Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Rafmótið heppnaðist vel

Fyrsta rafræna pókermót Bjólfs var haldið á netinu í ljósi samkomubanns vegna COVID-19 sem verið er að reyna að hefta og vissulega gerum við okkar til að aðstoða í þeirri baráttu.

Mótið var með sama fyrirkomulagi og áður og reyndum við að láta allt vera óbreytt og tókum nokkur prufumót til að sjá hvað hentaði best til að halda utan um mótið á netinu.

Það voru 15 Bjólfsmenn sem mættu til leiks og spjöllu yfir spilinu í gegnum tölvur eða síma frá sínum heimilinum víðsvegar um landið og heiminn.

Massinn og Lomminn skiptust á að vera stæðstir. Massinn var búinn að lýsa því yfir hann myndi taka þetta…ef hann myndi ná að halda sér vakdandi alla leiðina frá spáni…

Killerinn var á tímabili kominn niður í 50 kall en tók Hobbitann á þetta og var kominn í næstum 9þ og topp 7 ásamt Kapteininum sem var orðinn mjög lítill áður, bara nokkrir hundraðkallar, en var kominn í hátt í 6þ og topp 7.

Stuttu síðar var Killerinn kominn uppí 14.500, búinn að 290falda sig.

Massinn fór svo að massa þetta og kominn í 30þ þegar að killerinn var með 10þ, Bennsi 4.5þ og Kapteininn 4.5þ þannig að Massinn var með tvöfalt meiri chippa heldur en hinir 3…en allir komnir í verlaunasæti

Killerinn tók síðan aðeins á Massanum og var kominn í um 25þ. chippa, Massinn 15þ Bennsi 6þ og Kapteinn enn að ríghalda í með 2.5þ,…þegar þarna var komið var Killinn búinn að 500 falda sig!

Þegar klukkan var oðin 1, og þá 3 á Spáni, þá datt Masinn út…líklega sofnaður uppí rúmi…sem var frekar hart fyrir þá sem voru enn að spila að þurfa að bíða eftir að blinda hann út…en hann var dæmdur í 3ja sætið fyrir að vera ekki við borðið og til að sleppa að láta hann blindast út…nokkuð vel gert að ná verlaunasæti og vera ekki lengur að spila 😉

Bennsi og Killerinn voru báðir með 20 chippa í lokarimmunni og allt gat gerst. Þeir áttu góða rimmu þar sem peningarnir fóru fram og aftur en enduðu leikar þannig að Bennsi tók sigurinn á fyrsta rafrmótinu og fyrsta kvöldinu í síðustu mótaröðinni á tíunda tímabilinu.

Það voru þónkkur Bjórstig sem komu í hús, enda leiknar fleiri hendur með þessu fyrirkomulagi og þeir sem náðu sér í stig voru:

 • Jón Valur x2
 • Gummi nágranni
 • Bennsi
 • Bóndinn

Niðurstaðan

 1. Bennsi 13.000
 2. Killerinn 10.000
 3. Massinn 7.500 (6.5+þúsarinn)
 4. Kapteininn 3.500
 5. Lomminn
 6. Nágranninn
 7. Mikkalingurinn
 8. Iðnaðarmaðurinn
 9. Lucky Luke
 10. Heimsi
 11. Bótarinn
 12. Bósi
 13. Pusi
 14. Bóndinn
 15. Robocop

Í dag var svo haldinn upplýsingafundur til að fara yfir mótið og allir sammála um að þetta hefði verið frábært rafrmót í gær, takk allir, takk Elli fyrir að finna PPPoker og halda utan um mótin, takk Bóndinn fyrir að sjá um peningana, takk allir fyrir að ná sér í AUR og taka þátt, skemmtilegt framtak og við gerum okkar til að halda aftur af COVID-19 og látum ekki stoppa okkur þó við getum ekki hist.

AUR var að reynast vel og viljum við fá helst alla til að nota það fyrir millifærslur þar sem það auðveldar utanumhaldið!

Næsta mót – 17. apríl, erum enn í miðjum faraldri og Formaðurinn hefur ákveðið að það mót verði líka online.

Lokamótið…í maí, þegar við nálgumst það þá tökum við ákvörðun.

Spjallið var ekki að gera sig en Heimsi er með lausn fyrir okkur sem við ætlum að prófa á næsta prufumóti, hann verður Samskiptagúrúinn okkar og tekur það hlutverk á sig fyrir næsta prufumót sem er áætlað á Miðvikudaginn 8. apríl kl. 20:30.

Einnig var rætt að vera með rafmót þegar við komumst út úr samkomubanni og hafa þau þá til viðbótar og fyrir utan mótaröðina, þetta er skemmtilegt fyrir þá sem eru lengra í burtu til að geta tekið þátt. Þá er hægt að vera með smá buy-in sem gildir fyrir nokkrum re-buy og fer jafnvel bara í sjóðinn.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *