Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bóndinn stöðvaði Lucky

hja_bosa


Það voru tíu Bjólfsmenn sem hittust í vel upplýstri stofunni hjá Bósa. Það var þétt setið við Lommaborðið og góður fílingur á mönnum eins og alltaf.
Rólegt var í spilinu framan af lítið af endurinnkaupum fyrr en fór að nálgast lokun.

“Fjarverandi” leikmenn pakka
Til að tryggja framgang leiksins er fjarverandi leikmönnum sem ekki eru í sætinu sínu pakkað þegar kemur að þeim. Eins og sjá má á 14. reglu í siðareglunum sem hafa verið uppfærðar þannig að allir séu með þetta á hreinu 😉

tusarinn

Heimavöllurinn
Bósi náði ekki að nýta vel upplýstan heimavöllinn. Pusi fór fyrstur út og Bósi stuttu á eftir. Eiki var þriðji maður út og ljóst að hann væri ekki að ná að saxa á forystu Lucky í Bjólfsmeistarakeppninni. Iðnaðarmaðurinn, Timbrið og Ásinn duttu út næstir og þá fjórir spilarar eftir en aðeins tvö sæti sem gáfu verðlaun þ.s. við vorum aðeins tíu.

Röð vs. litur
Killerinn var að gefa þegar að 1086 kom í borð og hann hafði orð á því að nú væri nú gott að vera með sjöu-níu. Massinn sat einmitt með 79 og hugsaði sér gott til glóðarinnar og fór að hækka. Honum á vinstri hönd tók Lucky Luke við og sá hækkun með 26.
Á kom á turn og Massinn hélt áfram að hækka og Lucky gafst ekki upp.
J á river tryggði litinn og það voru endalok spilsins hjá Massanum þetta kvöldið.

Bubble
Bóndinn og Killerinn tókust í tvemur höndum pakkaði Bóndinn Killernum saman og sendi hann heim tómhentan.

Lokahöndin
Bóndinn var nokkuð vel settur eftir að hafa tekið allt af Killernum og hann tók vel á síðustu höndunum.
Lucky Luke fór allur inn með K2 og Bóndinn sá með KJ.
7ÁJ í floppinu gerðu nánast út um spilið. 7 gaf möguleika á lit…en 3 á river tryggði Bóndanum sigurinn og þúsarann fyrir að taka út Lucky eftir þrjá sigra í röð.

Heyrst hefur að tvöfaldur mótaraðameistari Logi Helgu hafi tapað KÚLinu við pókerborðið og er nú líkt við Tiger Woods á golfvellinum

Síðan var setið val frameftir og alltaf góður fílingur hjá Bósa…hann yfirgaf nú reyndar partýið á undan öðrum…og sumir náðu að gera margt eftir að haldið var frá Bósa 😉

Nú er bara að bíða eftir bústaðnum. Skellum upp einu OPEN móti eftir nokkrar vikur til að halda okkur við og taka smá hitting.

Það er einnig ljóst að það verður ekki full mæting í bústaðinn og nokkrir félagar sem verða vant við látnir…en það er búið að skipuleggja Surf ‘n Turf í aðalrétt (Andri reddar humri og Logi sér um nautalund)…skelli inn færslu varðandi ýmislegt varðandi bústaðinn fljótlega og við skipuleggjum…þetta kvöld var góð upphitun fyrir bústaðinn og það styttist með hverjum deginum 😉

Andri veit ekki hvort hann heitir “The Ace” eða Iðnaðarmaðurinn eða bara Andri…hann verður nú kallaður “táknið”

Ein athugasemd

  1. Síðan er spurning hvort að Iðnaðarmaðurinn & Massinn hafi komist að niðurstöðu með ferjuna…umræður voru orðnar mjög heitar þegar að gestgjafinn var búinn að taka á sig náðir…ég hafði smá áhyggjur að fá að heyra það daginn eftir að hann hefði verið skilinn eftir með tiltekt á pleisinu 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *