Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bótarinn fullkomnaði árið í bústaðnum

Bótarinn fullkomnaði árið í bústaðnum

Allir Bjólfsmenn mættu í bústaðinn í ár og er það í fyrsta skipti sem allir hafa komist…þó það hafi verið tæpt hjá sumum sem rétt komust úr greipum fjallsins eina en Lomminn þurfti að hafa fyrir að komast 😉

Föstudagur
Á föstudagskvöldið var tekið útsláttarmót sem var ekki alveg að gera sig því menn gátu spilað á að ná yfirhöndinn og leikið þá á klukkuna. En ég fékk tvöfaldan skell frá Bótaranum sem endaði með Timbrinu í úrslitarimmunni. Fín hugmynd en við gerum þetta ekki aftur 😉

Laugardagur
Beikonfullur morgunverður kom öllum vel af stað og mættu síðustu menn tímanlega í “morgunmatinn”. Heiti potturinn var vel nýttur og þegar fór að líða að spili var farið í úthlutun á gjöfum. Í ár voru það merkt handklæði…nóg hafa menn rifist um það undanfarin ár hver á hvaða handklæði og nú geta menn hætt því 😉
Einnig voru nýjir bolir og í ár var það bindi í tilefni 5 ára afmælis og að auki voru pókerhendurnar settar þar inná þannig að menn geta horft niður á það þegar menn þurfa að rifja upp röðina 😉
Iðnaðarmaðurinn fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að vera “Gestgjafi ársins” en hann er alltaf Greifi heim að sækja og býður oftar en ekki heim.

Siggi hlö
Þegar spil fór að hefjast tók Bósi upp símann til að reyna enn og aftur að ná inní Sigga Hlö og vitir menn (með smá hjálp) var svarað í fyrsta og langþráð spjall átti sér stað 😉

Spil
Spilið hófst af alvöru og sumir hittu og aðrir ekki…sumir féllu fyrstir út sem voru í úrslitum í fyrra…sumir fögnuðu…sumir hitt á bjórstig…sumir voru í gírnum…sumir voru ekki að fíla að sumir voru í gírnum…sumir voru ekki að sumir voru í gírnum en kenndu samt dealer um…

Tekið var matarhlé þar sem kokkarnir stóðu sig einstaklega vel að matreiða frábæra nautalundsbita og voru allir sáttir.

Spilið hélt áfram þangað til að á endanum Bótarinn fullkomnaði gott ár með sigri, sjá nánar á stigatöflunni fyrir Bjólfsmeistarann 2015 og fékk að launum rauða bolinn til að klæðast =)

Bjórmeistarinn
Fleirum tókst að ná sér í bjórstig og enduðu leikar þannig að Timbrið og Bósi jöfnuðu Bótarann í fyrsta sæti og eru þeir því þrír sem skipta með sér Bjórmeistaratitlinum.

Sunnudagur
Allt fór vel fram og skildum við einstaklega vel við bústaðina í ár…frábær helgi sem var (eins og alltaf) of fljót að líða 😉

Ein athugasemd

  1. Það var skemmtilegt hvað ferðin í bústaðin var alveg eins og ferðin úr bústaðnum…á tímabili var ég ekki viss hvort ég væri á leiðinni aftur á skrall 😉

    En hvað varð um Massann & nágrannann þegar að myndatakan var?

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *