Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Heppni eða ekki?

Heppni eða ekki?

Mikill spenningur var í loftinu fyrir 2. kvöldið í fyrstu mótinu þegar menn fór að streyma í Casino Massinn einn af öðrum og Timbrið mætti með nýja rétti (& gamla góða) úr vinnunni sem var sérstaklega skemmtilegt og lífgaði uppá stemmninguna…þó svo að jalapenjo hafa orsakað full mikinn viðrekstur undir lok spils hjá sumum 😉

12 meðlimir mættu og langt síðan hefur verið spilað á 2 borðum en auk þess mættu nýliðarnir 2 og fengu húfur í tilefni þess að vera komnir í klúbbinn og verður gaman að sjá hvernig þeir eiga eftir að standa sig.

Rólegt var í endurinnkaupum framan af og aðallega Lillaborðið sem passaði uppá að bæta í pott kvöldsins þar sem menn spiluðu djaft og hrundu svo út eins og flugur og þeir sem eftir sátu sameinuðust Lommaborðinu.

Bósi náði mikilvægu stigi í bjórkeppninni og er nú jafn Loga & Robocop með eitt stig hver. SÁÁ síðasta árs fékk 4 uppgjör og hægt er að sjá nánar hverjir hafa gert upp hvað í bókhaldinu (undir flipanum Innkoma 2012). Enn eiga 7 eftir að gera upp þannig að SÁÁ á enn marga bjóra enn inni 😉

Logi lofaði að sýna mönnum hvernig ætti að spila og ef einhverjir hafa efst um heppni hans á lokamóti síðasta tímabils þá sannaði hann það að Lady Luck er honum enn hliðholl en það var ekki ósjaldan sem hann sýndi ÁÁ eða fleiri pör sem oftar en ekki gáfu vel af sér.

Gott dæmi var þegar Pusi fékk ÁK á móti mér með Á9 og ég sá hækkun. Á kom í borð ásamt hundum og ég tékka og hann líka. Turn kemur með 9, ég tékka yfir á Pusa sem að fer allur inn og ég sé hann og tek af honum góðan stafla og geri út um spilið fyrir hann.

Bósi náði 3 sætinu og náði síðasta verðlaunasætinu og þá voru bara Logi & Timbrið eftir í baráttunni um sigurinn.

Timbrið náði að taka vel af mér þegar blindir voru komnir uppí 4/8þ og oftar en ekki sem ég þurfti að gefa frá mér spilin sem kostaði mig að hann var kominn um 10% yfir mig (c.a. 125þ móti 140þ chippum) þegar að hann fékk ÁÁ á móti 85 og engar stórar hækkanir til að halda mér örugglega inni. Floppið kemur 882 og Timbrið endar allur inn og engin ás kemur til bjargar og áttusettið tekur allt nema um 15þ chippa af honum.
Næsta spil fer hann allur-inn og ég sé hann blind. Timbrið sýnir KK og ég ég fletti upp 3 og næsta spil 3 sem var nokkuð lýsandi fyrir kvöldið. Floppið kemur með J46 í laufi og eitt lauf í viðbót gæti reddað mér á móti kóngunum. Turn er 2 þannig að nú er enn hvaða lauf eða fimma sem að gefur mér lit eða röð. Vitir menn í þeim töluðu orðum kemur 5 sem gefur mér (bæði röðina og) litinn og gerir útaf við kóngana hjá Timbrinu…þetta var mjög dæmigert við það sem hafði verið að gerast allt kvöldið og lítið var hægt að gera við þessu.

Timbrið heldur toppsætinu í fyrstu mótaröðinni en Logi sækir á hann eitt stig og Bósi kemur sterkur og jafnar Iðnaðarmanninn og Robocop 3ja sætinu í keppninni. Lokapottinum er skipt milli 3ja efstu í sömu hlutföllum og pottum á kvöldi þannig að það geta margir blandað sér í baráttuna um fyrsta lokapottinn sem mun skýrast á síðasta kvöldi fyrsta móts eftir 4 vikur.

Skemmtilegt mót eins og alltaf og ánægjulegt að sjá mætinguna góða, nokkrar myndir frá kvöldinu. Tvö kvöld búin, 8 eftir og þetta verður bara meira spennandi með hverju mótinu 😉

9 athugasemdir

 1. Það var þúsundkall eftir mótið aukaklega. Þegar að add-on voru gerð í hléi sló ég þau ekki inn þar sem ég vissi ekki hvort að Bounty (þúsarinn) væri tekið af verðlaunaféinu. Eftir að hafa skoðað pókerforritið sé ég að bounty er tekið af verðlaunaféinu og það skýrir því þúsundkallinn. Þannig að verðlaunaféið hefði átt að vera 20þ í heildina en ekki 19þ, þannig að það verðlaun hefðu átt að vera:
  1. sæti 50% = 10000 (Logi fékk 9000)
  2. sæti 30% = 5500
  3. sæti 20% = 3500
  Þannig að heppinn ég á tiltall í þennan auka þúsundkall. Þeir sem eru eitthvað ósáttir geta séð þetta allt staðfest í pókerforritinu sem ræður 😉

  • Ástæða þess að forritið jafnar upphæðina upp er til að gefa sigurvegaranum meira, enda er hlutfall sigurvegara mun lægra heldur en þegar færri spila( 50% á móti 65% ) þó svo að upphæðir ættu að vera hærri þegar að fleiri spila þá eru einnig fleiri sem skipta verðlaununum á milli sín. T.d. fróðlegt að sjá að 1. sætið á fyrsta kvöldinu fékk meira heldur en á þessu kvöldi þó svo að það voru 5 fleiri sem mætti núna.

 2. Er ekki rétt hjá mér að Pusi og Eiki keyptu Add-on?

  • Jú það passar ég og Eikki takk fyrir gott kvöld

   • Eiki

 3. Mæli með því að Logi og Elli kaupi sér lotto miða saman. Öruggur vinningur!

  • Núna getið þið sloppið vel með afmælisgjöf fyrir desembermótið og keypt lottómiða handa Loga 😉

   • Góð hugmynd, ég lofa að spltta honum með ykkur 😉

  • Spurning hvort að tveir heppnir séu ekki saman óheppnir?

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *