Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bústaðurinn 2017

Bústaðurinn 2017

Það var flottur hópur af Bjólfsmönnum sem hittist í maí í fyrsta skiptið í stóra bústaðnum og óhætt að segja að það er eindregin ósk að héðan í frá verðum við þar (eða amk í einu stóru húsi).

Menn gerðu upp bjórinn sinn, fengu nýja boli (7-2 besta höndin), spiluðu fussball, drukku, sögðu sögur, elduðu og átu góðan mat, fóru í pott’num og skemmtu sér…síðan var spilaður smá póker =)

Bjólfsmeistarinn 2017
Iðnaðarmaðurinn var með fyrstu mönnum út og náði ekki að tryggja sér Bjólfsmeistaratitilinn þó hann hefði tekið Bjórmeistarann nokkuð örugglega og vel kominn að því að klæast 7-2 bolnum =)
Mikkalingurinn endaði á að rúlla upp kvöldinu og tryggja sér sinn fyrsta Bjólfsmeistaratitil. Vel gert miðað við að hafa misst af tvemur kvöldum og ekki síðri árangur hjá Timbrinu sem tók annað sætið þrátt fyrir að hafa misst af þremur kvöldum.
Hægt er að sjá allar upplýsingar um stigin og fleira á Bjólfsmeistarinn 2017 og fyrir neðan stigatöfluna er línurit sem sýnir þróunina og hvernig staðan breyttist milli kvölda.

Helgin var fljót að líða…enda ekki annað hægt í góðum félagsskap =)

Myndir
Nokkrar myndir frá bústaðnum 2017 (frá Lucky)

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *