Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bústaður 2015 – Laugarvatn?NEI…Apavatn?NEI….HMMM

Heilir og sælir,

Loks er ryðið farið úr manni og þorstinn er kominn aftur. Þegar ég sagði á Sunnudaginn  “ég ætla aldrei að drekka aftur!” þá var ég bara að djóka.

Ég er kannski svolítið graður á því en eins og ég hef sagt þá finnst mér þessi félagsskapur alveg einstakur og ég myndi vilja taka klúbbinn á næsta level. Nei, ég er ekki að tala um neitt kynferðislegt þó að menn hafi verið mikið að spá í 2 af 10 homma-reglunni upp í bústað heldur er ég að tala um túr í nálægri framtíð. Margir hugsa eflaust hmmm aðrir hugsa  . Nei, þið hafið rangt rangt fyrir ykkur. Massinn hugsar út fyrir kassann.

Massinn er alltaf skrefinu á undan. Massinn er ekki bara massaður, heldur einnig bráðsnjall og með ólíkindum klókur. Hvernig hugsar Massinn. Nú auðvitað:

 

http://casinonovascotia.com

2015 er 5 ára afmæli Bjólfs sem þýðir að við höfum 2 ár til að skipuleggja og fjárafla Pókerferð Bjólfs til Halifax. Ég er ekki að grínast. Þessi borg er sniðinn fyrir klúbbinn, Massinn er búinn að vera víða og Halifax er klárlega okkar borg. Hægt væri að fara í 2ja nátta ferð, bærinn er mjög lítill en státar af því að vera með flesta pöbba pr capita sem er landslag fyrir okkur.  Ég man ekki hvort ég var búinn að segja ykkur frá því en það er hriklega flott Casion þar líka.

Þetta er ekkert meira frábrugðið nema auðvitað kostar þetta meira en ég er sannfærður að með útsjónarsemi getum við gert þetta orðið að veruleika. Flug og hótel er c.a. 160 þús og svo fer væntanlega annað eins í neyslu en auðvitað geta menn alltaf haft með sér smurt kæfubrauð og  kókómjólk. Við gætum lagt til aur mánaðarlega, haldið kannski 2-3 pókermót og selt klósettpappír, fá sponsa osfrv sem dæmi. Er áhugi fyrir þessu?

Halifax1 waterfront_in_halifax_novascotia.jpeg.size.xxlarge.letterbox

 

Sett verður upp könnun til að ath áhuga manna.

 

kv

Massinn

4 athugasemdir

  1. Þetta kallar á fund/mót og ræða málin. Læk á þetta!
    Kv. Mikkalingurinn

  2. BIG LIKE á það. Plana fund sem fyrst.

  3. Það verður seint tekið af Massanum að hann er STÓR(huga) 🙂

    Þetta hljómar gríðarlega spennandi og ekki verður verra að hafa (nánast) heimamann til að guide-a okkur.

  4. Með Hárkarlinum til Halfax 2015…held það verði enginn svikinn 😉

    Stefnum jafnvel á fund/mót eftir 2 vikur, 31. maí…hjá mér (nenni ekki að keyra borðið 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *