Pages Navigation Menu

Stráka- & pókerklúbbur

Bjólfsmeistarinn 2020 og lokamótið

Posted by on 30. May 2020 in Mót | 0 comments

Það var nokkur spenna fyrir lokamótið í gær þar sem Lucky leiddi með 4 stigum.

Mikkalingurinn var búinn að standa sig vel þrátt fyrir að hafa misst af móti og átti möguleika á að ná í toppsætið ef Lucky myndi detta snemma út.

Bótarinn var svo einu stigi á eftir Mikkalingnum og því kunnuglegir menn að berjast um nafnbótina…enda þeir sem mæta einna best 😉

Þegar að bæði Mikkalingurinn og Bótarinn duttu út á undan Lucky var ljóst að hann var að fá nafnbótina í enn eitt skiptið og rauða bolinn sem fylgir.

Lokamótið

Nágranninn tók sigur annað kvöldið í röð og aftur sigraði hann Kapteininn á endasprettinum eftir að Lucky tók þriðja sætið.

Þeir tveir skiptu með sér verðlaunum fyrir mótaröðina með jafn mörg stig og Lucky og Massinn skiptu með sér þriðja sætinu.

Read More

Annað rafmótið – 8. kvöldi lokið

Posted by on 18. Apr 2020 in Fréttir, Mót, Rafmót | 0 comments

Þá er næstsíðasta kvöldinu á 2019-2020 lokið. Það voru 12 Bjólfsbræður sem mættu á annað rafmótið og allir sem spiluðu mættu á spjallið á netinu. Að þessu sinni var breytt yfir í nýtt forrit og merkilegt hvað menn eru að ná að aðlaga sig =)

Bjólfur sýnir ábyrgð á þessum tímum og spilar aftur yfir netið til að fylgja ítrustu varúð á þessum tímum en vonumst eftir að ná að hittast aftur í maí =)

Þúsarinn
Bennsi og Killerinn voru fjarri góðu gamni þannig að Massinn var þúsari kvöldsins eftir að hafa verið fyrsti maðurinn til að ná verðlaunum á móti þrátt fyrir að vera fjarverandi 😉

Bjórstig
Lucky náði sér í sitt fyrsta stig sem og Bósi sem hefur þá landað sínu fyrsta bjórstigi í langan tíma (víst nokkur ár síðan 😉 Mikkalingurinn er með 6 stig á toppnum og ólíklegt að nokkur ógni honum þar sem Lomminn er næstur með 3 stig.

“Þú getur ekki verið brjálaður yfir sannleikanum”

-Iðnaðarmaðurinn

Lokabaráttan
Einn af öðrum duttu menn út og Lucky tók bubble sætið sem og að slá mjög vafasamt met að hafa keypt sig sjö sinnum inn og því bætt það met um tvö endurinnkaup. Þá voru Nágranninn, Kapteininn og Pusi eftir.

Þegar þarna var komið sögu var Nágranninn að safna peningum og ekkert að grínast með það…hann spilaði eins og óspjallaður engill og með fínpússað skírlífsbelti.
Pusi reyni að spilla honum en þurfi að láta fyrir gosapari hjá Kapteininum sem stóð eftir í rimmunni á móti Nágrannanum.
45þ vs. 7þ., þannig að það var á brattann að sækja hjá Kapteininum…en hann gerði síðan tillögur og þremur höndu, seinna var staðan 38. vs 13…lokarimman tók smá tíma…enda hækka blindir mun hægar í þessu forriti heldur en við stillum því upp þegar að mótið er búið að keyra áfram í 4 tíma =) en stuttu seinna varð Kapteininn að játa sig sigraðan og Nágranninn tók sigurinn.

Ekki hægt að segja annað en að þetta er að reynast okkur vel að spila á netinu þó svo að 11. reglan sé stundum brotin 😉

Read More

Rafmótið heppnaðist vel

Posted by on 4. Apr 2020 in Mót, Rafmót | 0 comments

Fyrsta rafræna pókermót Bjólfs var haldið á netinu í ljósi samkomubanns vegna COVID-19 sem verið er að reyna að hefta og vissulega gerum við okkar til að aðstoða í þeirri baráttu.

Mótið var með sama fyrirkomulagi og áður og reyndum við að láta allt vera óbreytt og tókum nokkur prufumót til að sjá hvað hentaði best til að halda utan um mótið á netinu.

Það voru 15 Bjólfsmenn sem mættu til leiks og spjöllu yfir spilinu í gegnum tölvur eða síma frá sínum heimilinum víðsvegar um landið og heiminn.

Massinn og Lomminn skiptust á að vera stæðstir. Massinn var búinn að lýsa því yfir hann myndi taka þetta…ef hann myndi ná að halda sér vakdandi alla leiðina frá spáni…

Killerinn var á tímabili kominn niður í 50 kall en tók Hobbitann á þetta og var kominn í næstum 9þ og topp 7 ásamt Kapteininum sem var orðinn mjög lítill áður, bara nokkrir hundraðkallar, en var kominn í hátt í 6þ og topp 7.

Stuttu síðar var Killerinn kominn uppí 14.500, búinn að 290falda sig.

Massinn fór svo að massa þetta og kominn í 30þ þegar að killerinn var með 10þ, Bennsi 4.5þ og Kapteininn 4.5þ þannig að Massinn var með tvöfalt meiri chippa heldur en hinir 3…en allir komnir í verlaunasæti

Killerinn tók síðan aðeins á Massanum og var kominn í um 25þ. chippa, Massinn 15þ Bennsi 6þ og Kapteinn enn að ríghalda í með 2.5þ,…þegar þarna var komið var Killinn búinn að 500 falda sig!

Þegar klukkan var oðin 1, og þá 3 á Spáni, þá datt Masinn út…líklega sofnaður uppí rúmi…sem var frekar hart fyrir þá sem voru enn að spila að þurfa að bíða eftir að blinda hann út…en hann var dæmdur í 3ja sætið fyrir að vera ekki við borðið og til að sleppa að láta hann blindast út…nokkuð vel gert að ná verlaunasæti og vera ekki lengur að spila 😉

Bennsi og Killerinn voru báðir með 20 chippa í lokarimmunni og allt gat gerst. Þeir áttu góða rimmu þar sem peningarnir fóru fram og aftur en enduðu leikar þannig að Bennsi tók sigurinn á fyrsta rafrmótinu og fyrsta kvöldinu í síðustu mótaröðinni á tíunda tímabilinu.

Það voru þónkkur Bjórstig sem komu í hús, enda leiknar fleiri hendur með þessu fyrirkomulagi og þeir sem náðu sér í stig voru:

 • Jón Valur x2
 • Gummi nágranni
 • Bennsi
 • Bóndinn

Niðurstaðan

 1. Bennsi 13.000
 2. Killerinn 10.000
 3. Massinn 7.500 (6.5+þúsarinn)
 4. Kapteininn 3.500
 5. Lomminn
 6. Nágranninn
 7. Mikkalingurinn
 8. Iðnaðarmaðurinn
 9. Lucky Luke
 10. Heimsi
 11. Bótarinn
 12. Bósi
 13. Pusi
 14. Bóndinn
 15. Robocop

Í dag var svo haldinn upplýsingafundur til að fara yfir mótið og allir sammála um að þetta hefði verið frábært rafrmót í gær, takk allir, takk Elli fyrir að finna PPPoker og halda utan um mótin, takk Bóndinn fyrir að sjá um peningana, takk allir fyrir að ná sér í AUR og taka þátt, skemmtilegt framtak og við gerum okkar til að halda aftur af COVID-19 og látum ekki stoppa okkur þó við getum ekki hist.

AUR var að reynast vel og viljum við fá helst alla til að nota það fyrir millifærslur þar sem það auðveldar utanumhaldið!

Næsta mót – 17. apríl, erum enn í miðjum faraldri og Formaðurinn hefur ákveðið að það mót verði líka online.

Lokamótið…í maí, þegar við nálgumst það þá tökum við ákvörðun.

Spjallið var ekki að gera sig en Heimsi er með lausn fyrir okkur sem við ætlum að prófa á næsta prufumóti, hann verður Samskiptagúrúinn okkar og tekur það hlutverk á sig fyrir næsta prufumót sem er áætlað á Miðvikudaginn 8. apríl kl. 20:30.

Einnig var rætt að vera með rafmót þegar við komumst út úr samkomubanni og hafa þau þá til viðbótar og fyrir utan mótaröðina, þetta er skemmtilegt fyrir þá sem eru lengra í burtu til að geta tekið þátt. Þá er hægt að vera með smá buy-in sem gildir fyrir nokkrum re-buy og fer jafnvel bara í sjóðinn.

Read More

Fyrsta rafmót Bjólfs í kvöld

Posted by on 3. Apr 2020 in Mót, Rafmót | 0 comments

Hvað þarf að gera?

 1. Hvernig finn ég klúbbinn í PPPoker?
  Eftir að búið er að ná í forritið þarf að slá í Club ID til að fá inngöngu í klúbbinn…upplýsingar um það eru á Facebook spjallinu.
 2. Hvernig tek ég þátt í spjallinu?
  Við hringjum í gegnum Zoom og fylgist með á Facebook spjallinu, þar mun verða settur inn hlekkur fyrir mótið.
 3. Hvernig millifæri ég?
  Setjið upp https://aur.is/ Appið og borgið buy-in (2.000,-) inná Bóndann sem er gjaldkerinn á rafrænu mótunum.

Fyrirkomulagið

 • Sama fyrirkomulag og áður, 2þ kall i buy-in, 1þ kall re-buy fyrstu 4 umferðirnar (fyrstu 2 tímana)
 • Bjórstig (7-2) gildir fyrstu 4 umferðinar og það verður einhver að taka screenshot eða tilkynna sérstaklega á spjallinu, Lucky skrásetur en ef við verðum á 2 borðum þá sér hann bara annað borðið.
 • Spilapeningar verða 1.500 í stað 15.000 og blindir byrja í 10/20 í stað 100/200
 • Millifærslur vegna re-buy-a verða gerð eftir mótið (eða eftir hlé?) inná gjaldkerann (sjá lið 3. hérna fyrir ofan)

Uppfært: Breytti millifærslum þar sem gjaldkerinn vildi bara fá buy-in fyrir mót =)

Read More

Tíunda tímabilið (þriðja kvöld annarar mótaraðar)

Posted by on 7. Mar 2020 in Mót | 0 comments

Allir í góðum fíling

Níu Bjólfsbræður enduðu hjá Bóndanum í gærkvöldi…þó svo að tveir þeirra hefðu gengið inní stofu á hæðinni fyrir neðan og mætt þar heimilisfólkinu að horfa á sjónvarpið…þá enduðu allir á réttum stað á endanum =)

Bjórstig

Það komu 3 bjórstig í hús þetta kvöldið. Spaða Ásinn nældi sér í sitt fyrsta stig í byrjun kvölds og síðan tók Mikkalingurinn tvö stig og því orðinn efsti maður með 4 stig og kominn einu stigi frammúr Lommanum.

Kvöldið

Eftir hlé fórum menn að detta út eins og flugur. Spaða Ásinn sem hampaði sigri síðast og var því Þúsari kvöldsins var fyrstur út fyrir hendi Bótarans og sagði að hann væri nú meira vanur því hlutskipti en að sigra 😉

Heimsi fór næstur, svo Lucky og Killerinn, Bóndinn og Nágranninn.

Bótarinn tók Bubble sætið, Mikkalingurinn 2. sætið og Iðnarmaðurinn kláraði kvöldið.

Það fór vel um menn hjá Bónandum og hefðum alveg getað verið þarna í einangrun í tvær vikur 😉

Staðan

Stigataflan hefur verið uppfærð og Bótarinn er kominn á toppinn með tveggja stiga forystu á Lucky en ef tekið er tillit til OPEN þá hefur Lucky en efsta sætið…þannig að toppbaráttan er svakalega spennandi…og síðan er Mikkalingurinn á blússandi siglingu á eftir þeim og til alls líklegur þó hann hafi misst af einu kvöldi.

Mótaröðin

Önnur mótaröðin kláraðist í gær en það á eftir að gera upp við næsta tækifæri:

 1. sæti: Mikkalingurinn 7.500,-
 2. sæti: Iðanarmaðurinn 4.500,-
 3. sæti: Bótarinn 1.000,-
Heimsi vígalegur

Read More

Tíunda tímabilið (annað kvöld annarar mótaraðar)

Posted by on 9. Feb 2020 in Mót | 0 comments

Hópurinn hjá Bennsa

12 Bjólfsbræður mættu til leiks á nýjan heimavöll hjá Bennsa sem bauð heim í fyrsta skipti…enda búinn að vera duglegur undanfarið að taka húsnæðið í gegn og undirbúa fyrir pókerkvöld =)

Bjórstig

Bótarinn, Lomminn og Nágranninn náðu sér allir í bjórstig og Bótarinn meira að segja tvö en Lominn er þá einu stigi framar með samtals 3 stig eftir aðeins 3 kvöld og stendur nokkuð vel að vígi ef hann heldur svo áfram.

Eftir þónokkur spil fóru menn að detta út einn af öðrum. Kapteininn fór fyrstur, svo Bósi og Lucky. Bótarinn gat þá saxað á forskot Lucky á toppnum en fór næstur út og minnkaði því bilið aðeins um eitt stig. Bóndinn, Lomminn og Iðnaðarmaðurinn fylgdu og síðan Massinn, Bennsi og Timbrið. Nágranninn tók 3. sætið og Mikkalingurinn játaði sig sigraðan fyrir Spaða Ásnum sem tókst að landa langþráðum sigri.

Read More