Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Kaffi Láran Open 2014

Kaffi Láran Open 2014

Páskapókerinn á Seyðisfirði í ár var haldinn á nývígðri efrihæð Kaffi Láru á skírdag. Vel fór um okkur og fín aðstaða til pókerhalds. Innkaupaverðið var 3.000 kr. og eitt re-buy leyft. Við þurftum að byrja snemma eða kl. 18:00 þar sem staðurinn lokaði klukkan 12:00. Fjórtán spilarar skráðu sig til leiks en gera má ráð fyrir að tímasetning og fermingar hafi haft örlítil áhrif á mætingu. Allir voru þó sáttir og þeir sem duttu út gátu skellt sér á neðri hæðina og tekið þátt í pub quiz.

Greitt var fyrir fjögur efstu sætin sem skipuðust þannig:

 1. Atli Gunnar (Gumma í láni) – 22.000 kr.
 2. Maggi (Siggu Fridda) – 13.000 kr.
 3. Daníel Örn – 8.000 kr.
 4. Jón Valur – 5.000 kr.

2 Comments

 1. Þetta hefur bara verið kósý þarna á efrihæðinni hjá ykkur. Gaman að heyra af þessu og hafa þetta skjalfest hérna, skemmtilegt að fletta í austurlandsfréttunum 😉

 2. Það er gaman að sumir hlutir breytast ekki þó mótið hafi verið á Seyðisfirði en eins og sjá má á einni myndinni mætti Eiki með tóbaksdósina og tók hressilega í nefið 😉

  P.S. Sódavatnsflöskurnar gleymdust þarna frá kvöldinu áður.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

 1. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. "you fool me once..." svo bara veit ég ekk rest. en…

 2. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju. Ást og friður. þið eruð…

 3. Boðsmót Bjólfs verður haldið föstudaginn 13. janúar á Rauða Ljóninu. Spilið mun hefjast klukkan 19:30 en spilarar eru hvattir til…