Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XIV hófst hjá Iðnaðarmanninum

Birt af þann 11. Sep 2023 Í Fréttir, Mót | Engin ummæli

Bjólfur XIV – 1. kvöld í september ’23 hjá Iðnaðarmanninum

Fjórtánda starfsárið hófs í gær þegar þrettán Bjólfsfélagar tóku í spil…og sá fjórtándi mætti svo eftir hlé þannig að það voru fjórtán Bjófsbræður sem hittust á fyrsta kvöldinu á fjórtánda tímabilinu 🙂

Eins og oft áður þá tókst okkur nú ekki að byrja á tíma og hléið var langt og gott…enda ekki annað hægt þegar Gestgjafinn er heimsóttur og menn eiga fullt í fangi bara með að smakka á öllu sem boðið er upp 🙂

Það var tekið á móti nýjum meðlim sem er nú með okkur til reynslu fram að næsta bústað 😉 hann sýndi meira að segja töfrabrög og reytti af sér sögurnar eins og honum einum er lagið.

Við pókerborðið hafi Bósi engu gleymt…og eftir nokkur spil var hann búinn að margfalda sig og áttu menn í mesta basli með Bósa’nn…enda langt síðan menn hafa setið móti honum yfir pókerspili.

Lesa meira

Breytingar á lokapottum fyrir Bjólfur XIV

Birt af þann 21. Aug 2023 Í Fréttir, Reglur | 1 ummæli

Í gegnum árum höfum við tekið helminginn af innkaupagjaldi (buy-in) og sett í mótaröð (3 kvöld) og hins vegar í meistara/bústaðapott. Síðarnefndi potturinn var hugsaður fyrir meistaragjafir og sérstök bústaðamót en hefur yfirleitt verið nýtt til að hjálpa til með gjöld við bústaðinn og aldrei skilað sínum tilgangi.

Þannig að nú verður breyting á því að þessi pottur er lagður niður. Engin breyting er á innkaupagjaldi, það er enn 2.000,-, og helmingur þess fer nú allur í mótaröðina þ.s. þrír efstu menn hverrar mótaraðar (þriggja móta) fá verðlaun skv. upplýsingum um mótaraðir (lokapott) hefur verið uppfærð m.t.t. þessarar breytingar.

Þessar breytingar auðvelda utanumhald (að þurfa ekki að halda utan um tvo hluta) sem og að verðlauna þá sem standa sig vel á mótaröð, en oftar en ekki ná menn ekki neinum verðlaunum á neinu kvöldi en landa samt skerfi af mótaröðinni.

Lesa meira

Bjólfur XIII – 9. kvöldið (bústaður)

Birt af þann 12. May 2023 Í Bústaður, Fréttir, Mót, Myndir | Engin ummæli

Bjólfsbræður í bústað (maí 2023)

Þá var komið að því…tólfti bústaðurinn (þar sem 2020 datt uppfyrir) og mikil spenna í mönnum fyrir helginni sem og spili.

Lesa meira

Bjólfur XIII – áttund kvöldið

Birt af þann 15. Apr 2023 Í Fréttir, Mót | Engin ummæli

Bjólfsbræður í apríl 2023

Síðasta heimamótið var haldið hjá Lucky og það endaði í átta bræðum sem mættu á sólríku vorkvöldi og settust beint við lokaborðið.

Lesa meira

Bjólfur XIII – sjöunda kvöld

Birt af þann 4. Mar 2023 Í Fréttir, Mót | 1 ummæli

Bjólfsbræður í mars 2023

Afmælismótið var haldið hjá Massanum í gær og með því þokast hann einu móti nær því að hampa þriðja sætinu í að hafa haldið flest mót. Klúbburinn er 13 ára í dag og fagnar afmælisdeginum með Stofnandanum og Bjólfur kastar kveðju yfir landið (eða ofan af fjallinu ;). Í tilefni dagsins er skemmtilegt að rifja upp smá eins myndir frá afmælismótinu 2011…sjaldan leiðinlegt að garfa í gömlu dóti hérna á síðunni 😉

Lesa meira

Bjólfur XIII – sjötta kvöld

Birt af þann 4. Feb 2023 Í Fréttir, Mót | 2 Ummæli

Bjólfsbræður + gestur í febrúar 2022

Hist var fyrr í tilefni afmælis Kapteinsins þegar hann var sóttur á heimili sitt og rúllað beint í Sky Lagoon þar sem við áttum notalega stund saman í brotsjónum sem gekk yfir lónið og þurftu menn að hafa sig allan við að að halda bjórglasinu stöðugu í gusuganginum.

Lesa meira