4 dagar í bústað – Hvernig varð Bjólfsmerkið til?
Logo Bjólfs varð til sumarið 2010 þegar að Lomminn bað Loga Helgu að koma með hugmynd að logo og hann hripaði niður þessa hugmynd á blað sem var grunnurinn að logo-inu:
Eftir nokkrar ítranir á því var komin niðurstað sem þeir voru sáttir við.
Síðan þá hefur það lítið breyst þó að litirnir (gulu&rauðu) hafa fengið að víkja til að einfalda það fyrir framleiðslur á ýmsum varning og í fyrra var “Poker Club” tekið út af heimasíðunni og merkingum svona ef ske kynni að menn gerðu einhverntíman eitthvað meira en bara spila póker 😉
Undirritaður hefur sérstaklega gaman að hafa útlínurnar á fjallinu “eina” þarna í bakgrunni alltaf þegar maður horfir á spilapeningana, heimasíðuna, húfuna, bolina, bjórkönnuna…
Ef kostnaður við bústaðinn fer út fyrir inneign (og ekki lengur auka bústaðapottur til að redda) þá sér Herra Fjármálastjóri…