Enn eitt rafmótið
Það var skellt í samkomubann í vikunnig þannig að við skelltum okkur aftur í rafmót…óhætt að segja að menn voru ekkert ofsakátir með það…en vissulega gaman að þeir sem voru langt í burtu og í bústað gátu mætt.
10 fræknir bjólfsbræður mættu á rafmót og níu í spjall á netinu.

Menn voru mikið að leika sér með bakgrunna í netspjallinu…Kapteininn fær alveg sérstakt kúdos fyrir að googla myndir af mönnum og nota í bakgrunna =)
Bjórstig
Nokkur stig komu í hús…Kapteininn er nú efstur með eitt stig á Bósi með 4 stig…Mikkalingurinn, Lucky og Hr. Huginn með 3 og Spaða Ásinn með 2…síðan sex aðrir með eitt stig…þegar tvö kvöld eru eftir.
Spilið
Strax í byrjun tóku Hr. Huginn, Mikkalingurinn og Bósi að safna spilapeningum…Bósi var eini þeirra sem náði að halda því út og var að sýna gamla frá upphafsárum klúbbsins.
- Heimsi var fyrstur út og nældi sér í 11 stig
- Bótarinn 12 stig
- Hr. Huginn 13 stig
- Kapteinn 14 stig…ekki að saxa á forystuna hjá Mikkalingnum (er nú 4 stigum á eftir 1. sæti og 2 stigum á eftir Lucky)
- Mikkalingurinn 15 stig…þannig að hann tók bara einu stigi frammúr Kapteininum
- Lucky 16 stig…náði einu stigi á Mikkalinginn…nú eru bara 2 stig sem Mikkalingurinn hefur á hann…þannig að Bjólfsmeistarabaráttan er enn æsispennandi milli þriggja)
- Lomminn 17 stig…bubble sætið
- Hobbitinn 18 stig…3 sætið
- Nágranninn 19 stig…2 sætið
- Bósi 20 stig…1 sætið…var nokkuð vel settur að spila úr bústaðnum =)
- …allar frekar upplýsingar eru á stigatöflunni og á Bjólfsmeistarinn 2021
Fleygar setningar kvöldsins
- “Nennirðu að segja dóttur þinni að ná í bjór fyrir mig”
- “Jæja Bósi ég get ekki reddað þér núna”
- “Þú ert my nr. 1 fan boy”
- “Lucky ertu hættur að spila?”
- “ÞAÐ ER HÆGT AÐ SETJA Á MUTE!”
- “Kim Young Ung…ég næ þessu bara ekki”
- “Allir úr í pottnum”
- “Ég get ekki foldað blöff…eða blöffað fold”
- “HEI NÚMER TVÖ….RÓLEGUR!”
- “Lomminn drekkur ekki einu sinni bjór…hann er bara að feika þetta”
- “Lomminn myndi ekki ljúga..hann er náttúrulega stjórnmálamaður”
- “HVAR FANNSTU ÞESSA MYND?”…”Þetta er fyrsta myndin sem ég fann þegar ég googlaði þig”
- “Þetta var geggjað spil”
- “Ég ætla að biðja þig um að vera ekki að blóta…eyrun mín eru ekki ruslatunnur”
- “Ef þú smellir á hann…þá færðu hann stórann”
- “Ég átti aldrei von á því að þú myndir gefa boltann”
- “Æ, geturðu rétt mér lakóst sokkana mína”
- “Ég lenti í því áðan að halda að ég væri með lit…en svo var ég ekkert með lit”
Þá er síðasta heimamótið eftir 3 vikur…og þar sem það er innan takmarkana verður það að öllu óbreyttu rafmót…vonandi náum við að hittast í bústaðnum í maí =)
Baráttan um Bjólfsmeistarann er æsispennandi…sem og baráttan um Bjórmeistarann 2021…2 kvöld eftir…hvernig fer þetta..munum við hittast í bústað eða endar árið rafrænt?
Það gleymdist að færa eitt Bjórstig inná stigatöfluna í gær og Kapteininn er því kominn með eins stigs forystu í bjórmeistarakeppninni…fréttin hefur verið uppfærð
Sönnun fyrir öðru bjórstigi kom rétt í þessu og Mikkalingurinn hefur verið færður uppí 3 stig