Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Mottan sigraði

Mottan sigraði

Það fór nokkuð vel um þá 9 sem mættu í gær til Lukku Láka á 2. kvöldi í síðustu mótaröðinni og að þessu kvöldi loknu eru aðeins tvö mót eftir í 2013-2014 mótaröðinni.

Bjór & Bjórstig
Screen Shot 2014-03-22 at 12.08.23 PMMassinn gerði upp bjórinn og hafa þá 72 bjórar skilað sér til Bjórmeistara síðasta árs.Screen Shot 2014-03-22 at 12.08.34 PMÞað var aðeins eitt bjórstig sem kom í hús og LL sem tók það og er þá kominn með 2ja bjóra forystu á næsta mann og þrír með einn bjór…þannig að menn verða að vera “heppnir” að fá 7-2 á næstu 2 kvöldum til að ná LL…spurning hvort að það verði flóð af þessum stigum í bústaðnum eins og fyrir 2 árum.

Hefnd
Mikkalingurinn átti harma að hefna eftir síðasta kvöld og tókst aðeins að bæta upp fyrir það með að taka út Loga í fyrsta spili og leit út fyrir að það yrði skemmtileg barátta þar á ferð…en ekki varð nú mikið meira úr, þannig að minnsta kosti var þetta smá hefnd 😉

“Hættur & farinn”
Bósi var fyrstur út eftir um klukkutíma leik eftir að hafa varla séð mannspil á hendi eða eitthvað sem var hægt að gera með og lét sig hverfa. Bósinn hefur ekki riðið feitum hesti á þessu tímabili og rekur lestina með aðeins 9 stig úr fjörum kvöldum.

Fækkaði fljótt
Mikkalingurinn fór næstu eftir um einn og hálfan tíma inní spilið og næsta hálftímann duttu Robocop, Hobbitinn, Massinn og Killerinn út þannig að aðeins 3 voru eftir áður en klukkan var orðin 11. Sjaldan (ef aldrei) sem svo fámennt hefur verið við borðið svona snemma.

Screen Shot 2014-03-22 at 12.08.49 PMGóður hluti af chippunum safnaðist saman hjá Luke framan af spili. Iðnaðarmanninum tókst á tímabili að verða stærri en þegar LL floppaði húsi sem að Killerinn fór allur inn og Iðnaðarmaðurinn tók þátt í fór slatti af chippum aftur til L og Killerinn datt út.

Bubble
Screen Shot 2014-03-22 at 12.08.54 PMBótarinn tók Hobbitann á þetta og tórði lengi…náði að vinna sig aðeins upp en endaði svo á því að taka bubble sætið og fara heim tómhentur og bara spurning hvort L færi einu eða tvemur stigum lengra frá honum.

Endalokin
Screen Shot 2014-03-22 at 12.09.10 PMHeimavöllurinn & mottan voru ekkert að skemma lukkuna hjá Láka og í síðasta höndin endaði þannig að ég grísaði á lit á River og tók sigurinn og var spilinu lokið rétt uppúr miðnætti.

Bjólfsmeistarakeppnin
LL er kominn með 6 stiga forystu á Bótarann þegar að 2 kvöld eru eftir. Þeir tveir eru lang efstir og Robocop er 13 stigum á eftir Bótaranum í 3ja sæti. Þannig að það lítur út fyrir að keppnin í ár standi á milli Bjólfsmeistaranna…enda eru þeir einu mennirnir sem hafa mætt á öll kvöldin og nokkuð ljóst að það telur að mæta…og ganga vel 😉

Ávallt ánægjulegt að hitta menn…gleymdum samt að taka mottmynd af þeim sem mættu þannig prýddir. Síðan er spjalltími í heita pottinum kl. 21:00 í Salalauginni fyrir þá sem vilja gera kvöldið upp og ná betri tíma til að spjalla 😉

3 Comments

 1. Þetta er þriðji sigurinn í röð hjá mér og er ég þá með jafn marga sigra á tímabilinu og Bótarinn sem byrjaði betur.

  Þannig að þúsarinn fór í minn hlut aftur og verður á mér heima hjá Bósa eftir 3 vikur, næsta spil er 11. apríl.

  • Já þetta var heldur sárt í síðasta spilinu en mjög gaman : ) ótrúlegt hvað er gaman að spila edrú þegar mmanni gengur vel : )

   • Það er yfirleitt mun skemmtilegra að spila þegar manni gengur vel…hvort sem maður er edrú eða ekki 😉

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

 1. Egill bluffaði Masann og nýtt spil komið í gang. "you fool me once..." svo bara veit ég ekk rest. en…

 2. Stórkostleg skemmtun og gott að hafa þennan punkt til að halda uppi minningu Jennýjar Lilju. Ást og friður. þið eruð…

 3. Boðsmót Bjólfs verður haldið föstudaginn 13. janúar á Rauða Ljóninu. Spilið mun hefjast klukkan 19:30 en spilarar eru hvattir til…