Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Einvígísmót á föstudeginum í bústaðnum

Einvígísmót á föstudeginum í bústaðnum

Í bústaðnum í ár verður spilað einvígismót á föstudeginum. Fyrirkomulagið verður þannig að allir leikmeinn fá þúsundkall úr bústaðapottinum og leggja hann undir í einvígi við andstæðinginn.

Sá sem vinnur heldur áfram í næstu umferð.

Allir fá 15þ chippa í upphafi hverrar rimmu og blindir verða fastir 200/400 (nema í úrslitum).

Ef allir mæta eru það 16 spilara og því 8 rimmur eru háðar í fyrstu umferð. Síðan 4, 2 og úrslit þar sem að sigurvegari færi um 70%+ af verðlaunum.

Áætlað er að spila c.a. 4 rimmur í einu m.v. að vera með 2 borð og spila 2 einvígi á hvoru borði.

Hver rimma er tímatakmörkuð þannig að ef ekki er komin niðurstaða í einvíginu innan 10 mínútna þá er sá sem hefur fleiri chippa eftir 10 mín. úrskurðaður sigurvegari.

Fyrsta umferð tekur því í mesta lagi 20 mín. (spilað í tvemur hollum). Önnur, þriðja og fjórða umverð 10 mín hver. Þá ættum við að ná fram í úrslit á um klukkutíma. Úrslitarimman verður síðan með hækkandi blindum á 5 mín. fresti.

Ætti að verða stutt og skemmtilegt mót þar sem allir fá að spreyta sig í að vera á móti einum í rimmu upp á líf og dauða…passið bara að tíminn vinnur hratt á móti ykkur og mikilvægt að komast í forystu.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. "you fool me once..." svo bara veit ég ekk rest. en…

  2. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju. Ást og friður. þið eruð…

  3. Boðsmót Bjólfs verður haldið föstudaginn 13. janúar á Rauða Ljóninu. Spilið mun hefjast klukkan 19:30 en spilarar eru hvattir til…