Ný tölva

Iðnaðarmaðurinn reddaði “nýrri” tölvu fyrir klúbbinn. Eftir smá legu yfir henni (og nokkur blótsyrði) er hún tilbúin og mun sprækari en sú sem er búin að duga okkur síðan að Lomminn “yfirgaf okkur”.
Gamla er búin að reynast okkur “erfið” síðasta árið og nú ættum við að geta spila með klukkuna í gangi án vandamála 😉
Hann er alltaf að hugsa um klúbbinn og mun tölvan verða í varðveislu í töskunni þangað til að hennar er ekki lengur þörf ef við uppfærum einhverntíman aftur 😉
Síðan má nátturúlega ekki gleyma fyrstu síðunni sem Lomminn smellti í lofið https://bjolfur.org/gamla-sidan/