Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Lucky Luke minnir á sig

Lucky Luke minnir á sig

10 Bjólfsmenn hittust hjá Lucky í gærkvöldi. Það var ánægjulegt að hitta Bóndann þó hann hafi ekki sest niður við spil með okkur…en gott að hann kíkti á okkur og gaf okkur tækifæri á að hittast aðeins.

Bjór
Byrjað var að gera upp bjór til Bjórmeistaranna þriggja frá því fyrra þó svo að Bótarinn væri ekki á staðnum. Hobbbitinn gerði upp allan bjórinn og á Bótarinn því inni 2 dósir sem eru í geymslu með töskunni. Spaða Ásinn, Robocop og Bóndinn gerðu svo upp við Bósa & Timbrið.

Bjórstig
Lukcy Luke var að hitta á 7-2 þrisvar þetta kvöldið og fékk höndina þrisvar og náði einu sinni að landa stigi þegar 77Q komu í borð og þrjár sjöur skiluðu sigri.

Spilið hófst
Spilað var á tvemur borðum þ.s Formaðurinn hefur ákveðið að borðin taki aðeins 8 spilara. Þannig að það var sameinað þegar að fyrsti maður datt út. Sá var Hobbitinn og því komin smá spenna í fyrstu mótaröðina þar sem Bensi gat stolið af honum fyrsta sætinu með því að komast nógu ofarlega í kvöld.

Lokaborðið
Timbrið og Bensi voru mjög litlir þegar þeir komu á lokaborðið. Timbinu tókst að fimmfalda sig uppúr 5þ í um 25þ í einu spili og Bensi náði sér úr um 6þ í um 18þ í næsta spili þannig að leikar voru nokkuð jafnir um tíma og enginn með of miklar yfirburði þó að Robocop hafi verið með um mest af chippum og Bósi & Lucky þokkalegir líka.

Menn duttu svo út einn af öðrum: Spaða Ásinn, Timbrið, Killerinn, Bensi og Mikkalingurinn sem tókst að brjótast út úr álögum síðustu tveggja móta að vera fyrstur út.

Bubble
Robocop var orðinn lítill á þessum tíma og gat lítið móti stærri stöflum og endaði á að taka bubble sætið og missti af verlaunasæti.

Lokarimman
Bósi og Lucky lögðu af stað í lokarimmuna og var Bósi mun stærri og byrjaði á að hitta vel á meðan eintómir hundar kíktu á Lucky. Það snerist þó við náði Lucky að vinna sig inn með að hitta á tvær hendur og endaði á að landa sigri eftir nokkur spil. Þannig að hann minnti á það að Lady Luck kíkir stundum til hans 😉

Fyrsta ★
Þar sem Bensi náði aðeins 5 stigum var hann eigu á eftir Hobbitanum og 9 stig gáfu Lucky 18 stig sem var einmitt líka einu stigi á eftir fyrsta sætinu.
Hobbitinn tekur því fyrstu ★ af þeim þremur sem eru í boði á þessu tímabili og er þá kominn með aðra stjörnuna sína eftir að hafa landað þeirri fyrstu 2012. Gott veganesti sem hann fær fyrir flutningana norður á land =)
Yfirlit yfir stjörnur og lauf er hægt að sjá á meðlimasíðunni og með því að fara með músina yfir merkin þá er hægt að sjá hvaða ár þetta var.
Lucky & Bensi skiptu því með sér 2-3 sætinu í lokapottinum þar sem þeir voru jafnir í öðru sætinu eftir fyrstu 3 kvöldin sem mynda saman fyrstu mótaröðina.

Staðan
Allar frekari upplýsingar um stöðuna er hægt að skoða á stöðusíðunni þar sem hægt er að raða eftir heildarstigum, heildarstig hverrar mótaraðar, vinningum, bjórstigum, fjölda kvölda, meðaltalsskor fyrir þá sem vilja spá í tölfræðina 😉

Gott kvöld og nú eru 4 vikur til næsta móts, ef einhver hefur hug á að bjóða heim þá endilega látið vita…

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. "you fool me once..." svo bara veit ég ekk rest. en…

  2. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju. Ást og friður. þið eruð…

  3. Boðsmót Bjólfs verður haldið föstudaginn 13. janúar á Rauða Ljóninu. Spilið mun hefjast klukkan 19:30 en spilarar eru hvattir til…