Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Lokamót – strúktúr

Lokamót – strúktúr

Líkt og Massinn er ég svo spenntur fyrir bústaðnum að ég er strax farinn að plana strúktúrinn. Ég verð að játa að þrátt fyrir sigur á síðasta lokamóti er mótið ekkert í fersku minni en ég held að mótafyrirkomulagið hafa verið ágætt og reikna ég með svipuðu fyrirkomulagi í ár.

Skoða mótsfyrirkomulag (miðað við tillögu 1)

Ég reikna líka með að við höldum okkur við 3.000 kr. buy in út tímabilið (ekkert eiginlegt re-buy) en ég tel nóg að ákveða það á næsta móti.

Tillögur að mótsfyrirkomulagi á lokamóti

 1. Ég legg hins vegar til að við leyfum re-buy á lokamótinu og hefðum það líkt og við erum vanir nema að nú tvöföldum við buy in-ið (3.000 kr. buy in og 3.000 re-buy-15.000 chippar í hvort skipti).
 2. Ef menn vildu hækka pottinn enn meira væri hægt að leyfa mönnum að kaupa sig inn tvöfallt líkt og við gerðum á síðasta móti. Þannig gætu allir keypt sig inn fyrir 6.000 kr. (30.000 chippar og ekkert re-buy).

Þó að það séu tvö mót fram að bústaðnum væri gaman að heyra frá ykkur hvað ykkur finnst um þessar hækkanir. Í tillögu 1 spila menn fyrir 3-6 þúsund en í tillögu 2 spila allir fyrir 6 þúsund.

3 athugasemdir

 1. Á síðasta lokamóti hafði ég reiknað með að fara með 10.000 kall í mót + cash game og hafði þvi reiknað með að fara með meiri pening á cash game en mótið. Kannski er ég litaður í ár eftir þar síðasta mót og nokkuð svæsið cash game (á Bjólfsmælikvarða) og vill því setja meira í mótið fremur að cash game. Ég gæti trúað að ég myndi reikna með svipaðri upphæð í ár (10.000 kr.) en nú væri ég til í að eyða minna í cash game en mótið.

  Svo er líka möguleiki að hafa minni aukamót fyrir þá sem detta út fremur en cash game (ekki það að ég se´að gera neitt ráð fyrir að detta út…ég er bara að hugsa um ykkur 😉

 2. Sælir félagar.
  Ég er algjörlega sammála þessu Elli að leggja meira upp úr móti en cash game. Mér finnst það ekki jafn skemmtilegt. Ég held að það skipti ekki öllu hvort við höfum 3-6 þús eða bara 6 þús. Það eru allir að fara að eyða 6 þús. hvort eð er.
  kv
  Massinn

 3. Er ekki bara fínt að láta meirihlutann ráða, ég er til í bæði.

  Telur lokamótið ekki líka til stiga eins og í fyrra?

  Er Add-on enn við líði í þessi fyrirkomulagi?

  Ég tók í spil um daginn þar sem Add-on var í boði fyrir alla þegar komið var að pásu og þá fengust fleiri chippar heldur en fyrir re-buy. Þetta verður til þess að auka pottinn þar sem það borgar sig að taka add-on en á móti er okkar fyrirkomulag mjög gott til að jafna stöðuna og reyna að auka líkur að dreifa vinningum.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *