Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Pókerárið 2011-2012 farið af stað

Pókerárið 2011-2012 farið af stað

Þá er biðin langa á enda og ekki laust við að það hafi verið smá spennufall að móti loknu. Að vanda var mótið og hittingurinn gríðarlega skemmtilegur þar sem mörg spennuþrungin augnablik litu dagsins ljós þar á meðal tveir 72 sigrar og ótrúleg riverspil. Mótið var óvenju langt og tel ég að það stafi helst af því hve lengi menn reyna að hanga inni til að ná í sem flest stig og er það bara hið besta mál.

Afmælisdrengurinn bauð upp á flottar veitingar að venju og þökkum við fyrir þær, móthaldið og sérstaklega Bylgju fyrir kökuna.

Allir sem mættu í mótið auk Egils komu með sína bjórkippu í sjöutvist pott síðasta árs og eiga þá bara Heimir og Bóndinn eftir að gera upp. Að mínu mati býður leikurinn upp á skemmtilegt “tvist” og klárlega eitthvað sem við ættum að halda inni.

Þegar Lomminn sló út Loga og Robocop

Ein rosalegasta höndin var þegar floppið kom 464. Logi var með Á2 og átti um 10þ og endaði með það allt inni.

Robocop var með langbestu höndin á floppi 410 og Lomminn leit vel út með 88.

Massinn hugsaði sig lengi um en lét Q10 frá sér sem var mjög gott fold hjá honum.

6 gaf Robocop hús á Turn og þar með var Logi dottinn út og Lomminn átti bara 2 spil í stokkunum (átturnar) til að bjarga honum með betra húsi.

8 á River varð til þess að Lomminn fékk hærra hús og tók þannig út Loga og Gunna.

Hægt er að fylgjast með stöðu mótaraðarinnar og Bjólfsmeistarans 2012 undir mótasíðunni.

Maður verður aldrei leiður á bjór

Massinn undir lok kvölds

Massinn
Massinn Undir síðari hluta spilsins

Tilvitnun kvöldsins:

Maður verður aldrei leiður á bjór

14 athugasemdir

 1. Ánægulegt að 2012 tímabilið er byrjað þó svo að ég sé ekki jafn ánægður með byrjunina á stigatöflunni…en þá mætir maður bara tvíelfdur til leik næst (enda lenti ég bara á móti risahöndum þegar ég datt út litið við því að gera). Verður gaman að sjá hvernig þetta þróast…verst hvað það er langt í næsta mót 😉

 2. Tilvitnun kvöldsins var Maður verður aldrei leiður á bjór hjá Massanum en einnig átti Lomminn gott innlegg undir lokin sem var eitthvað á þá leið Á þessum tímapunkti spilsins þarf að gæta sín…hann orðaði það samt betur.

  • Mig minnir reyndar að ég hafi verið dottinn út þegar þessi orð féllu…

   • Passar…en þú varst alveg að lifa þig inní mómentið 😉

 3. Jón Valur var að tala um að þú Logi hefðir dottið fyrstur út en ekki Andri. Er hann ekki að misminna? Samkvæmt tölvunni var það Andri og svo þú…

 4. Geggjað kvöld drengir. Hlakka til að hirða af ykkur aurana næst:)

  • Já það er alltaf geggjað að vinna 😉 en já þetta var helvíti skemmtilegt. Ég finn hvað bústaðurinn hefur gert okkur gott og við erum farnir að bonda 😉

   • Alltaf skemmtilegra að vinna. En það er oft ekki síðra að sjá suma menn tapa og sleppa aðeins af sér beyslinu…nefnum engin nöfn 😉

  • Massinn er búinn að vera að æfa sig eitthvað…rétt missti af Bjólfsmeistarahúfunni (og ekki vegna spilamennsku). Upphitunarmótið í 2. sæti, sigur núna og byrjaður með yfirlýsingar…Mig grunar að hann hafi verið að læðast til Halifax og fá einhverja punkta 😉

   Ég hlakka til að mæta honum, og ykkur öllum eftir nokkrar vikur.

 5. Maður er bara búinn að vera duglegur að lesa þessar bækur sem þið hafið verið að benda á á þessari frábæru síðu:)
  Einnig gerðist bara eð í Halifax sem menn skilja ekki nema að vera þarna innan um all þessa sharks, you know. Maður fær bara allt annað sense fyrir spiinu.

  • Gott að menn eru að finna sig, þetta fer að verða skemmtileg barátta 😉

   • Ég er farinn að hallast að því að Bósi hafi ekki bara skilið eftir sig stórt skarð heldur líka allan hrokann 😉

    • Nei nei…ég er bara að láta menn halda að þeir séu að geta eitthvað…síðan ætla ég að rúlla þeim upp eins og í upphitunarkvöldinu 😉 Förum nú ekki að missa okkur í væmninni þótt að heiðarleikinn sé ekki til staðar 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *