Pages Navigation Menu

Stráka- & pókerklúbbur

Bjólfskviða

6.11 og fyrsta mótaröðin var rafræn

Posted by on 7. Nov 2020 in Fréttir | 0 comments

10 menn hittust á netinu í lokakvöldinu í fyrstu mótaröðinni…þannig að fyrsta mótaröðin var öll tekin á netinu og ekkert útlit fyrir en að við verðum áfram þar á næstunni þó svo að menn séu farnir að plangera að hittast IRL í desember. Bjórstigin voru frekar róleg í kvöld og bara Bósi og Lucky sem nældu sér í stig. Bósi því með góða forystu með 4 stig og næstu menn með 2. Spilið Mikkalingurinn byrjaði að leggja í lokapottinn og eftir 45m var hann eini sem var búinn að kaupa sig aftur inn…tvisvar…eftir að hafa fengið 7-2 og...

read more

Tímabilið 20-21 heldur áfram á netinu

Posted by on 3. Oct 2020 in Mót, Rafmót | 0 comments

Bjólfsmenn í netspjalli (okt. 2020) Til að halda áfram að fylgja tilmælum og gera okkar til að halda öllum öruggum þá tókum við annað mótið líka á netinu. 12 mættu til leiks í spjallið á netinu og 13 til leiks í spil…miklar umræður sköpuðust í kringum af hverju Massinn var ekki í mynd…hvort hann væri órakaður eða sofandi…en þá mætti kallinn í mynd =) Punktar í (einhverskonar) tímaröð Lucky byrjaði á að kaupa sig inn fyrstu 4 spilin eins og vaninn er á rafmótunum hjá honum og fleirum sem eru fljótir að henda út chippunum og...

read more

Tímabilið 20-21 er hafið

Posted by on 5. Sep 2020 in Fréttir, Mót, Rafmót | 0 comments

Bjófsbræður á netspjalli Það voru 10 Bjólfsbræður sem hófu 2020-2021 tímabilið en fyrsta mótið var tekið rafrænt til að halda öllum öruggum. Hr. Huginn mætti á sitt fyrsta mót og ánægjulegt að fá nýja menn inn og við vonumst eftir að geta hitt hann og aðra sem fyrst. Bjórstigin Það var mikið um bjórstig og Mikkalingurinn byrjaði á að næla sér í fyrsta bjórstigið og halda áfram sigurgöngunni í 7-2 þegar hann tók út afmælishöndina sína hjá Lucky (3-5).Massinn fylgdi fast á eftir og náði sér í bjórstig…Bennsi mætti með 7-2…klárt að...

read more

PubQuiz

Posted by on 30. May 2020 in PubQuiz | 0 comments

Spaða Ásinn stjórnaði PubQuiz í gær eftir aðalfund við mikla ánægju viðstaddra. Tónlist, fótbolti, alþjóðaflugvellir og Bjólfsfærði voru meðal þess sem við fengum að spreyta okkur á og voru það Fráfarandi og Verðandi (formenn) sem rétt mörðu sigur með hálfu stigi meira en næsta par. Held að eitt besta svar kvöldsins hafi verið “Usually evulotion I og II” sem vakti hrikalega kátínu fyrir þá sem voru á staðnum 😉 Spaða Ásinn á miklar þakkir skyldar fyrir þessa skemmtun og fer að verða spurning hvort við förum ekki að halda formlega...

read more

Bjólfsmeistarinn 2020 og lokamótið

Posted by on 30. May 2020 in Mót | 0 comments

Það var nokkur spenna fyrir lokamótið í gær þar sem Lucky leiddi með 4 stigum. Mikkalingurinn var búinn að standa sig vel þrátt fyrir að hafa misst af móti og átti möguleika á að ná í toppsætið ef Lucky myndi detta snemma út. Bótarinn var svo einu stigi á eftir Mikkalingnum og því kunnuglegir menn að berjast um nafnbótina…enda þeir sem mæta einna best 😉 Þegar að bæði Mikkalingurinn og Bótarinn duttu út á undan Lucky var ljóst að hann var að fá nafnbótina í enn eitt skiptið og rauða bolinn sem fylgir. Lokamótið Nágranninn tók sigur annað...

read more

Bjórmeistarinn 2020

Posted by on 30. May 2020 in Bjór | 0 comments

Mikkalingurinn var nánast búinn að vinna 7-2 keppnina og bjórinn fyrir lokamótið. Hann endaði með 6 stig sem var tvöfalt á við næstu menn sem áttu litla von. Með þessu jafnaði hann metið sem Iðnaðarmaðurinn setti 2017 og hafa þeir því báðir náð að hala inn flestum stigum á einu tímabili. Kapteininn fékk einhverja bjóra í gær og þó svo að eitthvað bókhald sé um þetta í Bókhaldinu þá er innheimta á höndum Bjórmeistara. Þannig að á næsta tímabili gefa allir Mikkalingnum og hann sér um innheimtur um utanumhald...

read more

Varningurinn 2020

Posted by on 30. May 2020 in Varningur | 0 comments

Í ár fengu menn nýjar derhúfur með fjallaletraloginu þar sem það eru komin þónokkur ár síðan við fengum húfur. Í þetta skiptið það saumað á þannig að merkið er til sporað ef við förum í að merkja annað með því (einnig er gamla líka til sporað sem saumað var á handklæðin). Bolurinn var heimfærð útfærsla af Carlsberg með áletruninni “Ég er Bjólfari” sem Lomminn kom með hugmynd að síðasta sumar á góðu skralli og rétt mundi eftir að koma því áleiðis =) Hugmyndir eru svo um að setja upp netverslun með varning fyrir þá Bjólfsmenn sem...

read more

Aðalfundur 2020

Posted by on 30. May 2020 in Aðalfundur | 0 comments

Lucky byjaði á að fara yfir smá upprifjun á klúbbnum frá stofnun 2010 og svo stuttlega yfir síðata árið. Utanlandsferð og bústaður Engin ferð var en stefnt á hana 2021 og mun það ráðast þegar nær dregur með hliðsjón af hvernig málin þróast. Ekki var heldur farið í bústað þar sem ekkert var laust en rætt að byrja jafnvel á bústað fyrir næsta mót (lok ágúst eða byrjun september), þá væri hægt að nýta þá ferð til að taka á móti nýjum meðlim sem samþykktur var. Einnig kom um hugmyndin “Bjólfur heim” sem vísar í það að Bjólfsmenn fari...

read more

Ekki á leið til Prag í gær

Posted by on 30. Apr 2020 in Fréttir | 0 comments

Í nótt hefði stór hluti klúbbsins átt að vera á leiðinni til Prag í 10 ára afmælisferð Bjólfs…en það verður að bíða betri tíma þar sem allir eru heima þessa dagana og hjálpa til með að halda COVID-19 í skefjum. Í staðin heldum við lítið mót á netinu og hittumst nokkrir vel valdir á netinu yfir spjalli og spili. Skemmtilegt að geta hitt menn þó ekki sé í persónu og átt gott kvöld saman =)

read more

Annað rafmótið – 8. kvöldi lokið

Posted by on 18. Apr 2020 in Fréttir, Mót, Rafmót | 0 comments

Þá er næstsíðasta kvöldinu á 2019-2020 lokið. Það voru 12 Bjólfsbræður sem mættu á annað rafmótið og allir sem spiluðu mættu á spjallið á netinu. Að þessu sinni var breytt yfir í nýtt forrit og merkilegt hvað menn eru að ná að aðlaga sig =) Bjólfur sýnir ábyrgð á þessum tímum og spilar aftur yfir netið til að fylgja ítrustu varúð á þessum tímum en vonumst eftir að ná að hittast aftur í maí =) ÞúsarinnBennsi og Killerinn voru fjarri góðu gamni þannig að Massinn var þúsari kvöldsins eftir að hafa verið fyrsti maðurinn til að ná verðlaunum á...

read more