Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bótarinn 1

Bótarinn 1

Átta vaskir Bjólfsmenn mættu til Robocop á síðasta heimamótið á þessu tímabili. Timbrið nýtti það vel að búið er að leyfa ótakmörkuð endurinnkaup fyrsta klukkutímann og var það að skila sér fyrir hann á endanum…

Röð manna sem duttu út:

 • Bósi var ekki jafn farsæll og þrátt fyrir góða byrjun þá endaði hann fyrsti maður út.
 • Iðnaðarmaðurinn fór næstur út og því ljóst að opið var fyrir aðra að taka forystuna í Bjólfsmeistarakeppninni.
 • Heimavöllurinn var ekki að gera sig nógu vel fyrir Robocop sem átti góða spretti en endaði þriðji út.
 • Stuttu síðan fór Mikkalingurinn frá borðinu sem hafði byrjað á að taka fyrsta pott kvöldsins sem var nokkuð stór en eftir það hafði lítið gerst og aðeins nokkrar hendur sem hann tók yfir kvöldið.
 • Lucky Luke fylgdi fljótlega á eftir þrátt fyrir að hafa sýnt gamla heppnistakta þá dugðu þeir ekki til þegar hann hafði níu par á móti tíu pari hjá Timbrinu.
 • Killerinn tók bubble sætið þetta skiptið og var að sjá eftir verðlaunum.
 • Bótarinn fór stuttu seinna og því aðeins einn maður sem datt ekki út í kvöld.
 • Timbrið tók sigurinn þrátt fyrir að hafa keypt sig oftast inn og verið kominn niður í upphafsupphæð á tímabili eftir að innkaup voru lokuð.

Bjólfsmeistarakeppnin

Spennan er nú í hámarki í Bjólfsmeistarakeppninni og er Bótarinn (47 stig) kominn með eins stigs forystu á Iðnaðarmanninn (46 stig). Mikkalingurinn (44 stig) 3 stigum á eftir efsta manni og Timbrið (43) rétt á eftir. Lucky er síðan með 39 stig og gæti átt möguleika ef menn detta snemma út í bústaðnum en næsti maður þar á eftir Bósi með 29 stig og nánast ómögulegt að það muni duga til að landa efsta sætinu eftir bústaðinn. Þannig að baráttan um meistaratitilinn í ár er ein sú mest spennandi og spurning hvort að það verði nýr meistari krýndur þar sem Bótarinn og Lucky hafa einokað þennan titil.

Hérna er yfirlit yfir þróun stiga:

Bjórmeistarakeppnin

Killerinn náði sér í eitt stig en Iðnaðarmaðurinn er efstur með 6 og með það góða forystu að menn þurfa að raða inn bjórstigum í bústaðnum til að ná honum.
Allaf er hægt að sjá stöðuna á bjórstigum á stigatöflunni og ef að einhver frétt er opnuð á síðunni þá eru upplýsingar um hliðarkeppnir hægra megin.

Síðasta mótaröðin

Bótarinn og Mikkalingurinn eru með forystu með 16 stig og Lucky og Timbrið með 15 stig en það á eftir að breytast mikið í bústaðnum þar sem lítil er á milli manna. Hægt að sjá stöðuna yfir þriðju mótaröðina með að raða niðurstöðun á stigatöflunni eftir “Mótaröð 3” (með því að smella á þá fyrirsögn í töflunni).

Robocop takk fyrir heimboðið, þú færð heiðurinn af því að taka töskuna og dúkinn með í bústaðinn 😉

2 vikur í bústað…nú þarf að skella öllu á fullt í undirbúning!!!

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

 1. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. "you fool me once..." svo bara veit ég ekk rest. en…

 2. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju. Ást og friður. þið eruð…

 3. Boðsmót Bjólfs verður haldið föstudaginn 13. janúar á Rauða Ljóninu. Spilið mun hefjast klukkan 19:30 en spilarar eru hvattir til…