Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur OPEN föstudaginn 3. janúar 2014

Bjólfur OPEN föstudaginn 3. janúar 2014

Árlega opna mótið verður fyrsta föstudag á komandi ári. Bjólfsmenn hafa leyfi til að að bjóða gestum og endilega grípið góða félaga með og eigum saman góða kvöldstund.

1500 kr. buy-in gefur 15.000 chippa.
Hægt er að kaupa sig aukalega tvisvar inn (re-buy) fyrsta klukkutímann, 1000 kr. sem gefa 15.000 chippa.
Eftir fyrsta klukkutímann má kaupa 5000 chippa á 500 kall ef spilari er undir 10.000 chippum. Einnig má fylla uppí 15.000 chippa fyrir 1000 kr (svona ef einhver “lendir í því” að verða mjög lítill í hléinu 😉

Hittumst um 19:00 í mat & drykk á Rauða Ljóninu og byrjum að spila 20:30, skráningin er opin.

Það verður gaman að sjá hvort að Bjólfsmenn standa undir nafni í ár…en oftar en ekki höfum við verið mjög góðir við gestina og hafa þeir oftar en ekki farið sem sigur frá þessum mótum 😉

Ein athugasemd

  1. 15 skráðir og jafnvel mæta nokkrir fleiri, þannig að það er útlit fyrir amk 2 borð í kvöld…einhverjir ætla að mæta 19:00 og fá sér að borða fyrir spil, sjáumst eftir 7 tíma.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *