Pages Navigation Menu

Stráka- & pókerklúbbur

Most Recent Articles

Næsta mót á netinu

Posted by on 22. Mar 2020 in Fréttir | 0 comments

Í ljósi þess að COVID-19 herjar nú á heimsbyggðina þá ætlum við Bjólfsmenn að virða það óvissuástand á næsta móti.

Lomminn fann PPPOker sem hentar okkur bara þokkalega eftir prufukeyrslu í gær. Hann er formlega með stjórnina á rafrænu mótunum okkar og á skilið mikið lof fyrir að koma þessu á =)

Þannig að næsta mót verður fyrsta formlega rafræna mótið hjá Bjólfi. Þeir sem ætla að vera með eru hvattir til að sækja sér forritið og síðan er hægt að taka þátt í spjallinu á Facebook Messenger á meðan spilað er.

Hvað þarf að gera?

 1. Hvernig finn ég klúbbinn í PPPoker?
  Eftir að búið er að ná í forritið þarf að slá í Club ID til að fá inngöngu í klúbbinn…upplýsingar um það eru á Facebook spjallinu, eða hafið samband við Lommann og hann hjálpar ykkur.
 2. Hvernig tek ég þátt í spjallinu?
  Við hringjum í gegnum Facebook Messenger í spjallrásinni sem heitir Bjólfur þar sem allir eiga að vera nú þegar. Pikkið bara í einhvern okkar til að fá hjálp.
 3. Hvernig millifæri ég?
  Setjið upp https://aur.is/ Appið og við ákveðum síðan hvernig við höfum þetta. Þá geta menn millifært með því að hafa símanúmer hjö mönnum og öll númer eru aðgengileg á meðlimasíðunni.

Fyrirkomulagið
Við gerum ráð fyrir að vera með svipað fyrirkomulag og áður þar sem menn geta gert rebuy en eigum eftir að útfæra það og ég mun láta vita þegar nær dregur. Við gerum svo ráð fyrir að menn millifæri bara á milli manna…spurning um að við tökum annað prufurennsli á mót og ræðum þessi mál í leiðinni =)

Uppfært 25.03.2020 – bætt við 3. lið varðandi millifærslur.

Frekari upplýsingar um COVID-19 á https://www.covid.is/

Read More

Tíunda tímabilið (þriðja kvöld annarar mótaraðar)

Posted by on 7. Mar 2020 in Mót | 0 comments

Allir í góðum fíling

Níu Bjólfsbræður enduðu hjá Bóndanum í gærkvöldi…þó svo að tveir þeirra hefðu gengið inní stofu á hæðinni fyrir neðan og mætt þar heimilisfólkinu að horfa á sjónvarpið…þá enduðu allir á réttum stað á endanum =)

Bjórstig

Það komu 3 bjórstig í hús þetta kvöldið. Spaða Ásinn nældi sér í sitt fyrsta stig í byrjun kvölds og síðan tók Mikkalingurinn tvö stig og því orðinn efsti maður með 4 stig og kominn einu stigi frammúr Lommanum.

Kvöldið

Eftir hlé fórum menn að detta út eins og flugur. Spaða Ásinn sem hampaði sigri síðast og var því Þúsari kvöldsins var fyrstur út fyrir hendi Bótarans og sagði að hann væri nú meira vanur því hlutskipti en að sigra 😉

Heimsi fór næstur, svo Lucky og Killerinn, Bóndinn og Nágranninn.

Bótarinn tók Bubble sætið, Mikkalingurinn 2. sætið og Iðnarmaðurinn kláraði kvöldið.

Það fór vel um menn hjá Bónandum og hefðum alveg getað verið þarna í einangrun í tvær vikur 😉

Staðan

Stigataflan hefur verið uppfærð og Bótarinn er kominn á toppinn með tveggja stiga forystu á Lucky en ef tekið er tillit til OPEN þá hefur Lucky en efsta sætið…þannig að toppbaráttan er svakalega spennandi…og síðan er Mikkalingurinn á blússandi siglingu á eftir þeim og til alls líklegur þó hann hafi misst af einu kvöldi.

Mótaröðin

Önnur mótaröðin kláraðist í gær en það á eftir að gera upp við næsta tækifæri:

 1. sæti: Mikkalingurinn 7.500,-
 2. sæti: Iðanarmaðurinn 4.500,-
 3. sæti: Bótarinn 1.000,-
Heimsi vígalegur

Read More

Tíunda tímabilið (annað kvöld annarar mótaraðar)

Posted by on 9. Feb 2020 in Mót | 0 comments

Hópurinn hjá Bennsa

12 Bjólfsbræður mættu til leiks á nýjan heimavöll hjá Bennsa sem bauð heim í fyrsta skipti…enda búinn að vera duglegur undanfarið að taka húsnæðið í gegn og undirbúa fyrir pókerkvöld =)

Bjórstig

Bótarinn, Lomminn og Nágranninn náðu sér allir í bjórstig og Bótarinn meira að segja tvö en Lominn er þá einu stigi framar með samtals 3 stig eftir aðeins 3 kvöld og stendur nokkuð vel að vígi ef hann heldur svo áfram.

Eftir þónokkur spil fóru menn að detta út einn af öðrum. Kapteininn fór fyrstur, svo Bósi og Lucky. Bótarinn gat þá saxað á forskot Lucky á toppnum en fór næstur út og minnkaði því bilið aðeins um eitt stig. Bóndinn, Lomminn og Iðnaðarmaðurinn fylgdu og síðan Massinn, Bennsi og Timbrið. Nágranninn tók 3. sætið og Mikkalingurinn játaði sig sigraðan fyrir Spaða Ásnum sem tókst að landa langþráðum sigri.

Read More

Bjólfur OPEN 2020

Posted by on 13. Jan 2020 in Bjólfur OPEN | 0 comments

Þátttakendur í Bjólfur OPEN 2020

Það var föngulegur hópur af 22 sem hittist á Rauða Ljóninu á föstudaginn og tók þátt í 10. OPEN mótinu.

Uppsetningin var einföld: 4.000,- krónur inn og engin endurkaup, tveir staflar af 15.000 í spilapeningum og hægt að sækja seinni staflann strax eða eiga hann inni ef maður skyldi detta út óvænt (en allir fengu hann eftir klukkutíma spil).

Verðlaunaféið var því 88.000,- sem skiptist 40%/30%/20%/10% milli efstu fjögra sæta og reyndust það vera Trommuþrællinn, Bósi, Lucky Luke og Gulli sem tóku verðlaun í þetta skiptið.

Verðlaunahafar…í hæðarröð eftir sæti 😉

1. Trommuþrællinn
2. Bósi
3. Lucky Luke
4. Gulli

5. Ari Páll
6. Víðir
7. Spaða Ásinn
8. Drottningin
9. Njalli
10. Gummi
11. Friðjón
12. Gummi nágranni
13. Bóndinn
14. Kapteininn
15. Kári Killer
16. Iðnaðarmaðurinn
17. Timbrið
18. Eiki Bót
19. Mikkalingurinn
20. Bjarni
21. Brynjar
22. God Dog

Eins og síðustu ár vorum við með söfnunarbikar fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju og ánægjulegt að segja að þar söfnuðust 52.000,- eftir kvöldið.

Frábært kvöld með góðum gestum og þökkum við öllum sem mættu og áttu með okkur góða kvöldstund =)

Read More

Tíunda tímabilið (fyrsta kvöld annarar mótaraðar)

Posted by on 10. Dec 2019 in Mót | 0 comments

Lokaborðið

Góður níu manna hópur mætti til Iðnaðarmannsins á föstudaginn og sjaldséðir hrafnar voru þar á meðal. Spilað var á tvemur borðum og þegar Spaða Ásinn gekk frá borði var sameinað á lokaborðið.

Mikkalingurinn náði sér í bjórstig, en það gerði Lomminn líka tvisvar og þeir félagar því jafnir, báðir með 2 stig eftir 4 kvöld.

Þrátt fyrir að Pusi hafði verið að æfa sig kvöldið áður dugði það ekki til og var hann næsti maður út. Gestgjafinn var næstur og Lucky fylgdi á eftir. Bótarinn og Robocop skildu þrjá eftir og Mikkalingurinn tók bubble sætið.

Timbrið gerði það sem hann gat en réð ekki við Lommann sem tók sigurinn, einu sæti betur en síðast þegar hann mætti…þannig að hann með margt í tölfræðinni með sér eins og má sjá á stigatöflunni.

Read More

Tíunda tímabilið – þriðja kvöldið (fyrsta mótaröðin)

Posted by on 2. Nov 2019 in Mót | 0 comments

Þriðja kvöldið hafið

Fallegur hópur sem mætti til Lucky í gær og kláraði fyrstu mótaröðina.

Hobbitinn mætti og vorum við því níu og spilað og tvemur borðum í fyrsta skiptið á tímabilinu.

Lokaborðið

Heimsi var fyrsti maður út og þar með var sameinað á lokaboð.

Spjallað í hléi

Mikkalingurinn nældi í fyrsta bjórstigið á tímabilinu og er því lang fyrstur í bjórkeppninni =)

Næstu menn út voru Nágranninn, Bótarinn, Mikkalingurinn og Killerinn. Lucky fylgdi næstur og voru þá Bósi og Hobbitinn einir eftir. Hobbitinn var búinn að sitja á feitum stafla lengi og án efa geta hangið á honum fram á sunnudag 😉 Bósi var búinn að sveiflast í allar áttir og til alls líklegur. Leikar enduðu þó á að Hobbitinn landaði sigri (en fékk reyndar engin stig þar sem hann er ekki búinn að borga árgjaldið 😉 og Bósi fékk því fullt hús stiga eftir kvöldið 😉

Lucky tók fyrstu mótaröðina með forskot á Bótarann sem datt út á undan og þurfti að sætta sig við annað sætið og Iðnaðarmaðurinn náði 3ja sætinu þar sem Nágranninn datt snemma út.

Logabjór á krana
Verðlaunahafar kvöldsins
Read More

Tíunda tímabilið – annað kvöld

Posted by on 6. Oct 2019 in Mót | 0 comments

Það var einvala lið sem mætti beint á lokaborðið hjá Nágrannanum alla leið inní SunnyKEF í rok og rigningu á föstudaginn.

Nýjasti bolurinn er vinsæll

Ekki voru menn að láta veðrið trufla sig í að mæta á mót, enda fór með eindæmum vel um menn í “Casa del Vecino” þar sem Nágranninn hafði nýtt öll möguleg pláss fyrir veigar og pottnum þegar heitur þegar menn mættu.

Bræðurnir sem mættu í SunnyKEF til Nágrannans

Það var tekið vel á því í mat, drykk og spili. Enginn náði sér í bjórstig og er því bjórstigalistinn tómur eftir tvö mót og allir jafnir með engin stig.

Í fyrstu mótaröðinni eru þrír sem hafa mætt á bæði mótin í forystu og allir með 33 stig: Bótarinn, Kapteinninn & Lucky og því ljóst að þeir eru líklegastir til að taka fyrstu ★ á tímabilinu fyrir sigur í mótaröð (3 kvöld) og því heilmikil spenna á ferðinni þar.

Allar upplýsingar um stöðuna eins og alltaf má finna á stöðusíðunni.

Bótarinn kvaddi borðið fyrstur, síðan Kapteininn, Mikkalingurinn, Lucky, Spaða Ásinn og Timbrið og sátu þá bara Nágranninn og Lominn eftir og spurning hvort þeir hafi ekki bara verið klaufalega heppnir en ef það var raunin þá var Nágranninn heppnari og Lominn klaufalegri og enduðu leikar þannig að gestgjafinn tók sigur á heimavelli.

Nágranninn og Lomminn tóku verðlaunin
Read More