Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfsmeistar byrja tímabilið vel

Bjólfsmeistar byrja tímabilið vel

Tímabilið hófst á föstudaginn með fyrsta kvöldi í fyrsta móti á árlegu afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum. Það er hugsað vel um gestina hjá Heitasta Gestgjafanum og hann passaði vel uppá félaga meðal annars með dýrindis humarsúpu í hléi…gott að byrja tímabilið með að setja góðan standard 😉

Iðnaðarmaðurinn stóð undir nafni og var búinn að útbúa farandsgrip fyrirhugaðan fyrir Bjólfsmeistarann 2014, en fyrst um sinn mun plattinn hanga hjá Andra þar sem hann sómir sér mjög vel eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Bjór
Bjórinn byrjaði að streyma inn til Loga eftir að hafa náð 72 pottinum á síðasta ári. Bóndin, Robocop & Killerinn gerðu upp og eru nú með hreina samvisku í þeim málum 😉
bjorinn

Game on
Leikar hófust og vorum við lengi vel 9 þangað til að Hobbitinn skaut upp kollinum og rétt náði inn fyrir lokun.
yfirlitsmynd

Sjöa-tvistu
Ég fékk 72 og ákvað að nýta tækifærið og hækkaði og endaði með Robocop á móti mér með K9. Floppið var QQ2 sem gaf mér par en Robocop þurfti bara áttu eða kóng til að fá betra par. [1l] á turn gaf honum hvaða lauf líka til viðbótar til að hafa hærri lit. 10 í river tryggði mér sigurinn og eina fyrsta bjórstig tímabilsins.

Góðar hendur
Þó svo að níjur og fimmur hafi einkennt kvöldið þá voru reglulega góðar hendur. Mikkalingurinn var drjúgur í að fá ásaparið á hendi og sigraði ávallt með þeim (eitt skiptið móti kóngapari). Hann var aftur á ferðinni á móti Bótaranum þegar röð var komin í borð og hann stal pottnum með að hækka og Eiki gat ekki tekið áhættuna.
Þegar vel var liðið á mótið hélt ég á Dolly (Brunson) 102 þegar að 7107 mæta í borð. Ég hækka vel, Killerinn sér og Bótarinn líka…5 og 9 koma í borð og ég gefst upp á móti þeim þar sem potturinn stækkaði talsvert. Killerinn sýnir 47 með sett en þá sýnir Bótarinn 55 sem gaf honum húsið og tók góðan pott. Allir með fínustu hendur þó að ekkert mannspil hafi verið á staðnum.

Endalokin
Einn af öðrum duttu menn út þangað til að við vorum 3 í lokin í baráttunni um verðlaunasæti. Logi, Killerinn og Bótarinn eftir að Mikkalingurinn datt út í bubble. Ég hafði verið vel settur en verið mjög örlátur að gefa af mér (aðallega til Killersins sem var bara góður að fara ekki verr með mig á tímabili). En þegar við vorum komnir í 3ja manna var Bótarinn kominn lang fram úr okkur og Killerinn orðinn lægstur.
Ég fór allur inn með um 30þ chippa og Killerinn sá mig með um helming af því…en þá sá Bótarinn okkur um leið. QK leit ágætlega út hjá mér, sérstaklega þegar að Kári sýnid 42 en þá fletti Eiki ÁK. Floppið gaf Kára forystuna með 29J, 8 skipti engu en gaf Bótaranum möguleikann á litnum. River var K og þannig var spilinu skyndilega lokið. Bjólfsmeistarinn 2012 byrjar því að krafti og Bjólfsmeistarinn 2013 fylgir honum fast á eftir og nú er kapphlaupið að Bjólfsmeistaranum 2014 komið á fullt.
myndir

3 athugasemdir

  1. Þvílíkur félagsskapur! Þvílíkur farandsgripu! Þvílíkir leikmenn! Þvílíkur gjestgjafi!

    Ég hlakka til að komsat á einhver mót í vetur…annars er ég á leiðinni hingað eftir 10 daga 🙂

    • Vel mælt…allt þér að þakka 😉 Á að skella sér í spil þarna úti?

      • Það væri alla vega ekki leiðinlegt ef færi gefst.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *