Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Gokart 2012 – úrslit

Gokart 2012 – úrslit

Það voru 8 Bjólfsmenn sem að hittust og klæddu sig í hjálma og stigu um borð í keppnisbílana í kvöld. Sem betur fer hafði Logi prófað þetta um daginn og komist að því að ekki var boðið uppá keppnisgalla þannig að allir voru undirbúnir í “drullugöllunum”.

Brautin var þétt setin og iðulega menn komnir út í kant búnir að taka aðeins of mikið á því 😉
Úrslit úr tímatökunni voru í eftirfarandi uppröðun og síðan voru bestu tímarnir í sviga skv. yfirlitinu sem við fengum…en það er reyndar hrópandi ósamræmi milli þeirra og uppröðunarinnar.

Tímatakan:

 1. Pusi (34.11)
 2. Timbrið (34.11)
 3. Mikkalingurinn (31.41)
 4. Logi Helgu (33.08)
 5. Eiki Bót (33.90)
 6. Bóndinn (34.58)
 7. Lomminn (34.38)
 8. Bósi (35.33)


En hvað sem tímunum leið var það uppröðunin sem réð og var Timbrið sáttur við að byrja annar í fyrstu keppninni sinni. Bósi lenti á brensulausum bíl í tímatökunni og lét okkur eftir að taka keppnina eftir að hafa tekið nokkrar góðar árásir á dekkin.
Logi lenti fljótlega í ársekstri og varð síðastur og Timbrið fylgi fljótt á eftir og tók síðasta sætið með góðum ársekstri sem tafið hann lengi og græddi því lítið á að byrja 2.
Mikkalingurinn var mjög grimmur tók bæði Loga og Eika með því að keyra aftan á þá og voru allir sammála að hann hefði verið með meiri kraft en honum tókst að ná Pusi í 1. sætinu en þá var búið að slökkva á mælingunum og Pusi hélt því fyrsta sætinu.

Úrslit (besti tími) og tími á eftir fyrsta sæti:

 1. Pusi (0.33.344 í hring 4)
 2. Mikkalingurinn (0.31.328 í hring 16) 0.00.66 á eftir
 3. Eiki Bót (0.33.076 í hring 10) 0.04.98 á eftir
 4. Logi Helgu (0.32.586 í hring 15) 0.12.47 á eftir
 5. Bóndinn (0.33.642 í hring 12) 0.17.94 á eftir
 6. Lomminn (0.33.129 í hring 13) 1 hring á eftir
 7. Timbrið (0.32.932 í hring 15) 1 hring á eftir

Þannig að Pusi náði að hanga á sigrinum eftir að hafa fengið ráspólinn en Mikkalingurinn var klárlega hraðastur…hvort sem það var bíllinn eða ökumaðurinn…það verður ekki dæmt um það fyrr en við hittumst aftur á brautinni 😉

5 athugasemdir

 1. Það gæti verið að ég hafi ekki munað upprönunina í tímatökunni rétt þar sem ég sá aðallega þá sem voru fyrir framan mig…þið leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér.

  • Ég er bara ánægður með snör hantök að koma þessu í loftið og að hafa ekki verið síðastur 🙂

 2. Einnig hægt að sjá video klippu frá Bósa á Facebook.

  • Halló! Hvað með þá sem eru ekki á Facebook??

   • Þeir verða að fá einkashow hjá Bósa 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *