Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Tvífaramótið í næstu viku

Tvífaramótið í næstu viku

Næsta föstudag verður síðasta heimamótið áður en komið er að lokamóti ársins í bústaðnum. Ekki er komin endanleg staðsetning en það verður annað hvort hjá Killernum eða Bósa…kommentið endilega og látið alla vita. Skráningin er þegar byrjuð og menn byrjaðir að melda sig.

19. apríl er “Look alike day” og ýmsir meðlimir sem eiga sér “tvífara”. Sem dæmi tek ég hér Robocop Fishburne…og jafnvel skellum við inn fleiri tvíförum, ef þið viljið sjá eitthvað sérstakt þá látiði vita í commentum og ég photoshoppa 😉

Staðan í lokamótinu er í öruggum höndum Mikkalingsins sem er búinn að taka 2 fyrstu mótin og er hann með tvöfaldan þúsara á sér. Timbrið er í öðru sæti 5 stigum á eftir og 4 stigum á eftir honum eru Eiki, Logi & Massinn og aðrir fyglja þar á eftir. En það eru tvö kvöld eftir og þessi staða getur enn breyst.
Bjólfsmeistarakeppnin er ekki jafn spennandi þar sem Logi er með 19 stiga forystu á næsta mann og virðist vera lítið sem ætlar að ógna því að hann endurheimti meistaratitilinn.

9 athugasemdir

 1. Killerinn býður heim…býður sig einhver fram í að koma borðinu & töskunni sem eru hjá Gumma. Hvernig ert þú Gummi mætirðu á FÖS eða þarf að ná í þetta hjá þér?

 2. Get ekki beðið. Skelfilegt að missa út eitt mót. Klæjar í fingurna að fara að hirða af ykkur aurinn.

 3. Mér datt í hug tvífara…

  • Sæll…ef þeir væru ekki með mismunadi húfur þá myndi ég ekki þekkja þá í sundur =)

   • Mér finnst Jón Valur mun illilegri heldur en Chuck (sem er næstum því góðlegur á þessari mynd).

  • Blöndubakki 9 hjá Killer-num, byrjum kl. 20:30…þá er bara spurning hvernig borðið kemst á staðinn?

 4. Sællir

  Ég get farið með borðið á morgun eða fimmtudaginn, bara eftir því hvernig það hentar mönnum.

 5. Það mætti næstum líkja mér við Össa á þessari mynd 🙂 gaman af þessu. Já endilega reynum að vera tímalega hjá Kára svo það sé hægt að byrja að spila sem fyrst (Mun ekki hafa tíma til að vinna þetta mót 🙁

  • Er þetta ekki bara spurning um að þú klárir mótið í fyrstu spilum eftir hlé, þá hefurðu tíma til að klára það 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *