Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Ásinn snýr aftur

Ásinn snýr aftur

Fyrrum félagi kemur aftur frá Eyjum í byrjun næstu leiktíðar og hefur formaðurinn þegar samþykkt að hann gangi inní klúbbinn eins og aðrir sem hafa komið aftur. Gamlir félagar eru alltaf velkomnir og ættum við að ráða vel við að fjölga um einn ef enginn yfirgefur okkur…en við bíðum staðfestingu frá Timbrinu eftir 10 daga hvort hann sé nokkuð að yfirgefa klakann 😉

5 athugasemdir

 1. Þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttir. Enginn er jafn góður með ásana og þessi snillingur. Egill flýgur þá bara reglulega í mótin ef hann yfirgefur klakann.

 2. Mér finnst nú óþarfi að Egill flýji af landi brott þó Andri hafi flengt hann á síðasta móti og tekið hann gjörsamlega á taugum þannig að hann hafði engin svör gegn beittum árásum Iðnaðarmannsins.

  Egill hlýtur að vera á leið í æfingabúðir svo að þetta endurtaki sig ekki 😉

  • En frábært að Gummi snúi aftur 🙂

 3. Timbrið er nú rísandi lauf og stóð sig vel á síðasta tímabili…hefði bara þurft að mæta á öll kvöldin til að vera á toppnum 😉

  Það verður klárlega gaman að fá Ásinn aftur í hópinn og spurning hvort hann er orðinn vel sjóaður eftir ár í eyjum =)

 4. Búinn að liggja yfir bókum um hvernig er best að nýta ásana og þar kemur klárlega faram að spaðaásinn er yfirburðarspil 🙂

  Það verður snilld að vera með aftur og gefa einhverjum þurfandi peningana sína hehe 🙂

  Annars býðst ég til að halda opið pókermót nuna fyrstu helgina í águst hér í eyjum, bara drífa sig af stað 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *