Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Reglubreytingar

Í ljósi uppákomu í kringum síðasta mót hafa verið gerðar nokkrar breytingar á reglum og refsingum.

Hugmyndin mín var aldrei að vera einhver einvaldur í klúbbnum en þar sem langflestir meðlimir hafa ekki mikla skoðun á umgjörð hans ákveð ég reglur og refsingar eftir mínu höfði en þó m.t.t. skoðannakanna og umræðna. Þeir sem eru ósáttir geta mætt á mót hjá Pókerklúbbnum Strandatindi 😉

  • Reglan um lágmark 8 meðlimi verður afnumin. Dagsetningar standa.
  • Þeir sem skrá sig eða breyta skráningu eftir miðnætti á fimmtudegi fyrir mót fá 1 refsistig
  • Þeir sem skrá sig ekki, hvort sem um er að ræða JÁ eða Nei, fá 1 refsistig.
  • Þeir sem skrá JÁ en mæta ekki eða breyta skráningu minna en þremur tímum fyrir mót fá 3 refsistig.

4 athugasemdir

  1. Líst vel á þetta…fínt að setja pressu á menn að láta vita (ætti auðvitað að vera hluti af siðareglum okkar að láta tímanlega vita með mætingu).

  2. ef einhverjir vilja setja fram vantraust á núverandi stjórn gjörið svo vel, eða hafið einfaldlega forgangsröðina á hreinu… takk fyrir : )

  3. Mjög gott að draga stig af þeim sem láta ekki vita tímalega.

  4. Getum við ekki tekið stig af Agli og Heimi strax? Bara flýta fyrir.
    Djöfull er ég annars orðinn spenntur fyrir bústaðnum, styttist í þetta.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *