Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Chip-up

Chip-up

Chip-up er þegar við hættum að nota ákveðna tegund af spilapeningum og skiptum þeim upp fyrir næstu tegund fyrir ofan. Við þekkjum það að ef við eigum ekki uppí næsta spilapening missum við alla sem ekki ná (t.d. ef leikamaður er með 4 hvíta sem duga ekki uppí rauðann þá missti hann þessa 4 og fékk ekkert) en nú verður því breytt þannig að “spilað” verður uppá.
Tökum dæmi þar sem verið er að skipta út hvítum. Bósi er með 3 hvíta og Eiki Bót 2. Saman eru þeir sem einn rauðan og “spila” uppá hann þannig að fyrir hvern spilapening fá þeir eitt spil og hæðsta spil vinnur.
Ef að leikmenn eru með jöfn spil þá ræður liturinn og eins og við vitum allir þá er spaða ásinn hæðstur 😉

Spaði, hjarta, tígull & lauf er röðin sem ræður milli háspila.

Hver leikmaður getur bara fengið einn hærri spilapening, þannig að ef leikamaður er búinn að “spila” og fá hærri spilapening getur hann ekki “unnið” annan og aðrir gætu því sjálfkrafa fengið ef enginn er til að spila uppá.
T.d. ef Timbrið er með 4 hvíta, Massinn 4 og Hobbitinn 2. Timbrið og Hobbitinn “spila” og Hobbitinn vinnur. Hobbitinn á nú 1 hvítan eftir en þar sem hann hefur þegar unnið fær Massinn hann án þess að þurfa að spila.

Þetta getur breytt aðeins hvernig menn hugsa síðustu veðmál fyrir chip-up og ætti að tryggja að menn séu ekki að henda út afgangs chippum bara til að “losna við þá” þar sem þeir hafa dottið niður dauðir hingað til.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *