Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bók mánaðarins

Hafinn er nýr liður hér á bjolfur.org sem nefnist Bók mánaðarins. Fyrsta bókin er eftir reynsuboltann Dan Harrington og nefnist Harrington on Hold´em vol 1: Strategic play. Harrington hefur tvívegis unnið World series of poker, 1995 (main event) og 2003.

Harrington on Hold´em er af mörgum talin vera ein af bestu pókerbókum sem komið hafa út um hvernig skuli spila póker á mótum. Í bókinni er fjallað um grunninn í póker, leikstíla o.fl. Verðug lestning fyrir þá sem sækjast eftir titlinum Bjólfsmeistarinn 2011.

Bókina má kaupa á Amazon eða hlaða niður hér.

3 Comments

  1. Tók mér það bessaleyfi að breyta linknum yfir á PDF útgáfu þ.s. síðurnar snúa rétt og er bara eitt skjal…óháð því hversu siðlegt þetta sé 😉

  2. Þú ert alltaf sami siðapostulinn 😉 Þetta er auðvitað ekki það réttasta sem maður gerir en mér finnst munur á að deila bók eftir mann sem hefur þénað a.m.k. $5.000.000 í vinningsfé fyrir utan annan gróða og að stela t.d. nýja disk Kóngulóarbandsins þar sem menn eru bara að reyna að vinna inn fyrir næsta bleyjupakka 😉 Það er ekki sama að stela og stela í mínum huga (fyrir utan að það eru ekki margir utan klúbbsins að skoða síðuna held ég).

    • Já, ég ætla nú ekkert að vera að siðapostulast neitt…enda fullkomlega meðsekur 😉 Harrington ætti nú bara að drullast til að gefa bókina…svona eins og Kóngulóarbandið sem gefur diskinn sinn…við erum nefnilega einmitt búnir að græða $5M á honum og þurfum ekki að selja lengur 😉

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. "you fool me once..." svo bara veit ég ekk rest. en…

  2. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju. Ást og friður. þið eruð…

  3. Boðsmót Bjólfs verður haldið föstudaginn 13. janúar á Rauða Ljóninu. Spilið mun hefjast klukkan 19:30 en spilarar eru hvattir til…