Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur Open 2013

Bjólfur Open 2013

Föstudaginn 4. janúar 2013 verður næsta mót hjá okkur og að þessu sinni er það BJÓLFUR OPEN 2013 þannig að menn hafa leyfi til að bjóða gestum.

Mótið verður á Rauða Ljóninu og sagði ég eigandanum að við værum heiðurmannaklúbbur og myndum versla við hann eins og alltaf. Þannig að það er mæting uppúr 19:00 fyrir þá sem ætla að hittast og borða fyrir spil en annars hefst spil kl. 20:30. Ég mun mæta í mat og vonast til að sjá sem flesta, endilega kommentið á það eða setjið það með í athugasemd í skráningu..

Fyrir gesti er hægt að lesa nánar um fyrirkomulagið til að sjá upphæðir og blinda o.fl, en síðustu 4 atriðin þarna eiga þó bara við fasta meðlimi.

Skráningin er opin og meðlimir hvattir til að taka með sér gesti og skrá þá til leiks, gestum sem hafa fengið boð er heimilt að skrá sig þarna líka eða með að hafa samband við formanninn.

Sjáumst á Ljóninu eftir 3 vikur.

3 athugasemdir

  1. Ég mæti í matinn kl. 19:00 og þegar nokkrir sem ætla að taka kvöldið snemma og hita upp á Ljóninu, það er upplagt að taka smá hitting fyrir spil 😉

  2. Miðnætti liðið og 21 skráðir á mótið á morgun. Þannig að það lítur út fyrir að í fyrsta skipti spilum við á 3 borðum og auk þess í fyrsta skiptið sem að stelpa mætir og verður gaman að sjá hverngi menn haga sér með kvenmann við borðið.

  3. Ég stefni á að vera mættum um 19:00 á Ljónið og verð bílandi ef einhverjum vantar far 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *