót…óhætt að segja að menn voru ekkert ofsakátir með það…en vissulega gaman að þeir sem voru langt í burtu og í bústað gátu mætt.

10 fræknir bjólfsbræður mættu á rafmót og níu í spjall á netinu.

Allir á sínum stað…og Formaðurinn passaði uppá að representa þann sem var ekki á spjallinu 😉

Menn voru mikið að leika sér með bakgrunna í netspjallinu…Kapteininn fær alveg sérstakt kúdos fyrir að googla myndir af mönnum og nota í bakgrunna =)

Bjórstig

Nokkur stig komu í hús…Kapteininn er nú efstur með eitt stig á Bósi með 4 stig…Mikkalingurinn, Lucky og Hr. Huginn með 3 og Spaða Ásinn með 2…síðan sex aðrir með eitt stig…þegar tvö kvöld eru eftir.

Spilið

Strax í byrjun tóku Hr. Huginn, Mikkalingurinn og Bósi að safna spilapeningum…Bósi var eini þeirra sem náði að halda því út og var að sýna gamla frá upphafsárum klúbbsins.

 • Heimsi var fyrstur út og nældi sér í 11 stig
 • Bótarinn 12 stig
 • Hr. Huginn 13 stig
 • Kapteinn 14 stig…ekki að saxa á forystuna hjá Mikkalingnum (er nú 4 stigum á eftir 1. sæti og 2 stigum á eftir Lucky)
 • Mikkalingurinn 15 stig…þannig að hann tók bara einu stigi frammúr Kapteininum
 • Lucky 16 stig…náði einu stigi á Mikkalinginn…nú eru bara 2 stig sem Mikkalingurinn hefur á hann…þannig að Bjólfsmeistarabaráttan er enn æsispennandi milli þriggja)
 • Lomminn 17 stig…bubble sætið
 • Hobbitinn 18 stig…3 sætið
 • Nágranninn 19 stig…2 sætið
 • Bósi 20 stig…1 sætið…var nokkuð vel settur að spila úr bústaðnum =)
 • …allar frekar upplýsingar eru á stigatöflunni og á Bjólfsmeistarinn 2021

Fleygar setningar kvöldsins

 • “Nennirðu að segja dóttur þinni að ná í bjór fyrir mig”
 • “Jæja Bósi ég get ekki reddað þér núna”
 • “Þú ert my nr. 1 fan boy”
 • “Lucky ertu hættur að spila?”
 • “ÞAÐ ER HÆGT AÐ SETJA Á MUTE!”
 • “Kim Young Ung…ég næ þessu bara ekki”
 • “Allir úr í pottnum”
 • “Ég get ekki foldað blöff…eða blöffað fold”
 • “HEI NÚMER TVÖ….RÓLEGUR!”
 • “Lomminn drekkur ekki einu sinni bjór…hann er bara að feika þetta”
 • “Lomminn myndi ekki ljúga..hann er náttúrulega stjórnmálamaður”
 • “HVAR FANNSTU ÞESSA MYND?”…”Þetta er fyrsta myndin sem ég fann þegar ég googlaði þig”
 • “Þetta var geggjað spil”
 • “Ég ætla að biðja þig um að vera ekki að blóta…eyrun mín eru ekki ruslatunnur”
 • “Ef þú smellir á hann…þá færðu hann stórann”
 • “Ég átti aldrei von á því að þú myndir gefa boltann”
 • “Æ, geturðu rétt mér lakóst sokkana mína”
 • “Ég lenti í því áðan að halda að ég væri með lit…en svo var ég ekkert með lit”

Þá er síðasta heimamótið eftir 3 vikur…og þar sem það er innan takmarkana verður það að öllu óbreyttu rafmót…vonandi náum við að hittast í bústaðnum í maí =)

Baráttan um Bjólfsmeistarann er æsispennandi…sem og baráttan um Bjórmeistarann 2021…2 kvöld eftir…hvernig fer þetta..munum við hittast í bústað eða endar árið rafrænt?

Read More

Fyrsta heimamótið hjá Hr. Huginn

Posted by on 6. Mar 2021 in Fréttir, Mót | 0 comments

Bjólfsbræður í mars 2021

Það var föngulegur hópur sem mætti í nýjan leikvöll hjá Hr. Huginn þar sem menn voru í góðu yfirlæti hjá nýliðanum.

Bjórstig

Hr. Huginn og Kapteininn nældu sér í sitt hvort bjórstigið. Með því jafnar Kapteininn Bósa í Bjórmeistarakeppninni með 4 stig.

Hr. Huginn er þá með þremur öðrum með 2 stig og spurning hvort menn náði að safna sér inn stigum og stela titlum á næstu kvöldum.

Spilið

Það var spilað á tvemur borðum, bláa og rauða, og fyrsti maður út var Pusi…spurning hvort hann sé að fá nægilega pókeræfingu fyrir norðan =)

Mikkalingurinn fylgdi á eftir og gestgjafinn Hr. Huginn í framhaldinu og var þá sameinað á lokaborðið.

Lokaborðið séð frá Lucky

Killerinn var næstur til að standa upp og Kapteininn fylgdi á eftir.

Timbrið var með Þúsarann á sér eftir sigur á síðasta móti og varð að játa sig sigraðan gegn Lucky.

500 kallinn?

Nágranninn var á þessum tímapunkti búinn að vera að hanga á 500 kalli og orðin spurning hvað hann myndi gera úr honum…hvort þetta myndi enda sem einhver geggjuð endurkoma og hann væri jafnvel að fara að vera kallaður 500kallinn héðan í frá…hann endaði samt með að tapa þessum eina spilapening og vera næsti maður frá borðinu.


Vaðandi í kellingum

Iðnaðarmaðurinn var næstur frá borði og tók bubble sætið. Hann þurfti að játa sig sigraðan gegn fjórum kellingum hjá Bennsa og í annað skiptið sem ferna fór illa með hann í kvöld


Lokarimman

Þá voru þrír eftir, Massinn, Bennsi og Lucky. Massinn var búinn að vera að hanga aðeins síðustu spil en endaði allur inni í fyrsta spilinu í þriggja manna spilinu…og hinir sáu.

Í borð kom 367 og Bensi og Lucky fór að veðja í hliðarpott og Q kom á turn og 5 á river. Bennsi fór allur inn með 43 með röð frá þrist uppí sjöu en á eftir honum var Lucky með 48 og röð sem náði uppí átta og því var kvöldinu skyndilega lokið með sigri hjá Lucky á kvöldinu.

Sigurvegarar kvöldsins

Bótarinn og Bósi mættu ekki þrátt fyrir að hafa verið að leiða mótaröðina, þannig að Lucky, Nágranninn og Kapteininn náðu að skríða uppfyrir Mikkalinginn sem hafði 3 stig í forskot á Lucky sem tók mótaröðina.

Sigurvegarar í annari mótaröðinni

Bjólfsmeistarinn 2021

Staðan í Bjólfsmeistarakeppninni er æsispennandi eftir úrslit gærkvöldins þ.s. Mikkalingurinn var einstaklega góður á afmælisdaginn sinn og leyfði Lucky og Kapteininum að saxa aðeins á forskotið.

Mikkalingurinn hefur nú 3 stig á hina…þannig að það getur allt gerst þegar 3 kvöld eru eftir og mjótt á munum. Hægt að skoða meira stöðuna og þróunina á Bjólfsmeistarinn 2021.

Næsti staður…næsta spil

Ekki var þar sem öll sagan sögð því eftir frekar snöggan endi á spilinu fóru einhverjir að ræða um að taka annað spil…og einhvernvegin fór umræðan í að menn vildu komast í bjórdæluna hjá Lucky og enduðu því fimm fræknir á því að fá far þangað þar sem spilað var fram á nótt.

Þar var mikið skeggrætt og óhætt að segja að fókusinn hafi ekki verið allan tíman á spilinu…jafnvel sögulegir viðburðir og áhugaverðar heimferðir =)

Read More

Fyrsta heimamót í 250 daga

Posted by on 7. Feb 2021 in Fréttir | 0 comments

Bjólfsbræður ánægðir með að geta hist á ný

Það voru glaðir bræður sem hittust aftur eftir hátt í ár af fjarspilum fyrir utan eitt lokamót í maí.

Bjórinn

Einhverjir gerðu upp bjórinn sinn…frá því í fyrra og jafnvel nokkur ár aftur líka 😉 og sumir sýndu hvað í sér býr og gerðu upp bjórinn sinn þó þeir væru nýjir og skuluðu ekki neitt…Hr. Huginn alveg að stimpla sig inn með að smella kippu á Mikkalinginn =)

Fyrsta (heima)mótið var (að vanda) haldið hjá Iðnaðarmanninum og það eru alltaf allir í góðu yfirlæti hjá honum. Afmæliskaka fyrir Nágrannann sem átti afmæli daginn áður sem og kaka með okkur á rafmóti auk allra annara veitinga sem hann bauð uppá.

Engin bjórstig fengust á kvöldinu og staðan óbreytt, sjá nánar á stigatöflunni.

Skemmtiatriði

Hr. Huginn fékk að hitta menn í fyrsta skiptið og átti klárlega kvöldið með skemmtiatriðum sem munu seint gleymast…eða verða toppuð…þetta var klárlega sögulegt kvöld =)

Þegar átti að skella í skemmtiatirðið hjá nýliðanum þá gaf sig útileguborðið og bjór, spilapeningar, spil og fleira enduðu í einum potti á gólfinu…og búið að splassa þeim potti í einn góðan hrærigraut.

Það tókst að þrífa og skipta peningum bróðurlega á milli sín og halda áfram að spila…mesta furða hvað menn voru “fullorðnir” yfir þessu =)

Síðan var hent í skemmtiatriðið þegar allt var komið í samt lag og óhætt að segja að þetta hafi verið lang besta atriði nýliða hingað til og spurning hvort þetta verði einhverntíman toppað =)

Spilið

Spjallað

Þó að Hr. Huginn hafi átt margt á kvöldinu þá var það ekki spilið og tók hann fyrstur hattinn sinn. Bóndinn fylgdi á eftir honum og svo Lucky. Massinn, Ásinn og Hobbitinn voru næstir og síðan Iðnaðarmaðurinn, Bósi og Nágranninn.

Kapteininn tók svo bubble sætið og Bótarinn þriðja sætið. Lokarimman endaði þannig að Mikkalingurinn var að játa sig fyrir Timbrinu sem tók sigur…kemur sterkur inn eftir að hafa verið fjarverandi á rafmótunum.

Read More