Tímabilið 20-21 er hafið
Það voru 10 Bjólfsbræður sem hófu 2020-2021 tímabilið en fyrsta mótið var tekið rafrænt til að halda öllum öruggum.
Hr. Huginn mætti á sitt fyrsta mót og ánægjulegt að fá nýja menn inn og við vonumst eftir að geta hitt hann og aðra sem fyrst.
Bjórstigin
- Það var mikið um bjórstig og Mikkalingurinn byrjaði á að næla sér í fyrsta bjórstigið og halda áfram sigurgöngunni í 7-2 þegar hann tók út afmælishöndina sína hjá Lucky (3-5).
- Massinn fylgdi fast á eftir og náði sér í bjórstig…Bennsi mætti með 7-2…klárt að menn eru komnir á fullt í Bjórmeistarakeppninni…
- 20 mínútur liðnar af mótinu og Lomminn stimplar inn 7-2, Bósi tekur 7-2..tvisvar
- Kapteininn tekur 7-2 og síðan aftur þegar klukkutími er liðinn.
Umræðurnar
- Miklar (og reglulegar) umræður voru um hver væri efstur og með mest að chippum…iðulega þegar ný maður komst í chip lead þá hafði hann orð á því 😉
- Ákveðnar áhyggjur voru að Massinn væri sofnaður en hann var á staðnum eftir klukkutíma…en síðan hvarf hann á braut…
Nokkur comment kvöldsins
- ‘”Verður knús leyfilegt á fyrsta móti?”
- “Sykur getur verið meira ávandabindandi en kókaín”
- “Allar sögur sem ég hef heyrt af þér þá gerðir þú aldrei neitt…lentir bara í einhverju”
- “Það er alltaf bústaðurinn í desember”
- “Ég gat ekkert gert í því”…”Svona er lífið strákar mínir”…”Sumir lenda bara í hlutunum”…”Maður lenti bara í því í að þrífa bústað”
- “Ég er sölumaður ársins”…”varstu valinn?”…”Nei, það þarf ekkert, ég valdi mig bara sjálfur í dag”…”En það var ekki mér að kenna að ég seldi hann”
- “Sveppasagan er alvöru saga…hún er gjegguð…þið þekkið alla karekterana”
- “Þetta er nú loðið”…”Nei hún var reyndar vel rökuð”
- “Ég var með’da….þetta var bara fáránlegt…hann var bara meira með’da”
Staðan
- Uppúr 22 var komin sameining, Hr. Huginn var dottinn út…
- Massinn blindaði sig út…og endaði annar út.
- Lucky þriðji út
- Robocop búinn að vera lengi efstur en Mikkalingurinn náði honum 22:30
- 23:00 Mikkalingurinn kominn með forystuna og Kapteininn alveg á síðustu dropunum
- 23:15 Kapteinn búinn að lyfta sér uppaf augnlokunum og líklegur til að verða næsti Hobbiti
- 23:20 Robocop efstur, Mikkalingurinn og Lomminn stutt á eftir, svo Bennsi og Bósi, Heimis og Kapteinninn
- Robocop ákvað að brenna sig á Lommanum og setti hann langt hæðast…Mikkalingurinn hálfdrættingur, Bennsi rétt þar á eftir og aðrir litlir
- Heimsi dottinn út
- 23:45 RObocop kominn í forystu, Bósi Lomminn og Mikkalingurinn stutt á eftir, Bennsi frekar lítill og kapteinn kominn inn fyrir bein
- Kapteininn út 23:55 – Robocop fékk þúsarann
- Lomminn út fyrir Póker-Bósa
- 00:00 Bennsi dottinn út
- 00:04 Robocop dottinn út og tók bubble sætið
- Bósi og Mikkalingurinn 2 eftir…’74 kynslóðin að berjast
- 00:10 Mikkalingurinn tók þetta…a7 móti aj og 7 í borð