Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

11…

Þá eru 11 dagar í mót og við rifjum upp bústaðaferðina fyrir 11 árum og það tímabil.

Tímabilið 2011-2012 sá ýmisslegt sem átti eftir að móta klúbbinn

  • Sterk bönd þegar Séð og Heyrt kom í heimsókn að hitta 15 ára stráka í póker…en hitti bara 15 “stráka” í póker 😀
  • Bók mánaðarins enn við líði á þessum tíma en þá var fyrsti formaður (stofnandinn) iðinn við að benda mönnum á nýjan fróðleik til að æfa sig í leiknum.
  • Á þessu tímabili var einnig Kjötsúpumótið sem Lucky missti af…og eins og kveðja hans sagði þá er þetta í eina skiptið sem hann hefur misst af móti…og það hefur staðið þannig öll þessi ár.
  • Skelltum okkur í GoKart sem var skemmtileg tilbreytni þó hafi ekki orðið að neinu föstu.
  • Ölkrúsir voru gerðar og halda margir enn uppá þessar.
  • Refsistig tekin út en á þessum tíma var eitthvað um það að menn sögðust ætla að koma en það stóðst síðan ekki 🙂

En fyrir 11 árum fórum í bústað og hægt að skoða allt um það á “Tímabilslok“, Bótarinn tók fyrsta Bjólfsmeistaratitilinn sinn, Hobbitinn tók bústaðinn og Pusi tók Bjórinnfærslan er komin með allar myndir og þar er líka ódauðlegt myndband þegar að “Massinn var sleginn út” sem er alltaf gaman að rúlla í gegn á meðan menn telja niður þessa 11 daga sem eftir eru í bústaðinn 🙂

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *