Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

3ja ára bið á enda

lokamotssigurvegari
Robocop hélt í trúnna og það skilaði sér að lokum…3ja ára biðin er á enda með sigri =)

Þetta var frábær helgi sem var óeðlilega fljót að líða…enda góður hópur sem átti saman góðar stundir um helgina á lokamóti 2012-2013 tímabilsins.

Á föstudaginn var tekið Bounty mót þar sem að menn fengu þúsara í hvert skipti sem þeir tóku einhvern út. Var það fínt fyrirkomulag á föstudagskvöldinu þar sem menn voru ekkert að eyða neinum $ … þó svo að ekki hafi nú allir verið sáttir við fyrirkomulagið og fá bara að spila eitt spil 😉
Kjötsúpa flæddi út um allt og var hún elduð í öllum trogum sem fundust og étin langt fram eftir nóttu.
Heimsi sýndi veiðimönnunum hvernig á að veiða og potturinn var kyndaður (þó svo að ekki fannst öllum nógu heitt í honum).

Laugardagurinn byrjaði á morgunmat fyrir hádegi og síðustu menn mættu í hús. Potturinn var hitaður meira og hamborgurum skellt á grillið.
Eftir mat byrjaði svo mótið rétt uppúr 4 þegar búið var að veita viðurkenningar, nýja boli, heiðursverðlaun, ræðuhöld og skálað fyrir fjarverandi félögum.

Fyrstu 3 tímana mátti kaupa sig 3svar inn…en reyndar kom í ljós að Maðurinn með svörin við öllu hafði gleymt því og “dottið út” eftir að hafa aðeins keypt sig inn 2svar.

Bjórkeppnnin var einnig fyrstu 3 tímana og náði Eiki Bót og Logi Helgu báðir stigi sem gaf þeim síðarnefnda sigurinn í ár eftir harða keppni frá Bjórhreðjunum sem fékk höndina einu sinni en lenti á móti ásum og fékk ekki tækifæri til að gera neitt úr því. 12 bjórhendur náðu sigri á tímabilinu: Logi (4), Pusi (3), Kári (2) og Bósi, Hobbitinn, Robocop og Eiki (1).

Ásar komu oft upp og áttu ekki alltaf farsælan endi. Fleiri skemmtilegar hendur komu mönnum að óvart eins og þegar að 2JÁ810 var í borði og Timbrið lagði niður litinn með 79 benti Bósi honum nú á að hann væri með litaröð 😉

Einn af öðrum duttu menn út og endaði Timbrið í 3ja sæti og tryggði sér þar með efsta sætið í mótinu eftir að Logi hafði áður tekið út Mikkalinginn og Massinn svo tekið út Loga stuttu síðar. Þá voru Massinn og Robocop einir eftir.

Einvígið um sigurinn
Robocop ( sem er einnig þekktur sem Trúnaðarmaðurinn 😉 hafði lagt trúnna á hilluna í einu spili snemma í spilinu og var það spil sem hefði gefið honum vel…hann tók því ekki vel 😉

Massinn hitti vel og lengi og þegar hann var færður milli borða var hann með stóran stakk fyrir framan sig. Þó eitthvað hafi aðeins farið af honum þá var hann alltaf að hitta og erfiður viðureignar.

Bæði Robocop og Massinn voru á tímabili komnir niður í 20þ chippa. Robocop tapaði fyrir Eika sem átti minni stafla og því hékk hann áfram og Massinn var orðinn svona lítill þegar mun lengra var komið. En báðum tókst þeim að vinna sig aftur upp og þegar þeir sátu 2 eftir voru þeir með um 500þ chippa á milli sín sem rokkuðu fram og aftur.

Í upphafi baráttunnar var Massinn með yfirhöndina. Robocop var all-in með 410 þegar 79J og 7 voru komin í borð og röðin komin en Massinn með gosa á hendi og vantaði tíu til að bjarga sem kom ekki og tvöfaldaði Robocop sig uppí um 200þ.
Massinn var síðar kominn niður í um 90þ þegar hann var all-in með sexupar og Robocop sýndi fjarkapar. Tvær sexur á floppinu gáfu Massanum fernu og hann búinn að ná sér aftur í um 200 kallinn.
Stuttu seinna var Massinn aftur kominn í vanda og all-in með KóngTíu móti ÁsFjarka…tvær níur og tvistur komu á floppinu og ásinn var að halda, sjöa breytti engu en Kóngur á river bjargaði Massanum fyrir horn.
Ekki leið á löngu þar til Massinn var aftur all inn með um 100 kall og séður þegar hann stakk af og fór inní skúr…búinn að halda lengi í sér. Nokkru síðarn kom hann aftur og fékk að sjá 93 hjá Robocop og sýndi 105 og borðið var 6105. Massinn með 2 pör en Robocop þurfi bara tígul til að ná litnum. K breytti engu…en 6 gaf Robocop litinn og fyrsta sigurinn hjá kappanum eftir hetjulegt einvígi þeirra beggja og fagnaði vel og lengi =) Flott síðasta hönd á frábæru móti.

Það tók 10 tíma (með 2ja tíma matarhléi) að útkljá spilið og enduðu leikar ekki fyrr en 2 um nóttina. Síðan var tekinn smá pottur hjá þeim sem enn voru á fótum áður en men skriðu uppí rúm.

Frábær helgi í alla staði, takk allir saman.

Ein athugasemd

  1. Djöfull að hafa misst af þessari ferð. Flott að nafni hafi tekið þetta. Við toppum þá að svipuðum tíma félgarnir 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *