Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Tímabilslok :-( bústaður 2011 )

Tímabilslok :-( bústaður 2011 )

Þá er pókerárinu 2011-2012 lokið með vel heppnaðri og geysiskemmtilegri bústaðarferð. Því miður vantaði einn meðlim í ferðina þar sem Gummi Magg sá sér ekki fært um að koma og kannski þess vegna var drykkjan hófleg “að meðaltali” þetta árið en menn gerðu þeim mun betur við sig í mat þar sem laugardagurinn var ein stór matar- og pókerveisla. Á meðan Iðnaðarmaðurinn eða “Iðni”, Heimir og Massinn sáu um matseldina sagði Bósi sögur frá fyrri tíð og hélt stuði í mannskapnum og það er ánægulegt að segja frá að menn eru strax farnir að plana næstu bústaðaferð en Bósi ætlar að útvega bústað að ári.

Þó allt hefði verið opið fyrir mót þurfti mikið að bregða út af ef Eiki átti ekki að verða Bjólfsmeistari 2012 sem og hann varð. Þó hann hafi ekki unnið neitt mót spilaði hann jafnan og solid póker allt tímabilið og missti ekki af neinu móti. Það má því segja að hann hafi staðið sig best af okkur öllum, fékk flest stig og æðsta heiður klúbbsins – BJÓLFSMEISTARI “2012”.

“Mörgum” að óvörum sigraði Björn “the Hobit” AKA Bjössi bjórlausi mótið, mótaröðina og varð með því efstur á peningalistanum. Vel gert.

Fjöldinn allur af 72 litu dagsins ljós og var farið að fara verulega um Pusa þar sem hann var efstur í leiknum með einn sigur í forskot. Fimm meðlimir náðu sigri í leiknum á þessu móti og hefðu sigrarnir hæglega getað verið mun fleiri. Engum tókst þó að ná Pusa og fær hann því 72 bjóra eða kippu frá hverjum meðlim. Heimir og Bósi skulda kippu síðan á síðasta tímabili (af þeim á Pusi 9 bjóra og Lomminn 3).

Fyrir mótið voru veittar “viðurkenningar” fyrir hin ýmsu “afrek” á árinu og á ég von á Logi geri betur grein fyrir þeim síðar. Það er þó “skemmtilegt” að segja frá því að Logi, sem fékk titilinn “Heppnasti maður ársins”, datt út í fyrstu hönd eftir hlé eftir að hafa keypt sig tvisvar inn. Seinna fór hann í cash game þar sem hann tapaði fljótt og auðveldlega öllu sínu. Það fór því eitthvað lítið fyrir heppninni hjá Heppnasta manni ársins þessa helgi.

En meðlimir fengu ekki bara “viðurkenningar” heldur líka forláta sérmerktar ölkrúsir og Bjólfsderhúfu. Eiki Bót fær “2012” á sína.

Allar “gæsalappir” í þessum texta eru tileinkaðar “Iðnaðarmanninum”.

Pókerklúbburinn Bjólfur óskar öllum sigurvegurum á árinu til hamingju og þakkar gestgjöfum fyrir sinn þátt og að sjálfsögðu öllum meðlimum fyrir þátttökuna.

Massinn sleginn út

Myndir

Massinn sleginn út

2 athugasemdir

 1. Þetta var frábær helgi í alla staði, það eina sem vantaði var Ásinn og að taka hópmynd af okkur með könnur & húfur.

  Ég fer sáttur frá þessu kvöldi eins og öllum öðrum með ykkur…en þótti samt verst að ná ekki að jafna Pusa í 72…enda er hann vel kominn að SÁÁ nafnbótinni 😉

  Nú bíður maður bara spenntur eftir 2012-2013 season-inu og jafnvel náum við að taka í spil yfir sumarið 😉

  P.s. ég er með eitthvað af myndum, þeir sem eru með myndir mega endilega senda á mig og ég skal koma þeim inn…leyfum Lommanum að taka því rólega næstu dagana (góðan bata herra Formaður).

  • Frábær helgi í alla staði. Takk fyrir góða helgi allir.

   Annað, getur verið að einhver hafi tekið jakkafatabuxurnar mínar með hús og bíllyklunum mínum? Endilega kíkið í töskur hjá ykkur.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *