Pages Navigation Menu

Stráka- & pókerklúbbur

1 dagur í lokamótið – Bústaðurinn í dag

Posted by on 12. May 2017 in Fréttir | 0 comments

…upphafið nálgast, einn fjögurra kónga reis upp og sagði “Rísið upp menn, það er verið að safna í spil”

Þegar Bjólfsmenn grípa í spil

Heyrið kallið komið allir
Kvöldið það er okkar svallið
Félagsskapur kenndur við Seyðisfjarðarfjallið
Allir hlæja, allir skála
Sumir rísa sumir falla
Það eru kongunar við borðið hér í kvöld
Spilin fljúga gegnum loftið
Hækka eða folda það er erfitt valið
Spilin fljúga gegnum loftið
Það er erfitt að sætta sig við tapið

Read More

2 dagar í lokamótið – Bjórstig

Posted by on 11. May 2017 in Fréttir | 0 comments

Fram að þessu tímabili var hæðasti bjórstigafjöldi 4 stig sem Lucky Luke átti frá 2014 (en taka verður fram að bjórstig voru ekki skráð fyrir eldri ár en það og því vantar aðeins inní tölfræðina). Nú er búið að slá það met heldur betur því fyrir bústaðinn er Iðnaðarmaðurinn með 6 stig og helmingi fleiri en næsti maður.

20 bjórstig hafa landast á þessu tímabili og er það líka met en hérna eru síðustu ár:
11 tímabilið 2015-2016
18 tímabilið 2014-2015
10 tímabilið 2013-2014

Það er því ljóst að sjöa-tvistur hefur verið að gera sig á þessu ári. Þannig að öll bjórstigamet er fallin…bara spurning hvort það bætist við í bústaðnum enda helmingi lengri tíma til að hala þeim inn þar vegna þess að lotur eru tvöfallt lengri en á venjulegu heimamóti.

Read More

3 dagar í lokamótið – Reglubreytingar til umræðu í bústaðnum

Posted by on 10. May 2017 in Fréttir, Reglubreytingartillaga | 1 comment

Í bústaðnum verða tekin fyrir nokkur mál sem þarf að ákveða fyrir næsta tímabil:

 • Föst stigagjöf – hefur oft verið rætt hvort eigi að vera föst stig alltaf fyrir fyrsta sætið, óháð því hversu margir mæta.
 • Mótshaldari borgar sig ekki inn – til að hvetja menn til að halda mót.
 • Bjórgjaldið inní ársgjaldið – þannig að ekki þurfi að rukka það sérstaklega (c.a. kostnaður uppá ca 20þ)
 • OPEN mótið telur sem aukamót – þannig að aðeins 9 mót telja til Bjólfsmeistara en OPEN mótið getur komið í staðin fyrir lægstu stig og híft menn upp.
 • Annað?
  Read More
 • 4 dagar í lokamótið – munchies fyrir bústaðinn?

  Posted by on 9. May 2017 in Fréttir | 0 comments

  Ég hef þegar hafið að safna saman auglýsingavörum til að hafa við höndina í bústaðnum eins og í fyrra…þett er sérstaklega til að halda “hungruðum úlfum” frá aðalréttingum.

  Þetta er einnig fínt fyrir viðkomandi fyrirtæki að kynna okkur fyrir nýjum vörum, ég viðukenni að snakk sem við fengum í fyrra er nú oftar en ekki til inní skáp hjá mér 😉

  Þannig að við verðum með auka “maul” og enginn ætti að verða svangur um helgina.

  Read More

  5 dagar í lokamótið – gleymið ekki bjórnum og bjórgjöfum

  Posted by on 8. May 2017 in Fréttir | 0 comments

  Nokkir hlutir sem er gott að muna eftir:

  1. Bjólfsglas – ekki verra að vera með merkt glas við höndina 😉 eða Bjórkannan fyrir þá sem eiga hana.
  2. Bjólfshandklæðið – þá finnurðu alltaf þitt handklæði 😉
  3. Bjólfsbol(ur/ir) – valkvæm(ur/ir)
  4. Bjólfshúfa – valkvæm
  5. Sundskýla – valkvæm
  6. Eitthvað að drekka
  7. Cash
  8. Rúmföt / svefnpoki (alltaf einhver sem gleymir þessu!)

  Ekki þarf að hugsa út í neinn mat, við verslum hann allan fyrir félagsgjöldin…en þegar þið farið og verslið drykki fyrir bústaðinn gleymið þá ekki ef þið skuldið Bjórmeisturum síðasta árs bjór.

  Hérna er yfirlit yfir uppgjörið og hægra dálkurinn er bjórinn og merkt við hverjir eiga eftir að gera upp:

  Þannig að ef nafnið þitt er þarna í rauðu þá verslaðu auka kippu og gerðu upp þegar þú mætir 😉

  Read More

  6 dagar í lokamótið – hvað verður í matinn?

  Posted by on 7. May 2017 in Fréttir | 0 comments

  Matseðill helgarinn:
  Föstudagur: Hreindýraborgarar a la Bennsi
  Laugardagur: Brunch of Kings, Nautalaund í kvöldmat

  Bennsi er með borgarana og Bósi reddar kjötinu. Allt meðlæti verður verslað á leiðinni og Massinn og Heimi eru búnir að halda marga fundi og skipuleggja matinn, þannig að við ættum að vera í góðum höndum alla helgina.

  Read More