Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XIII – annað kvöld


Bjólfsbræður í október 2022
Bjórfórn

Bjór

Timbrið færði sínar fórnir til Bjórguðsins og tók hann á móti þeim…þó svo að það væri ekki það sem hann hafið óskað sér þá var hann ekkert opinberlega með neinar yfirlýsingar um bölvun eða vont gengi.

Annað kvöldið í röð komu engin bjórstig í hús og eru því allir jafnir með engin stig.

Spilið

Það var spilað á tvemur borðum og máttu menn sitja þröngt á “nýja” hliðarborðinu sem Iðnaðarmaðurinn var búinn að redda (eftir síðustu uppákomu á hliðarboðinu 😉

“Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað margar gamlar konur hafa spilað við þetta borð”

-umsögn um “nýja” boðið hjá Iðnaðarmanninum

Á hinu borðinu var spilað grimmt og byrjaði Robocop að stafla sig vel upp og búinn að margafalda sig eftir nokkur spil og menn duglegir að kaupa sig aftur inn.

Menn höfðu nú ekki miklar áhyggjur af því hvað gerðist fyrir hlé þ.s. það snýst oft eftir hlé.

Timbrið var fyrsti maður til að yfirgefa spilið…spurning hvort Bjórguðinn hafi eitthvað átt þátt í því þar sem hann fékk ekki það sem hann óskaði sér (kannski öruggara að færa honum það sem hann biður um 😉

Næsti maður úr spilinu var Lucky sem hafði lítið gert eftir að hafa farið allur inn í fyrsta spilin á móti Robocop sem tók hann á river…sem var eitthvað sem Robocop gerði oftar um kvöldið.

Bennsi náði inná lokaborðið en tók lítið að chippum með sér þangað og endaði fljótt allur inn án þess að skoða spilin og endaði með alls ekki neitt. Á þessum punkti voru LANG flestir chippar hjá Robocop sem var búinn að halda sínu striki frá fyrsta spili.

Lokaborðið séð frá Spaða Ásnum (sem vantar á myndina)

Spaða Ásinn náði ekki jafn langt í þetta skiptið og endaði fjórði maður út.

Heimavöllurinn dugði ekki lengra fyrir Iðnaðarmanninn sem var fimmti út…endaði á að vera tekinn af Robocop á river.

“Af hverju er ég með þúsarann?”…”Það eru svaka læti þér…var rosa rólegt hérna áður en þú komst”

-Iðanarmaðurinn og Massinn að spjalla við upphaf sameiningar á lokaborð

Mikkalingurinn játaði sig sigraðan næstan og Kapteininn fylgdi honum stuttu eftir.

Þegar hér var komið sögu voru Massinn og Bótarinn með örfáa spilapeninga…Massinn þó stærri…en nánast allir chippar voru enn hjá Robocop.

Sigurvegarar kvöldsins

Massinn fór allur inn og var séður af Robocop (enda minnkaði ekkert í staflanum hans) sem sendi Massann í bubble sætið.

Bótarinn gerði heiðarlega baráttu og náði eitthvað að stækka sig en tók svo fljótlega annað sætið.

Robocop byrjaði fyrstu hönd kvöldins á að hreinsa upp Lucky og tók allnokkra á river…það átti enginn roð í hann og hélt hann forystunni frá fyrsta til síðasta spils. Án þess að glugga í bókhaldið þá telur greinahöfunur líklegt að Robocop hafi ekki tekið sigur síðan hann náði sínum fyrsta sigri í bústanum 2013…þá þurfti hann reynar að hafa meira fyrir honum…þurfti engan dramaleik í kvöld ;). Sannfærandi sigur frá upphafi til enda og augljóst að Robocop er mættur.

Bjólfsmeistarakeppnin

Massinn leiðir nú með 38 stig, Robocop í öðru með 37 og Kapteininn og Spaða Ásinn með 33 stig þegar að eitt kvöld er eftir í fyrstu mótaröðinni.

Allar frekar upplýsignar í STAÐAN (hérna fyrir ofan) eða á Bjólfsmeistarinn 2023

Verðlaunafé var breytt fyrir þetta tímabil og fer nú meira í mótaraðirnar (bústaðapotturinn færður inní mótin) og áætlað að fyrstu þrjú sætin fyrir þessa mótaröð verði 14 þúsund fyrir fyrsta sæti, 8 þúsund fyrir annað sæti og 5 þúsund fyrir þriðja sæti…þannig að það er spennandi keppnin í mótaröðinni sem klárast á næsta kvöldi og verður þá greitt út.

Skemmtilegt að sjá að nýja menn vera að skáka fyrrum Bjólfsmeisturum og verður spennandi að fygljast með hvernig tímabilið þróast og menn ná að halda þetta út eða gömlu meistararnir taki þetta á þrautsegjunni.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *