Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Vafamál varðandi Sjöu-tvist

Vafamál varðandi Sjöu-tvist

Á síðasta föstudag kom upp sú staða að 72 var á móti ÁQ þegar að í borð kom 99555 þannig að besta höndin var í borði og split pot.

Reglurnar okkar varðandi sjöu tvist eru ekki nógu skýrar þegar þetta kemur upp þ.s. þær segja “…fyrir þann meðlim sem vinnur oftast með sjöu og tvist á hendi”.

Þetta má því túlka þannig að ef að leikmaður vinnur spil með sjöu-tvist á hendi fær hann bjórstig þar sem hann vann með þessa hönd þó svo að hún hafi ekki talið inní spilið.

Þar sem ekki voru allir sammála var ákveðið að setja þetta í kosningu fyrir þá sem ekki mættu á föstudaginn. Þannig að comment-ið fyrir neðan hvort ykkur finnst þetta vera bjórstig eða ekki.

Ath. að þetta er fordæmisgefandi mun því ráða í framtíðinni ef að þessi staða kemur upp 😉

Þannig að spurt er: fær sá sem hefur sjöu-tvist bjórstig ef betri hönd er í borði?

9 athugasemdir

 1. Það eru 10 sem hafa kosningarrétt varðandi þetta og þarf meirihluta til að ná fram niðurstöðu. Þeir sem mega kjósa um þetta eru:

  • Massinn
  • Killerinn
  • Heimsi
  • Spaða Ásinn
  • Timbrið
  • Iðnaðarmaðurinn
  • Robocop
  • Bóndinn
  • Doctorinn
  • Bensi

  Commentið með ykkar atkvæði og leysum úr þessu 😉

  • split pot er jafntefli. Enginn vinnur. Á ekki að reiknast. Annars erfitt mál og spurning um að hafa samband við Jón Steinar.

 2. Ef það eru tveir eftir og báðir með 7-2 á hendi þá er split pott, fær þá hvorugur bjór-stig?????

  Hefur reglan ekki verið sú ef þú ert 7-2 á hendi og færð pottinn færðu bjór-stig, hvort það er heil eða hálfur pottur ætti ekki að skipta þú færð pott á þessi pocet spil. Það hefur aldrei verið skoðað hvort að pocet spilinn séu virk í 7-2 hendi svo þá ætti ekki að skipta máli núna.

 3. Ekki séns 🙂

  • Hahahahah….Killerinn kannski allt of hlutdrægur með sitt bjórstig, fattaði það ekki 😉

 4. Splitt pott og ekki verið að vinna 7-2 heldur spilin í borðinu.

  Þannig að þetta ætti ekki að vera bjórstig

 5. Ef það hefði ekki verið ég sem átti umrædda hönd þá hefði ég hiklaust dæmt þetta þannig að 7-2 hefði fengið stigið fyrir að hafa unnið með 7-2 á hendi og vinna…þó svo að þau spil hafi engu máli skipt.

  Þetta mun því miður þýða það að ef tveir menn fara allir inn með 7-2 og vinna báðir á spilinn í borði fá þeir hvorugir bjórstig…sem mér finnst miður því það eru ekki mörg tækifæri þar sem menn fá yfir tímabilið og ég hefði viljað hafa stigin sem flest.

  En 3 kusu gegn og 1 með þannig að reglurnar verða uppfærðar þannig að split pot gildir ekki, höndin verður að telja inn…versta við það að þá förum við að deila um það næst hvort að bæði spilin þurfa að telja inn…sem fyrir mér er nákvæmlega sama umræðan 😐

  Við nánari hugsun þá er það versta við þetta að ef einhvern sýnir 7-2 og sú hönd telur ekki inná borðið mætti líka færa rök fyrir því að það ætti ekki að vera bjórstig…þannig að það þarf að bæta enn meira við þennan lagabálk.

  Eins og sést er ég ekki sammála meirihlutanum hér…en verðum þá líklega að hafa regluna:
  “…fyrir þann meðlim sem vinnur oftast með sjöu og tvist á hendi þegar að amk annað spilið á hendi telur inní höndina á borðinu eða að allir aðrir leikmenn hafa fold-að”

 6. Bætti inn á 7-2 að split pot gefur ekki stig.

 7. Þetta var rætt aðeins í gærkvöldi og þarf að bæta við að 7-2 telur aðeins ef að höndin telur inní aðalpottinn (main-pot), þannig að sigur í side-pot telur ekki.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *