Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Fyrsti í Bjólfi

Það var svaðalegur hópur sem mætti og fagnaði “Fyrsta í Bjólfi” á nýju tímabili. Að vanda vorum við hjá Iðnaðarmanninum (aka Gestgjafanum) sem passaði að vanda vel uppá alla sem létu sjá sig.

Uppsafnaður spenningur og langt síðan menn höfðu spjallað töfðu aðeins byrjunina á mótinu…en það var allt í góðu og henta fínt fyrir Robocop sem meldaði sig óvænt inn rétt fyrir mót.

Bjór

Bjórmeistari síðasta árs (Kapteininn) fékk uppgjör frá tvemur í kvöld og eins og sjá má af myndunum vissi hann ekkert hvernig hann ætti að taka svona góðum gjöfum =)

Engin bjórstig komu í hús þrátt fyrir að Nágranninn fékk nóg af tækifærum. Hann fékk 7-2 þrisvar sinnum fyrsta klukkutímann…en náði aldrei að gera sér mat úr því og þegar hann varaði menn við að spila á þessa hönd voru einhverjir fróðir menn sem bentu nú á að þetta væri versta höndin 😀

Spilið

Það voru margir á því að þetta yrði þeirra kvöld…og jafnvel þeirra tímabil…en fáir sem voru jafn graðir og Kapteininn sem byrjaði af krafti á bláa borðinu og lét aldrei minna en regnboga sjást þegar veðjað var. Hann stoppaði allar tilraunir Nágrannans að fá bjórstig og safnaði sér góðum stafla fyrir hlé.

Robocop mætti seint til leiks og lét það ekki stoppa sig og spýtta bara í lófana og hóf að hafa spilapeningana af hinum við rauða borðið eins og enginn væri morgundagurinn og var einnig með vænlega stöðu í hléi.

Eftir hlé

Iðnaðarmaðurinn var fyrstur til að stíga upp frá borðinu…en var hann búinn að vera sveittur að undirbúa og elda fyrir kvöldið og heimavöllurinn að gera neitt fyrir hann í kvöld.

Eftir að hafa margkeypt sig inn, eftir að elta bjórstig, var Nágranninn næstur út. Hann réð illa við Kapteininn og þrátt fyrir að geta fagnað því að sigra hann einu sinni (og hvatt menn til að mynda þann atburð) þá dugði það ekki til því Kapteininn mætti fljótt aftur með sigur og þá var ekki jafn spennandi að mynda það sem gerst hafði 😉

Þá voru aðeins 8 eftir og sameinað á lokaborðið.

Bóndinn var næstur til að taka pokann sinn…enda styttist í næsta túr og þegar ljóst að hann missir af næsta móti 🙁

Þá var komið að Massanum sem var búinn að vera að safna í smá hobbita og hanga á 3 spilapeningum ansi lengi en þegar hann endaði allur inn á móti Kapteininum kom upp að Mikkalingurinn, sem var að gefa, skellti öllum fold spilunum ofan á spilabunkann. Þetta sáu menn og voru spilin bara talin ofan af bunkanum, spilið gefið og Massinn dottinn út. Þá var nú minn maður ekki alveg sammála og ætlaði eitthvað að fara að malda í móinn…en þar sem hann var á móti Formanninum þá reyndist það erfitt. Einhverjir höfðu nú orð á því að þetta væri líklega bara refurinn í Mikkalingnum að ná svona stórlaxi út…enda væri svona lagað ekki tekið gilt í Halifax.

Hér er kannski gott að minna menn á að vera ekki of duglegir að taka til á spilaborðinu fyrr en spili er lokið.

Lucky var orðinn lítill og fór allur inn með þrjá tígla í borði á móti Robocop sem hélt á tíupari…sá síðarnefndi var nýbúinn að segja að það þyrfti bara að fara á móti Lucky til að vinna sem hann og gerði og slapp við tígul og sendi Lucky heim.

Eftir að hafa verið á siglingu fyrir hlé fór jafn og þétt að minnka staflinn og endaði svo að Kafteinn var svo illa særður eftir að vera með fullt hús 444QQ en Robocop 444KK og Robocop þá kominn með chip lead. Stuttu seinna horfir Kapteininn á kónga og hækkar en er séður af Robocop…gjafari átti í smá vandræðum í floppi og ás sýndur sem var brendur…Kapteininn fer all inn og Robocop í smá vanda með tvo ása á hendi og veit að einn er brenddur…en sér samt og tekur Kapteininn út.

Bótarinn dugði þá ekki lengur…búinn að vera allt of lengi að spila og löngu kominn háttatími.

Heimsi tók bubble sætið eftir að vera búinn að svellkaldur allt kvöldið og lét ekkert stoppa sig…en var að játa sig sigraðan með 23 á móti Á4 hjá Mikkalingnum þegar að hvorugur þeirra hitti neitt og high card hjá refnum bætti borðið og tók sigurinn og þúsarann…enda er Á alltaf (yfirleitt) góður 😉

Robocop var búinn að vera á fullu síðan hann kom…en varð að játa sig sigraðan á endanum…enda var refurinn ill viðráðanlegur og líklega ekki hættulaust styggja hann of mikið.

Mikkalingurinn tók því fyrsta sigurinn og byrjar af jafn miklu öryggi og eins í fyrra.

Frábært kvöld eins og alltaf…helstu uppýsingar um stöðuna hægt að sjá á Bjólfsmeistarinn 2022 (eða stöðusíðunni) og næsta mót verður í Athvarfinu og verður spennandi að hittast á nýjum stað 🙂

3 athugasemdir

  1. Geggjað að hitta ykkur kútar😘

  2. Geggjað kvöld og hrikalega hefur Robocop æft sig mikið í póker sumar 😉

  3. Ég bind vonir við Robocop og Heimsa…kominn tími á að einhverjir fari að stoppa þessa 3 sem eru alltaf að einoka Bjólfsmeistaratitilinn 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *